Vísir - 16.09.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 16.09.1976, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. september 1976. 11 16% sparifjár kmdsmanna í sparisjóðum Á nýafstöðnum aðal- fundi Sambands is- lenskra sparisjóða kom fram að hagur is- lenskra sparisjóða er yfirleitt góður og að aukning á innstæðum i sparisjóðum landsins var 31,5% á siðasta ári. Innlán i sparisjóðum landsins nema nú um 8,1 milljarði króna eða um 16% af heildarinn- lánum bankakerfisins. í landinu eru nú starf- andi 43 sparisjóðir en þeir eru mjög misjafn- lega stórir. Þannig eru þrir sparisjóðir með nálega helming af öll- um innlánum i spari- sjóðum en hinir 40 skipta hinum helm- ingnum á milli sin. Fundarmenn voru sammála um að spari- sjóðirnir hefðu mikla þýðingu fyrir mörg byggðarlög og að þeir ættu sama rétt á sér um þessar mundir og þegar fyrsti sparisjóð- urinn var stofnaður fyrir 108 árum. Óánœcjia með taxta öryggiseftirlitsins Mikil óánægja er rikjandi meðal aðstandenda ýmissa smærri fyrirtækja vegna mik- iilar hækkunar á gjaldskrá öryggiseftirlits rikisins. Gjaldskráin hefur verið endur- skoðuð reglulega og hún hækkuð til samræmis við aðrar hækkan- ir á vöru og þjónustu, en með nýrri gjaldskrá sem tók gildi siðast liðið vor var bætt á nýju gjaldi, sem kemur verst við smærri fyrirtæki. Tekiö var upp fast aukagjald að upphæð krónur 8000 þúsund sem fyrirtækjum sem flytja, framleiöa eða geyma hættuleg efni verða að greiða. Aöaukier fyrirtækjum þessum gert aö greiða tvöfalt peráónugjald sem lagt er á fyrirtæki i samræmi við starfsmannafjölda þeirra. í þeim tilvikum að öryggis- eftirlitið þurfi að heimsækja fyrirtæki oftar en tvivegis vegna sama atriðis er þvl gert aö greiöa 8000 krónur fyrir hverja heimsókn öryggiseftir- litsins til viöbótar. Hjá öryggiseftirliti rikisins fékk Visir þær upplýsingar aö starfsmenn þar heföu oröið var- ir viö mikla óánægju vegna gjaldsins en innheimta þess er ekki i höndum öryggiseftirlits- ins heldur tollstjóra. Töldu starfsmenn eftirlitsins aö gjald- skrárbreytingar þær sem gerð- ar heföu veriö I vor kæmu verst niöur á litlum fyrirtækjum. JOH. Fœreyskur fyrirlesari Færeyski rithöfundurinn HEÐ- IN BRÚ heldur fyrirlestur I Nor- ræna húsinu I kvöld, fimmtudags- kvöld 16. sept. kl. 20:30. Fyrirlest- urinn nefnir hann: Det nationale arbejde pá Færöerne. Heöin Brú hefur undanfarið dvalist i Reykjavik og býr hann i ööru gestaherbergi Norræna hússins. Hann er íslendingum aö góöu kunnur, m.a. af skáldsögu sinni Feögar á ferð, sem kom út 1941 i ísl. þýöingu Aöalsteins Sigmundssonar, en auk þeirrar skáldsöguhafa verið þýddar eftir hann smásögur, sem birst hafa i ýmsum blöðum og timaritum. Heðin Brú notar i skáldskap sinum mörg orö, sem hann hefur tekið úr Sandeyjar-mállýsku, og hann þykir skrifa m jög fagra fær- eysku. NORRÆN SUNDKEPPNI FYRIR FATLAÐA HALDIN í HAUST Einnig ákveðin norrœn keppni fyrir fatlaða í göngu, skokki og hjólastólaakstri nœsta ár Fundur samstarfsnefndar um iþróttir fatlaðra á Norðurlönd- um var haldinn um siðustu helgi i Reykjavik og var i umsjá iþróttasambands islands. Fundinn sóttu alls 19 fulltrúar: 3 frá Danmörku, 2 frá Finnlandi , 5 frá Noregi 4 frá Svlþjóð og 5 frá tslandi. Fundinn