Vísir - 16.09.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 16.09.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Útgefandi: Iteykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastj. erl. frétta: Guöinundur Fétursson Blaöamenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriöur Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. íþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611.7 linur Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Pennastriksaðferðin dugir ekki ein sér Afbrota- og svikamál þau, sem verið hafa á döfinni að undanförnu/ hafa eðlilega orðið kveikja að almenn- um umræðum um réttargæslukerfið í landinu. Aug- Ijóst er, að þar er víða pottur brotinn, og gera þarf verulegt átak til þess að koma þeim málum í viðun- andi horf. Stjórnmálamenn hafa nú ótvíræðan stuðning almenningsálitsins til þess að koma fram umbótum á þessu sviði. Engin ein algild lausn er til í þessum efn- um fremur en öðrum. Vandamálið er margþætt og úr- lausn þess hlýtur því einnig að vera það. Pennastriks- aðferðin ein út af fyrir sig dugir því ekki. I umræðum þeim, sem fram hafa farið hefur verið bent á ýmsar brotalamir í réttargæslukerfinu. Þar er víða beittafar forneskjulegum vinnubrögðum, starfs- aðstaða dómstólanna er víðast hvar fyrir neðan allar hellur og í sumum tilvikum gerir skipulagið sjálft það að verkum, að kerfið allt er seinvirkt. Sigurður Líndal prófessor, hefur nú opinberlega bent á einn þátt þessa vandamáls, sem full ástæða er til að íhuga. Hann fullyrðir m.a. í því sambandi, að verulega skorti á að stjórn almennra mála sé í lagi, önnur hver stofnun sé stjórnlaus. Hér er vissulega um alvarlegt mál að ræða. Og rétt er, að engar skipulags- eða lagabreytingar fá breytt þessu ástandi. Þar þarf annað og meira að koma til. Við dómstólana starfar f jöldi mjögvelhæfra manna. En Sigurður Líndal heldur því fram, að þrátt fyrir þessa staðreynd séof mikið af lélegum starfskröftum innan dómkerfisins. Þetta rekur prófessorinn bæði til pólitískra embættisveitinga í dómaraembætti og þess, að of mikiðsé útskrifað af lélegum lögfræðingum. Fram til þessa hafa menn verið feimnir við að horfast í augu við vandamál af þessu tagi. Ástæðan er ugglaust sú, að þau geta verið persónuieg og af þeim sökum erfiðara um vik að taka þau föstum tökum. Full ástæða er eigi að sfður fyrir dómsmálayfirvöld aðtaka þessar athugasemdir Sigurðar Líndals alvar- lega. Þær eiga að sjálfsögðu bæði við almennu héraðs- dómstólana og sakadóma. óhjákvæmilegt er að taka mið af þessari gagnrýni við það umbótastarf, sem nú stendur fyrir dyrum á þessu sviði. Alþingi mun, þegar það kemur saman í næsta mán- uði, fá til meðferðar frumvörp, sem gera ráð fyrir miklum skipulagsbreytingum bæði að því er varðar meðferð einkamála og opinberra mála. Að megin- stefnu til ganga þær tillögur, sem kynntar hafa verið í þessum efnum, í rétta átt. Dómsmálaráðherra hefur i viðtali við þetta blað lýst yfir því, að ekki verði hafist handa við umbætur og uppbyggingu rannsóknarlögreglunnar fyrr en ný löggjöf hef ur verið sett. Þessi afstaða ráðherrans er á margan hátt eðlileg. Hann bendir í því sambandi rétti- lega á, að skynsamlegast sé að væntanlegur rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins hafi forystu um það starf. En rétt er að leggja á það áherslu, að dómsmála- yfirvöid telji umbótastarfi á sviði dómsmála ekki lok- ið um leið og samþykkt hefur verið nýtt skipulag. I þessum efnum þarf eins og fram hefur komið að huga að fleiri atriðum sem ráða miklu um í hvaða horfi dómsmálin eru. m Fimmtudagur 16. september 1976. VISIR Umsjón: Ouðmundur Pétursson Falldin fyrir framan einn erkióvininn, kjarnorkuver, sem risið hefur upp á sfðustu árum. Kjarnorkan á oddi kosn- ingabarátt- unnar í Svíþjóð Það verður æ ljósar, eftir þvl sem nær dregur kosningunum I Sviþjóð (núna næsta sunnudag), Palme treystir á, að fylgi kjós- enda