Vísir - 06.08.1976, Blaðsíða 24
„Ekki hagkvœmt fyrir
ísiendinga að selja
raforku til útlanda"
— segir Reynir Hugason, verkfrœðingur hjó rannsóknaróði ríkisins
„Ég tel fráleitt aö viö is-
lendingar högnumst á þvi aö
selja raforku úr iandi. Mikiu
viturlegra væri aö nýta orkuna
hérlendis,” sagöi Reynir Huga-
son verkfræöingur I samtali viö
Visi.
Vlsir skýröi frá þvi i gær aö
möguleikar á útflutningi raf-
orku væru til athugunar i
iönaöarráðuneytinu. Fyrir
nokkru sagöi Jakob Björnsson
orkumálastjóri I viötali viö
Timann aö þaö væri engin goögá
aö velta fyrir sér möguleikum á
flutningi orku héöan um gervi-
hnött. Hins vegar væri tæknin til
þess enn ekki nægileg, en at-
huganir færu fram bæöi i
Evrópu og Bandarfkjunum á
þessum málum.
Taldi Jakob aö ef flutt væri
raforka meö þessum hætti og
þeirri tækni sem þekkt væri I
dag frá Reykjavik til Keflavlk-
ur, þá kæmist aöeins um einn
milljónasti hluti orkunnar á
leiöarenda.
Gervihnöttur
tilbúinn um 1980
Reynir Hugason tjáöi VIsi aö
það væri ekki fjarlægt aö unnt
yröi aö flytja raforku meö
gervihnetti. Vlsiridamenn i
Bandarikjunum telji aö slikur
gervihnöttur geti orðið tilbúinn
um 1980 og verði þá flutningur
orku til fjarlægra staða mögu-
legur i kringum aldamótin.
„Hins vegar þarf geysilega
orku til svona flutninga” sagöi
Reynir „og er hæpiö aö is-
lendingar hafi yfir nægilegri
orku aö ráöa. Orkulindir okkar
eru ekki stórar á heimsmæli-
kvaröa. Þannig er I Afrikurík-
inu Saire raforkuver sem fram-
leiöir 40.000 megavött. 1 saman-
buröi viö það er Búrfdlsvirkjun
meö sin 210 megavött smá I
sniöum.” —SJ.
lonaoarmenn aó leggja slðustu hönd á húsnæði heilsugæslustoðvar ínnar. inn i er felld mynd af húsinu þar sem heilsugæslustöðin er, að
Hraunbæ 102. MyndKARL
HEILSUGÆSL USTÖÐ ÁN LÆKNA 1
VÍSIR
Föstudagur 6. ágúst 1976.
Skortur ó
vinnuafli ó
Raufarhöfn
Mikill skortur er nú á vinnu-
afh á Raufarhöfn, og horfir
jafnvel til vandræða með fisk-
vinnslu þar ef ekki rætist úr.
Allir sem vettlingi geta valdið
eru þar i fullri vinnu, allt niður i
ellefu til tólf ára börn.
Mjög mikill afli hefur borist á
land aö undanförnu, og i dag átti
skuttogari aö koma inn til
löndunar meö fullfermi. Liggur
fiskurinn undir skemmdum ef
ekki tekst aö útvega fleira fólk
til vinnu. Þaö er þvi nokkuö
annaö hljóö i þeim austur á
Raufarhöfn en hér i Reykjavik,
þar sem fjöldi stálpaöra ung-
linga hefur gengið atvinnulaus
mestan hluta sumarsins.
Undanfariö hefur talsvert af
fólki komiö til Raufarhafnar frá
suövesturhominu, og aö sögn
hefur ekki reynst erfitt aö út-
vega þeim vinnu.
— AH
Loðnan
er erfið
Loönan er erfið viðureign-
ar þessa dagana. Ilún er
stygg og stendur djúpt og
auk þess veitir ísinn henni
vernd. t gær fóru bátarnir
vestur með isröndinni þar tii
þeir fundu vik og komust
þannig lengra út.
t nótt tilkynntu tveir bátar
um afla, Grindvikingur var
búinn að fá 400 lestir og Eld-
borg 140. Báðir bátarnir fara
ineð aflann til Siglufjarðar.
— ÓT.
