Vísir - 06.08.1976, Blaðsíða 17

Vísir - 06.08.1976, Blaðsíða 17
Kvikmyndin í kvöid: Eitt af afkvœmum Howard Hughes Joan Collins i myndinni „Guys And Dolls” frá 1955. Miölungsgamanmyndin, seni sjónvarpiö sýnir I kvöld heitir í frummálinu „Affair With A Stranger”. Þar segir frá krakka, sem ættleiddur er al William Biakeley leikritahöf undi og konu hans, til aö reyna aö bjarga hjónabandinu. „Affair With A Stranger” var framleidd af RKO áriö 1953, en RKO var á sinum tima eitt af fimm stærstu kvikmyndafyrir- tækjunum i Hollywood, og er enn þekkt af John Ford mynd- unum „The Informer” og Fort Apache” og hamfaramyndinni v.iöfrægu „King Kong”, sem nú er veriö aö endurgera. RKO fór á hausinn áriö 1953 og voru stúdió fyrirtækisins i Hollywood seld Desilu sjón- varpsfy rirtækinu. „Affair With A Stranger” er merkilegust fyrir þær sakir, að hún var siðasta myndin sem RKO fyrirtækið framleiddi. SiðustU' fimm árin i sögu fyrirtækisins hafði milljónerinn nýlátni Howard Hughes verifi aðaleigandi þess og var myndin, sem sjónvarpið sýnir i kvöld framleidd undir handleiðslu hans. Leikstjóri myndarinnar var Roy Rowland. Rowland vann sig upp i gegnum handritadeild- ina hjá þeim i MGM I Hollywood og leikstýrði nokkrum stuttum Jane Darwell. Móöurlega brosií hennar hefur birst I ótölulegum fjölda mynda. myndum áður en hann fór að halda um stjórnvölinn i löngum kvikmyndum frá árinu 1934. Rowland leikstýröi myndum fyrir MGM115 ár en hætti þá og fór að vinna fyrir Howard Jughes og aðra. Rowland var atvinnumaður i faginu sinu, fjölhæfur og oft á tiðum gamansamur I myndum sinum. Engin mynda hans ris þó það mikið upp úr meðalmennsu- unni að taki þvi að nefna hana. Hann leikstýrði um 30 mynd- um á ferli sinum sem stóð til um 1967. Bæði voru þetta vestrar, stirðlegar söngvamyndir og þrúgandi glæpamyndir. Annað aðalhlutverkið I mynd- inni i kvöld er leikið af Victor Mature, eitt af þessum andlitum, sem við könnurqst við eftir að hafa séð það i nokkrum . annars flokks myndum i gegnum árin. A móti honum leikur breska leikko nan J ean Simmons, sem á að baki sér öllu viðurkenndari feril. Hún hóf kvikmyndaleik sinn I Englandi ekki eldri en 14 ára og þegar hún flutti til Hollywood þrjátíu ára gömul, gerði hún samning við Howard Hughes og er myndin „Affair With A Stranger” ein af fjórum myndum, sem hún geröi Bæöi þau Victor Mature og Joan Collins hafa ieikiö f kvik- myndum allt fram á þennan dag. Hér er Victor Mature i myndinni „Every I.ittle Crook and Nanny” frá órinu 1972. fyrir hann. Jean Simmons hefur ávallt sýnt að hún býr yfir miklum leikhæfileikum, þegar efni kvik- myndanna hefur gefið henni til- efni til, en það hefur þvi miður ekki verið mjög oft. Þekktustu myndir hennar eru „Great Expectations” undir stjórn David Lean og „Happy Ending” undir stjórn Richard Bróoks, sem hún er nú gift. Báðar þessar myndir komu Jean Simmons i undanúrslit við Óskarsverð- launaafhendingu. Af öðrum myndum hennar má nefna „Guys” and Dolls” og Divorce American Style”. Þeir setn gera sér það ómak i kvöld að horfa á kvikmyndina i sjónvarpinu fá einnig að sjá þá gömlu góðu Jean Darwell, sem vegna undirhakanna sinna tveggja og vingjarnlega andlits- ins hefur leikið lifsreyndar mæður i ótölulegum fjölda kvik- mynda. Þekktustu myndir hennar voru „Þrúgur reiöinn- ar” (óskarsverðlaun fyrir leik I aukahlutverki), „A hverfanda hveli” og „Mary Poppins”. — JónB Útvarp í kvöld kl. 22.15: Slœmar fréttir í fjölmiðlum? Þátturinn ,,Til umræðu” er á dagskrá útvarpsins i kvöld. I þessum ætti verður fjallað um fjölmiðla og þá einkum, hvernig islenskir fjölmiðlar rækja fréttahlutverk sitt og hvernig fréttamat þeirra er. Þá verður fjallað um þá spurningu, hvort dagblöðin dragi ekki upp of neikvæða mynd af þjóðfélaginu og rætt um rannsóknar- eða aðhalds- hlutverk fjölmiMa. Einnig verður rætt um, að hve miklu leyti það sé hlutverk fjöl- miðla að grafast fyrir um eða koma i veg fyrir spillingu I þjóð- félaginu. Trúlega verður eitthvað fjall- aö um, hvort fjölmmiðlar geti verið frjálsir og óháðir og hvernig það tengist eignarform- um. Stjórnandi þáttarins er Bald- ur Kristjánsson og mun hann ræða við Arna Gunnarsson rit- stjóra Alþýðublaðsins, Frey- stein Jóhannsson ritstjórnar- fulltrúa á Timanum og Ólaf Ragnarsson ritstjóra á Visi. Þátturinn hefst að loknum veðurfregnum klukkan 22.15 og stendur I rúman hálftima. — SE Arni Ólafur og Freysteinn ræöa um blöö og fréttaþjónustu i þætti Baldurs Kristjánssonar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 íþróttir. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 20.00 Sinfóniutónleikar. Flytj- endur: Kammerhljómsveit- in i Stuttgart. Stjórnandi: Wolfgang Hofmann. Ein- leikari á óbó: André Lar- drot. a. Konsertserenaða i Es-dúr op. 20 eftir Ignaz Pleyel. b. Sinfónia i D-dúr eftir Francois Joseph Goss- ec. (Hljóðritun frá útvarp- inu i Stuttgart). 20.40 Viödvöl i sumarbúöum KFUK i Vindáshlíö. Gisli Kristjánsson ritstjóri ræðir við gesti og forstöðufólk. 21.00 Einsöngur. 21.30 Útvarpssagan: „Stúlkan úr Svartaskógi” eftir Guömund Frimann, Gisli Halldórsson leikari les (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Til um- ræöu. Baldur Kristjánsson sér um þáttinn. 22.55 Áfangar. Tónlistarþátt- ur í umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. breska oturinn, en hann er mjög var um sig og er mest á ferli á næturnar. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörns- son. 21.30 Frá ólympiuleikunum 22.15 Tekst, ef tveir vilja (Affair With A Stranger) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1953. Aðalhlutverk Jean Simmons og Victor Mature. William Blakley er þekktur leikritahöfundur. Sú saga kemst á kreik, að hann ætli að skilja við konu sina, og gerir slúðurdálkahöfundur einn sér mat úr þeirri sögu. Þýðandi Stefán Jökulsson. 23.40 Dagskráriok. Útvorp í kvöld kl. 22.55: SUNGIÐ UM PÚKAOG RIDDARA GIsli Rúnar Agnarsson og Asmundur Jónsson umsjónarmenn þátt- arins „Afangar”. Afangar I umsjá Ásmundar Jónssonar og Guöna Rúnars Agnarssonar eru á dagskrá út- varpsins i kvöid klukkan 22.55. Strákarnir reyna yfirleitt að léika aðra tegund tónlistar en leikin er i dægurlagaþáttum út- varpsins. Það er án efa vel þegið meðal fólks sem er orðiö þreytt á að heyra sifellt sömu „vinsælu” lögin. Gisli Rúnar tjáði okkur, að i kvöld yrðu meðal annars leikin tvö frumsamin lög i þjóðlagastil eftir Peter Bellamy af plötu háns „Oak, ash and thorn”. Bæði titill plötunnar svo og textar laganna eru samdir að einhverju leyti upp úr smásög- um breska rithöfundarins Ruyards Kiplings sem lengi bjó á Indlandi. í öðru laginu sem er samið upp úr sögu Kiplings, „Púkinn á hæðinni” segir frá systkinum sem hitta púka, sem gefur þeim vald til að skynja hluti sem öðru fólki er ekki mögulegí. Siðara lagið sem Bellamy syngur heitir „Sir Richard’s song” og er eftir sögunni „Young men of the manor”. Þessi saga er um norskan ridd- ara i liði Vilhjálms Bastarðs sem sigraði engilsaxa við Hasting árið 1066 og fékk að launum yfirráð yfir Sussex hér- aði. Þá sagöi Gisli Rúnar okkur, að leikið yrði lag sem þeir John Abercrombie og nafni hans Hammers léku. Sá siðarnefndi var eitt sinn meðlimur i „Maha Visnu Orchestra”, en Aber- crombie er höfundur lagsins sem þeir félagar ætla að flytja og heitir lagið þvi einfaida nafni „Love song”. Einnig fáum við að heyra i hljómsveitinni „Street walkers” sem stofnuð er af Roger Chapman og Charlie Witney fyrir einu og hálfu ári siðan. Þeir voru áöur kjarninn i hljómsveitinni „Family” sem var mjög vinsæl á sinum tima. Annars eru kapparnir Chap- man og Witney einna kunnastir fyrir,, hvað þeim gengur illa að halda mannskap i hljómsveitum sinum. Nýlega ráku þeir til dæmis bæði trommuleikarann og bassaleik- arann úr hljómsveitinni og kom það öllum á óvart, bæði þeim sem reknir voru svo og aðdá- endum hljómsveitarinnar. — SE Föstudagur 6. ágúst 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Oturinn Bresk fræðslu- mynd um þetta fallega og fjörlega dýr, sem unir sér jafnt I vatni sem á landi. 1 mörgum löndum Evrópu er oturinn horfinn með öllu, og I Bretlandi eru mjög fá dýr eftir. Taliö er, að þetta sé fyrsta heimildamyndin um FÖSTUDAGUR 6. ágúst ' 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Blóm- ið blóðrauða” eftir Johann- es Linnankoski. Axel Thor- steinson les (4). 15.00 Miðdegistónieikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 „í leit að sólinni”. Jónas Guðmundsson rithöfundur rabbar við hlustendur (1). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.