snúist á siðustu stundu á sveif með sósialdemókrötum. að þær koma til með að verða tvlsýnar. Þó hefur verið fyrir þvl séð, að það getur ekki farið eins og I kosningunum 1973, þegar 350 þingsæti „Riksdagens” skiptust nákvæmlega jafnt milli borg- aralegu flokkanna þriggja ann- ars vegar og sósialdemókrata og kommúnista hins vegar. — Þingsætatalan var lækkuð um einn þingmann og er þvi 349, sem fyrirbyggir slikt jafntefli. Skoðanakannanir benda til þess, að sóslaldemókrötum hefur tekist að saxa fylgi stjórn- arandstöðunnar, sem var orðið 9% meira, niður I aðeins 4% mun. Takist kommúnistum ekki að halda slnum 4%, sem þeir þurfa til að missa ekki þingsæti, er ekki annað sýnna, en borg- araiegu flokkarnir fari með sig- ur af hólmi. Margur mundi telja, að 4% fylgismunur viku fyrir kosning- ar væri nokkuð örugg visbend- ing um, hvernig fara mun. En á hitt er þá litiö, að I fjórum siö- ustu kosningum hafa sósial- demókratar Olofs Palme ávallt komið á óvart með skyndilegri fylgisaukningu á úrslitastund- inni. Spurningin snýst að þessu sinni um, hvort Palme tekst að vinna bug á þeim kvlöa, sem stjórnarandstæðingar hafa vak- ið um kjarnorkustefnu hans. Auk óánægjunnar með skatta- kerfið, sem sett hefur svip sinn á stjórnmálaumræöur I Svlþjóö I vetur, hefur Thorbjörn Falld- in, formaður Miðflokksins, tek- ist að setja kjarnorkuna á odd- inn. Falldin tilheyrir þeim hópi umhverfisverndarsinna sem hafa mikinn imugust á kjarn- orkuverum, og hefur hann lýst þvl yfir, að komist hann til valda, muni hann loka öllum fimm kjarnorkuverum Svlþjóð- ar fyrir árið 1985. Hefur Falldin alið mjög á ótta manna um geislavirknihættuna, þvl óhag- ræði að vera háður erlendum aðilum um hráefni fyrir kjarn- orkuofnana og hinum skelfilegu afleiðingum hugsanlegra skemmdarverka á kjarnorku- verunum. Palme og sóslaldemókratar hafa fylgt þeirri stefnu undan- farin ár, að sviar yrðu búnir að koma sér upp þrettán kjarna- kljúfum fyrir 1985, og mundu þeir fullnægja 40% af raforku- þörf svla. Fimm eru þegar komnir I gagnið, og aðrir fimm á mismunandi byggingarstigi. Þeir halda þvi fram, að án kjarnorkunnar geti svlar ekki látið sig dreyma um að auka út- flutning sinn, sem sé aftur á móti nauðsyn til þess að sporna gegn atvinnuleysi og tryggja áframhaldandi góð lífskjör landsmanna. Þeir byggja áætl- anir sinar á 2% aukningu orku- neyslunnar á ári, allt fram til 1990, og henni sé ekki unnt að mæta öðruvisi en með tilstilli kjarnorkunnar. Falldin vill hætta algerlega við kjarnorkuáætlunina, en leggja meiri áherslu á nýtingu annarra orkugjafa, og stuöla að orkusparnaöi með styrkjum. Skoðanakönnun, sem gerð var I siðustu viku, gefur til kynna, að 48% svla séu sammála Falld- in um, að kjarnorkuna verði að umgangst með mikilli varúö. I júni voru 44% á hans máli. — Stuðningsmönnum við stefnu stjórnarinnar hefur á sama tima fækkað úr 32% niður I 30%, en aðrir eru á báðum áttum. 50% orkunotkunar svia fer til húsahitunar á vetrarmánuðum, og vill Falldin hrinda I fram- kvæmd áæltun, sem felur I sér að styrkja húseigendur til að einangra betur hús sln, en spara I staðinn upphitunina. Hann ætl- ar, að þvi mætti koma I kring á tlu árum, og mundu þá kjarn- orkuverin óþörf, að hans mati. Hann vill, að lokið yrði við smlði þeirra fimm kjarnakljúfa, sem nú eru I byggingu, til þess að standa við gerða samninga, en leggur tU, að atómeldsneyti verði aldrei I þá sett. Auk stuðnings sinna eigin flokksmanna fylgja 65% frjáls- lyndra Falldin I þessu máli, og þurftu þó hugarhvörf til, þvi að frjálslyndir og hófsamir hafa á undanförnum árum stutt kjarn- orkustefnu Palmes. t kosningabaráttunni hefur Palme reynt að notfæra sér þessa mismunandi afstöðu stjórnarandstöðunnar til kjarn- orkustefnunnar til að sýna fram á, að hún sé sundruð og til lltilla afreka líkleg, þótt kjósendur köstuðu atkvæðum slnum þar á glæ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.