setti Gisli Halldórsson forseti ÍSÍ, en fundarstjórar voru Guðm. Löve og Bengt Hollén frá Sviþjóð og fundarritarar Magnús H. ólafs- son og Arve Magnset frá Nor- egi. Megin viðfangsefni fundarins var að fjalla um stofnun iþróttasambands fatlaðra á norðurlöndum, en það mál hefur verið á dagskrá undanfarin 4 ár. Á fundinum hér var formlega gengiö frá stofnun sambandsins lög þess samþykkt og tilnefnt i fyrstu stjórn. Skv. 1. gr. laga hins nýja sam- bands er tilgangur þess að skipuleggja og vinna að eflingu iþrótta fyrir fatlaða á Norður- iöndum. Aðildarsamtök eru sér- samböndin i iþróttum fatlaðra I hverju landi, hér á landi ÍSÍ meðan sérsamband er ekki stofnað. Þaö kom i hlut Danmerkur að tilnefna fyrstu stjórn sam- bandsins til næstu tveggja ára. Formaður er Bodil Eskesen, yfirlæknir og auk hennar eru i stjorn Steffen Andersen, ásamt fuiltrúa fra Blindrasamtökum Danmerkur, er tilnefndur verð- ur innan tiöar. Auk stofnunar hins nýja i- þróttasambands samþykkir fundurinn að efna til norrænnar sundkeppni fyrir fatlaða i nóv./des. n.k. i göngu og skokki og hjóiastólaakstri i sept./okt. 1977. Sýnd var kvikmynd frá Vetr- ar-Olympiuleikum fatlaðra I Sviþjóð s.l. vetur og rætt var ýtarlega um nýlega afstaöna Olympiuleika fatlaðra i Toronto I Kanada. Meðan fundurinn stóð yfir nutu fulitrúar gestrisni forseta islands, menntamálaráðherra, Fiugleiða h/f, iþróttabandalags Reykjavíkur, Sjálfsbjargar- landssambands fatlaðra, Reykjalundar og Borgaryfir- valda A fundinum aö Hótel Loftleið- um var formlega gengið frá stofnun íþróttasam bands fatiaðra á Norðuriöndum. FYRIRLESTUR UM NÍNU TRYGGVADÓTTUR í kvöld klukkan 20.30 flytur Hrafnhildur Schram listfræðingur fyrirlestur i húsi Listasafns íslands við Suðurgötu. Fyrirlesturinn fjallar um Ninu Tryggvadóttur og list hennar. Öllum er heimill ókeypis aðgangur, meðan húsrúm leyfir. _^H Pólskur róðherra kemur í heimsókn Utanrikisráðherra Póllands, Stefan Olszowski og frú, koma i opinbera heimsókn hingað til lands mánudaginn kemur, 20. september, og dvelja hér á landi til miðvikudags, 22. september 1976. Með heimsókn sinni er póiski utanrikisráðherr- ann að endurgjalda heimsókn Einars Ágústsson- ar, utanrikisráðherra, til Póllands i mai mánuði 1973. Guðjón Matthiasson meðnýju nótnabókina. Ljósmynd VIsis Helena. „Fólk var að koma og biðja um nótur" segir Guðjón Matthíasson, sem gaf þó bara út nótnabók „Fólk var oft að koma til min og biðja mig að gefa sér nótur af lögum eftir mig. Þetta var sein- legt þvi' ég þurfti að skrifa upp nóturnar f hvertskipti, svo ég af- réö bara að gefa út bók meö nót- um af lögum eftijr mig,” sagöi Guðjón Matthiasson harmónikku- leikari þegar Visir ræddi viö hann. 1 bók Guðjóns eru 25 danslög, þar af erutextar viö 21. Mörglag- anna hefur Guöjón samiö sjálfur. Guðjóner löngu kunnur af tónlist- ariðkan sinni oghefur hann leikið bæöi i sjónvarp og útvarp. Mörg laganna i bókinni eru þekkt úr óskalagaþáttum útvarpsins og ' einnig hafa sum þeirra hlotið verðlaunasæti i danslagakeppn- um. Guðjön sagöi að sér hafi þótt veraskortur á góöum nótnabók- um fyrir danslög. „Þessi bók er fyrir fólk sem hefur áhuga á létt- ari músik,” sagöi hann. — EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.