„Húsnæðið verður fullbúið um
miðjan mánuðinn, en við höfum
ekki enn fengið heimild fyrir
lækna þar”, sagði Skúli Johnsen
borgarlæknir, er við spurðum
hann hvernig bygging heiisu-
gæsiustöðvar i Arbæjarhverfi
gengi.
„Læknar viö heilsugæslustööv-
ar eru ráönir samkvæmt nýjum
reglum, og eru rikisstarfsmenn
og þaö er heilbrigöismálaráöu-
neytiö sem þarf aö veita heimild
fyrir lækna.
Þaö er óneitanlega leiöinlegt aö
standa uppi meö fullgert húsnæöi
sem borgin hefur borgaö aö miklu
leyti og fá ekki lækna”.
„Heilsugæslustöö þessari er
ætlaö aö þjóna ibúum Arbæjar-
hverfis, svo og ibúum noröan og
austan Elliöaár.
Ætlunin er aö þarna veröi tveir
læknar til staöar allan daginn og
ÁRBÆ
viö höfum einnig aöstöðu fyrir þá
sérfræöinga, sem algengast er að
fólk leiti til”.
„Staöan i dag er sem sagt sú, að
viö vitum ekkert hvenær heilsu-
gæslustööin getur tekiö til starfa,
þar sem ekki er heimild fyrir
lækna”, sagði Skúli. — SE
„SVONA VORU HEFÐI VERIÐ
FLEYGT í NOREGi;
## — segir Björn Dagbjartsson forstjóri
um sölu ó gaffalbitum til USSR
„Svona vöru heföi vcrið fleygt
i Noregi, enda stenst hún ekki
einföldustu gæðaprófanir”,
sagði Björn Dagbjartsson for-
stjóri Rannsóknarstofn unar
fiskiönaöarins i morgun vegna
sölu Siglósildará gaffalbituin til
Sovétrikjanna. Rannsóknar-
stofnunin neitaði á sinum tlma
um útflutningsvottorö á gaffal-
bitum frá SiglósQ <1 h/f.
Eins og fram hefur komið i
fjölmiölum geröi Rannsóknar-
stofnunin á sinum tima athuga-
semd viðframleiðsluna, og taldi
gerlamyndun vera of mikla i
framleiðslunni.
„Ég het ekki sagt annað en að
við séum ákaflega vonsviknir
yfir þvi', að i stað þess aö vera
ánægður meö það aö tekist haföi
að komast fyrir gerlamengunin
i framleiðslurásinni, þá ber
framkvæmdastjóri Siglósildar
hreinlega brigöur á það aö
niðurstöður okkar séu réttar”,
sagði Björn ennfremur.
Kvað Björn hætt viö aö okkur
miöaði hægt framá viö i vöru-
vöndun meö svona vinnu-
brögöum.
„Mér er i sjálfu sér alveg
sama þó sovétmenn kaupi þessa
vöru, ef þeir telja sig geta notaö
hanatil manneldis. Þaö má þó
reikna meö að stór hluti vör-
unnar skemmist, þvi þó þetta
geti allt blessast ef varan er
geymd i kæli, þá lendir alltaf
hluti af þessu i hillum verslana
o.sv.frv., og geymist þar I stofu-
hita, og þá kemur hið raunveru-
lega geymsluþol i ljós”, sagöi
Björn.
Rannsóknarstofnun
fiskiðnaöarins heftir ekki vald
til aö banna sölu á neinni vöru,
en hefur aðeins þaöhlutverk að
segja tii um hvernig varan er.
Sölustofnun lagmetisins
neitaðiað selja þessa vöru undir
sinum merkjum, og þá fengu
allir krakkar á Siglufirði vinnu
viö að líma miða á dósir, yfir þá
sem fyrir voru, aö sögn Björns.
Björn kvaðst ekki vita hvaö
lægiá bak viö óskir sovétmanna
um kaup á þessari vöru, hvort
þaö væru lægri kröfur sem þar
væru gerðar eða slæmt efna-
hagsástand, eöa hvaö þaö nú
væri. Siglósild seldi vöruna til
Sovétrikjanna með 5% afslætti á
upphaflega ákveðnu veröi
vegna þeirra galla sem fram
höföu komiö i framleiðslunni.
—AH.