Vísir - 16.09.1976, Blaðsíða 23

Vísir - 16.09.1976, Blaðsíða 23
STYRKJUM SKÁK- MENNINA OKKAR Pétur Jakobsson skrifar: Á yfirstandandi Reykjavilcur- móti hafa íslenskir skákmenn enn einu sinni sannaö aö við is- lendingar getum státað af mörg- um frábærum skákmönnum og væru margar stórþjóðir full- sæmdar af að hafa sliku liði skák- manna á að skipa. En eitt er það sem ég hef aldrei getað skilið og það er hvernig þessir menn fara aö draga fram lifið og komast á öll þessi skákmót sem þeir sækja okkur sem heima sitja til heiðurs og ánægju. A Reykjavikurskákmótinu eru verðlaunin svo nánasarleg sem hugsast getur fyrir alla þá vinnu sem mennirnir leggja á sig og margir ágætir menn fá h'tið eða ekkerti sinn hlut. Er ekki kominn timi til að nokkrir af okkar bestu skákmönnum, og þá á ég ekki bara við einn eða tvo, heldur fimm eða tiu verði settir á laun hjá rlkinu. Þessir menn kynna land okkar betur en flest annað og þetta er sú iþróttagrein, sem við getum náð lengst i. Dómgreindarskortur Nokkrir vinnufélagar hringdu: ,,Við erum hér nokkrir vinnu- félagar, sem ekki getum orða bundist vegna leiðarans sem Jón Helgason ritstjóri skrifar i Timann sl. sunnudag. Þar er haldið fram svo einkennilegum málflutningi, aö leitun er á öðru eins. Hann heldur þvi sem sagt blá- kialt fram, að vegna þess, að fyrir allmörgum árum hafi ein- hverjir menn úr öðrum flokkum en ritstjórinn sjálfur tilheyrir gerst sekir um ólöglegt athæfi, þá eigi ekki aðvera að taka það óstinnt upp þó að framsóknar- menn séu nú margir hverjir flæktir i alls konar svindl og sviharl. Það á semsagt að af- saka einn glæp með öðrum. Vegna þess aö einhvern ttoia hafi menn gerst brotlegir, þá sé allt i lagi þó menn geri slikt hið sama, — eða eitthvaö ennþá verra núna. Við viljum alveg frábiðja okk- ur að þurfa að hlusta á slikan þvætting. Það ætti að vera fyrir neðan virðingu allra skynsamra manna með nokkurn veginn ó- bilaða dómgreind, að halda sliku fram.” hhhhhhhhhhhhhhhhhkkh Athugið verðið hjá okkur! Smaauglýsingar VÍSIS eru virkasta verðmætamiðlunin VISIR Fyrstur meö fréttimar Okkarverð 219.235 fcr.staðgreiðsluverð HÚSGAGNATIHF 197.335 kr. I I Skúlagötu 54 Hhúsgagna^i val NORÐURVERI Hátúni 4a, simi 26470. HHHHHHHHHHHHHHHHKHHH HVERG' BE TRi BIIAST4 0: HERRASNVHTivORUR i l'R\.Ai P NIElSTED Heiðar ó hrós skilið Lisa skrifar: Aö lokinni fjölsóttri og vel- heppnaöri Iðnkynningu get ég ekki oröa bundist að lýsa ánægju minni á allri skipulagn- ingu og framkvæmd sýninlar- innar. Sýningin i heild var mjög vel úr garöi gerð og tiskusýningin frábær, tiskusýningarfólkinu til mikils sóma. Vart hefur sést beturútfærð sýning hér á landi, enda oröin til af okkar færustu konum á þessu sviöi þeim Unni Argrims, Hönnu Frimans og Pálinu Jónmundsdóttur. Einn er sá maður sem á hrós skilið fyrir létta framkomu og frábæra hæfileika I sýningu fata, en það er Heiðar Jónsson fegrunarsérfræöingur, hann hreinlega fór á kost-um, aö öðrum ólöstuðum. Meistarafélag hárskera skal einnig þakka þeirra framlag til sýningarinnar, þvi sýnt þótti að fólk hafði mjög mikinn áhuga á hártiskunni þvi yfirfullt var við básana allan sýningartimannog komust færri að en vildu. Sýningarnefnd og öllum sem að henni stóðu skal hér með þakkaö. Lifi islenskur iönaður. GAMLAR LUMMUR OGNÝJAR Vilhjálmur Hallgrímsson sendi eftirfarandi vísur: Hefðuð þið Jónasi komið að Kleppi, og kjaftað minna um ömmu sína, Kollumálinu kannski ég sleppi, kærleiksverkunum ekki má týna. Um ykkar klæki þið aðra sakið, unun að slá á báðar kinnar. Að flökra ei við að bita í bakið, á bestu mönnum þjóðar sinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.