Vísir - 23.09.1976, Qupperneq 1
Siódegisblaö fyrir
fJöisHyiduna
alla /i <--) i
Fimmtudagur 23. september 1976 228. tbl. 66. árg.
Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður spyr:
Var einhverju leynt
fyrir saksóknara?
,,Var rikissaksóknari, Þórður Björnsson, (vis-
vitandi) leyndur einhverjum staðreyndum um
sjónvarpssmyglmálið? ” spyr Haukur Guðmunds-
son, rannsóknarlögreglumaður, vegna þeirrar
ákvörðunar saksóknarans að fela Sakadómi
Reykjavikur meðferð þess.
Mikið fjaðrafok hefur orðið útaf þvi að þeir
Haukur og Kristján Pétursson, fylgdu þessu máli
nokkuð eftir i sinum fritima. Það er ekki i fyrsta
skipti sem þeir félagar taka sér ólaunað sumarfri
til að geta unnið að einhverju máli.
Haukur gerir ýmsar athugasemdir við yfirlýs-
ingar sem hafa verið gefnar vegna Seltjarnarness-
ferðarinnar og hefur ýmsar spurningar að leggja
fyrir saksóknara. Sjá baksiðu.
—Ó.T.
Þa& er munur að eiga svona skólasystur sem fagnar manni'með faðmlögum þegar skólinn hefst á haustin. Þaö sýnir Uka a& mörgum er þaö
fagnaðarefni að byrja að nýju f skólanum eftir sumarfrfið. — Ljósmynd vísis: Jens.
Sjómenn ó línubátum á Vestfjörðum:
Neita að róa
Róðrar á stærri línu-
bátum á Vestfjörðum
liggja nú niðri þar sem
sjómenn hafa ekki viljað
láta skrá sig í skipsrúm.
Eru sjómenn með þessu
að mótmæla skiptapró-
sentunni sem þeir telja of
lága.
Vertiðarlok voru á Vestfjörð-
um nú 15. september. Afréðu þá
sjómenn á stærri linubátunum
að ráða sig ekki aftur. Hins veg-
ar róa skuttogarar og smærri
bátar áfram.
Róðrarstöðvunin nær um alla
Vestfirði eins og fyrr segir og
munu áhafnir um tiu til
fimmtán báta taka þátt i henni.
Hóta þeir að halda róðrarstöðv-
uninni áfram þar til viðunandi
leiðrétting fæst á skiptaprósent-
unni að þeirra dómi.
Róðrarstöðvunin er ekki
framkvæmd i nafni Alþýðu -
sambands Vestfjaröa.
—eko
Kortöflur hœttar að
berast úr Þykkvabœnum
„Eftir að haustverð var á-
kveðið hættu kartöflur að berast
úr Þykkvabænum,” sagöi Þorgils
Steinþórsson, skrif stofustjóri
Grænmetisverslunarinnar, I
samtali viö Vfsi I morgun.
Þorgils sagði að bændur þar
eystra segðust hafa ýmsum öðr-
um störfum að sinna og hefðu þeir
þvi ekki tima til að sinna kart-
öflunum. Taldi hann að vel mætti
vera að þar lægi óánægja með
verðlagsmálin að baki, en sér
vitanlega væri ekki um sölubann
að ræöa.
Að sögn Þorgils mun þó ekki
vera fyrirsjáanlegur neinn skort-
ur á kartöflum, þar sem nokkurt
magn erlendra kartaflna er enn
til hjá Grænmetisversluninni, en
búast má við aö nýjar innlendar
kartöflur verði ekki á boðstólum
næstu daga.
— SJ
Frjóls-
Hyggju-
menn og
útvarpið
okkar
— Sjó bls. 10
—~-------
KJÖT
HAKKAÐ
í ÞÁGU
LÆKNA-
í VÍSINDA
^ —Sjóbls^isj
Úrslit í
verðlauna-
samkeppni
Vísis og
Ittala
— Sjá bls. 2
f y
Einar Hákonarson
skrifar um sýningu
HALL-
DÓRS
PÉTURS-
| SONAR
— Sjá bls. 11
- J