Vísir - 16.09.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 16.09.1976, Blaðsíða 1
Siddegisblaó fyrir fjöiskyiduna Ma /jcggaw^^as NATO-œfingar stððva allt blindflug til Norðfjarðar Áætlunarflug til Norð- fjarðar hefur truflast nokkuð vegna heræfinga NATO á Norður-Atlants- hafi. Þetta eru umfangs- miklar æfingar, sem bæði skip og flugvélar taka þátt i, þar á meðal flugvélar frá varnarlið- inu i Keflavik. Ernst Gislason hjá flugumferðarstjórn sagði Visi i morgun að æfingasvæðið næði allt vestur að þrettándu gráðu. Það er alveg upp i landi og nær yfir að- flugsleið að Norðfirði. Afleiðingin er sú aö bannað er að fljúga blindflug til Norðfjarð- ar. Hinsvegar má fljúga þangað sjónflug, ef veð- ur leyfir. Bann þetta gildir til 23. september næstkomandi. Þetta hefur meðal annars komiö mður á nemendum Flensborg- arskóla sem fóru i hóp- ferð austur á firði. Það var samið við Flugfé- lagið um að flytja liðið og sækja til Egilsstaða. Áætlunin breyttist og var Flugfélagið beðið að sækja fólkið til Norð- fjarðar. Það var auðsótt mál i fyrstu, en svo komu fyrrnefndar tak- markanir i ljós og var þá fólkinu tilkynnt um það og þvi bent á að best væri að fara til Egils- staða aftur. Haustslikja Göngur og réttir eru í algleymingi þessa dagana og fjárrekstrar algeng sjón víðs vegar um landið. Haustiðer fariðað segja til sín, gulleitri slikju slær á svæði, sem nýlega voru fagurgræn. Þá sjón, sem hér ber fyrir augu hef ur getið að líta á hverju hausti f rá því að land byggðist og má því segja að þetta sé tákn- ræn haustmynd. Það var Gunnar Hannesson, Ijós- myndari, sem tók þessa mynd í námunda við Heklu, en í kvöld verður einmitt opnuð sýning á Kjarvals- stöðum á völdum myndum úr hinu geysimikla lit- myndasafni hans. Atvinnufyrirtæki hér á landi verja mjög litlu fé til rann- sóknastarfsemi miöaö viö fvrir- tæki i nágranna löndum okkar. Aftur á móti koma 86% af þvi fjármagni, sem variö er til rannsóknastarfsemi hér á landi úr opinberum sjóöum. Þessar upplýsingar koma fram i þætti Keynis Hugasonar, verkfræö- ings, framfarir og tækniþróun, á 9. siöu Vísis í dag. Reynir segir, að forsenda þess aö islensk atvinnufyrirtæki geti staöist harönandi erlenda sam- keppni sé, aö þau geti sifellt komiö meö nýjar og endurbætt- ar vörur á markaðinn, sem séu tæknilega fullKomnari og ódýr- ari en erlendu vörurnar. Þess vegna þurfi atvinnufyrirtækin aö stunda verulega rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Niöur- staöa hans er sú, aö tifalda þurfi framlögin til rannsóknarstarf- semi ef islenskur iönaöur og mannvirkjagerö eigi. aö geta eflst aö marki á næstu árum. —ÓR. „Atvinnufyrirtœki verja of litlu fé til rannsókna"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.