Vísir


Vísir - 23.09.1976, Qupperneq 3

Vísir - 23.09.1976, Qupperneq 3
VISIR Fimmtudagur 23. september 1976 3 ALLIR BYGGINGARAÐILAR UNDANÞEGNIR TOLLUM OG SÖLUSKATTIAF BYGGINGAR- VÖRUM TIL JÁRNBLENDIFÉLAGSINS „Við höfum starfað á þeim grundvelli að bæði innlendir og er- .lendir aðilar sitji við sama borð, þegar um útboð er að ræða,” sagði Gunnar Sigurðs- son formaður stjórnar Járnblendifélagsins, i samtali við Visi en spurt var, hvort is- lenskir byggingaraðil- ar fengju niðurfellingu tolla og söluskatts á þvi efni sem þeir kæmu til með að nota við fram- kvæmdir á Grundar- tanga, en slikt ákvæði er i lögum um járn- blendiverksmiðju gagnvart útlendum byggingaraðilum. ,,Að visu eru ákvæði um þetta efni óskýr i lögunum, en við höfum vilyrði ráðherra fyrir þvi að islenskir sem erlendir byggingarað- ilar sitji við sama borð, þannig að islendingar þurfi ekki að borga tolla og söluskatt af byggingarefni sinu, en slikt mundi gera til- boðaaðstöðu islendinga vonlausa. Varðandi þær fram- kvæmdir sem eiga sér stað á Grundartanga núna, þ.e. bygging verkamannabústaða, er um þær að segja að tollar og söluskattur verður endurgreiddur til verktaka þar.” Saumakonurnar í lystireisunni bönuðu mink meö spýtum Þær uröu felmtri slegnar, saumakonurnar I Lystadún, sem voru i Iystireisu i Grafningi I gær, þegar kolsvartur minnkurinn spratt upp undan fótum þeirra. Þær tóku þó fljótt viö sér og hiupu allar á eftir minknum, sem sá þann kostinn vænstan aö leggjast til sunds I Hagavikinni. Saumakonurnar voru þó ekki af baki dottnar, heldur ráku minkinn meö grjótkasti á land aftur, þar sem þær unnu svo á honum meö spýtum og ööru lauslegu. Saumakonurnar, sem ekki vildu láta nafns sins getiö litu svo viö á VIsi I gærkveldi, til aö fá upplýsingar um, hvar þær mættu vitja veiöilaunanna. Þessa mynd tók Óli Tynes af bráöinni- Róðherra svar- ar fyrir sig —vegna ráðningar í embœtti aðstoðarskólastjóra Fjölbrautarskólans „Ég tel miklu varöa fyrir Fjöl- brautarskólann, sem er i mótun, að þar riki samstarfsvilji, góövild og gagnkvæmt traust,” segir i bréfi frá menntamálaráðherra, Vilhjálmi Hjálmarssyni, sem hann hefur sent út til aö skýra af- stöðu sina til ráðningar aðstoðar- skólastjóra við Fjölbrautar- skólann i Breiðholti. í bréfi þessu er skýrt frá þvi aö ráðherra hafi boríst bréf frá Guð- mundi Sveinssyni, skólastjóra Fjölbrautarskólans, þar sem hann mælir með Rögnvaldi Sæmundssyni sem aðstoðarskóla- stjóra að vandlega athuguðu máli. Guðmundur segir i bréfinu að Rögnvaldur” hafi þá fyllstu menntun sem krafist verði til að rækja umrætt starf og óvenju mikla reynslu i skólastjórn er hlýtur að teljast ávinningur, eink- um þegar þess er gætt að mikið og gott orð fer af forystu hans i þeim skóla sem hann hefur starfað lengst við” eins og segir i bréfinu. í bréfi ráðherra er einnig birt bréf fræðslustjóra, Kristjáns Gunnarssonar, þar sem fram kemur að hann telji að með tilliti til menntunar og starfsreynslu umsækjanda, er fram koma i um- sóknum, sé rétt að Rögnvaldur verði fyrstur á lista sem að- stoðarskólastjóri. Segir i lok bréfs menntamála- ráðherra að ákvörðunin um setn- ingu Rögnvalds i embætti að- stoðarskólastjóra byggist á sömu forsendum og fram koma i bréfum skólastjóra Fjölbrautar- skólans og fræöslustjóra. —RJ. Mjólkursamsalan ókveðin að loka KRÖFUGANGA Á LAUGARDAGINN Mjólkursamsalan telur sér alls ekki fært að hætta viö aö hætta rekstri mjólkurbúða og fela smá- söluna öðrum aðilum, segir með- al annars i svarbréfi Samsölunn- ar, til Samtaka gegn lokun mjólk- urbúða. 1 bréfinu segir að Samsalan geti ekki fallist á þær röksemdir að breytingar á sölukerfinu þurfi að leiða til verri þjónustu og lakara vörueftirlits. Kjarni málsins er þó sá að með lögum sem samþykkt voru á Al- þingi 17. mai siöastliðinn, var einkaréttur samsölunnar til sölu á mjólkurvörum, i smásölu, felld- ur niður. Samtökin gegn lokun mjólkur- búða hyggjast ekki sætta sig viö þessa niðurstöðu og boöa til kröfugöngu næstkomandi laugar- dag. 1 greinargerð frá samtökun- um, um bréf Mjólkursamsölunn- ar segir að hátekjumennirnir i stjórn hennar virðist ekkert tillit ætla að taka til þeirra kvenna sem vinna i mjólkurbúð- unum, né þeirra 17.500 sem skrif- uðu undir mótmælaskjalið. — óT Tónabœr TVEIR DANSLEIKIR Á VIKU Æskulýösráö Reykjavlkur stöövaöi skemmtanahald fyrir unglinga I Tónabæ eftir fyrstu helgi I september eins og kunn- ugt er. Þá var hópamyndun ut- anhúss og ástand hópa, orðiö meðþeim hætti, einkum á föstu- dagskvöldum, aö óviðunandi var. Á fundi mánudaginn 6. sept- ember kaus æskulýösráö vinnu- nefnd, er gera skyldi hið skjót- asta tillögur um framtiðarstöðu Tónabæjar i bráð og lengd. 1 nefndina voru valin: Bessi Jó- hannsdóttir, Jóhannes Long og Margrét Margeirsdóttir. Vinnu- nefndin lauk störfum og lagöi fram álit sitt á æskulýðsráðs- fundi 20. sept. Ráðið samþykkti samhljóða kaflann sem ber heitið Skammtimalausn, og er efnislega sammála öðru áliti nefndarinnar, en samþykkti aö fresta afgreiðslu þess. Tillögur þessar voru 1 gær lagðar fram og kynntar i borg- arráði. Það samþykkti sam- hljóða afgreiöslu æskulýðsráös á málinu. I kaflanum sem afgreiddur var, um skammtimalausn, kemur meðal annars fram að mánuðina október og nóvember 1976 verði á föstudags og laug- ardagskvöldum eingöngu diskó- tek. Dansleikir á föstudögum verðifrá klukkan 21-01 fyrir ald- urshópinn 17 ára og eldri. Dan- leikir á laugardögum veröi frá klukkan 20.30-00.30 fyrir 15-17 ára unglinga. Að loknu þvi timabili verði gerð itarleg út- tekt á þvi hvernig til hefur tek- ist. 1 samræmi við þær niður- stöður verði ákvörðun tekin um framhald á dansleikjahaldi á staðnum. Grundvallarskilyröi þess aö þetta sé framkvæmanlegt er að viljayfirlýsing liggi fyrir um aukiö eftirlit lögreglu i hverfinu. Auk þess verði rekin útideild I svipuðu formi og gert hefur ver- ið i tengslum við starfsemi Fellahellis. Eftirlit veröi allt herttil muna. Teknar verða upp umræður viö fræðsluyfirvöld i Reykjavik um skemmtanahald i skólum. Stefna beri að þvi að unglingar á skyldunámsstigi þurfi ekki að sækja skemmtanir út fyrir sitt skólahverfi. Einnig var samþykkt að end- urvekja Tónabæjarnefnd, m.a. til að auka fjölbreytni i starf- semi staðarins t.d. i formi ýmis konar klubbstarfsemi. T...'U'F'VJBHUi ERUM AÐ TAKA UPP NÝJAR SENDINGAR AF LITUÐUM KRISTAL TÉKK* KRISTALL Lqugavegi 15-sími 14320

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.