Vísir - 24.09.1976, Síða 1

Vísir - 24.09.1976, Síða 1
VÍSIB Siédegisblad fyrir\ fjölskylduna 7 1 alia /iGMi* _ Getum horft ó be| ^ i tí ' ‘••imsviSburi Föstudagur 24. september 1976 229. tbl. H6. árg. FLEST NAFNANNA I ÁVÍSANAKEDJUNNI TENGJAST KLÚBBNUM Reikningshafar þeir sem Seölabanki islands kærði meö bréfi 9. ágúst síðast- liðinn hafa nú allir verið yfirheyrðir. Einnig tveir menn sem ekki eru skráðir reikningshafar, en segjast eiga reikninga sem aðrir eru skráðir fyrir. Hrafn Bragason, umboðsdóm- ari sagði á fundi með fréttamönn- um klukkan þrjú i dag að þar sem þetta fólk hafi allt komið fyrir dóm, verið kynntar sakargiftir og fengið að tjá sig um þær, væru nöfn þess ekkert leyndarmál rannsóknarinnar vegna. Hann lagði á það þunga áherslu að þótt fjölmiðlar birti nöfnin, sé það enginn mælikvaröi á það hvort fólk sé sekt eða saklaust. Rannsóknin eigi einmitt að skera úr um það og henni sé ekki nærri lokið. Listi yfir þá sem yfirheyrðir hafa verið fyrir meint tékkamis- ferli. 1. Jón Ó. Ragnarsson 2. Ásgeir H. Eiriksson 3. Magnús Leópoldsson 4. Sigurbjörn Eiriksson 5. Guðmundur Þorvar Jónasson 6. Asgeir H. Magnússon 7. Hreiðar Albertsson 8. Eyþór Þórarinsson 9. Sigurjón Ingason 10. Arent Claessen 11. Guðjón Styrkársson 12. Valdimar Olsen 13. Haukur Hjaltason hefur verið yfirheyrður sem vitni. Tékkaútg. og framsöl enn óljós. 14. Hrafnhildur Valdimarsdóttir 15. Jóna Sigurðardóttir 16. Björk Valsdóttir 17. Sigriður Sörensdóttir Fleiri hafa enn ekki verið yfir- heyrðir fyrir meint tékkamisferli i þessari rannsókn enda eru ekki aðrir kenndir við þá reikninga sem enn hafa verið teknir til rannsóknar. Yfirdráttarheimildir veittar Ýmsir bankamenn hafa komið fyrir dóminn sem vitni siðustu vikuna og þeir hafa staðfest að munnlegar yfirdráttarheimildir séu veittar, en telja það aðeins gert til skamms tima i einu. Mis- jafnlega tryggilega virðist gengið frá slikum yfirdráttarheimildum. Bankamennirnir hafa tjáð sig um nokkur þeirra reikningsyfir- lita sem liggja fyrir réttinum. Hefur þvi verið haldið fram um sum yfirlitin að þau veiti greini- lega visbendingu um keðjutékka- starfsemi, en svo er ekki talið um önnur. Hrafn kvaðst vilja undirstrika að tékki i keðju þarf ekki að vera bókaður innstæðulaus i reiknings- yfirliti og ekki heldur að falla ut- an yfirdráttarheimildar, þvi bjarga mátti innstæðuleysinu með öðrum tékka, áður en fyrri tékkinn kom til bókunar.óT/EKC & EINVIGI í SJÓN- Kappræða forsetaframbjóðendanna_, Carters og Fords, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, hófst i gærkvöldi. — Mátti ekki a milli sjá, hvorum vegnaöi betur, þótt stuðningsmenn begg]a hrósuðu hvorir um sig sigri. Skoðanakönnun, sem gerð var strax eftir utsendinguna, benti þó til þess, að Ford hefði komið beíur fyrir, — Þessi simamynd barst Visi frá NTB i morgun frá kappræðunni i nótt. N ánari frettir eru á bls. 5 FRÉTTARITARI VÍSIS í PEKING SKRIFAR UM ÁSTANDIÐ í KÍNA EFTIR LÁT MAOS Tengsl reiknings- hafanno Nafnalistinn var valinn i fram- haldi kæru Seðlabanka Islands til Sakadóms Reykjavikur vegna meints tékkamisferlis forsvars- manna Veitingahússins borgar- tún 32 og Hreiðars Albertssonar. Nöfnin voru valin vegna meintra tengsla innbyrðis. Samkvæmt framburðum reikningshafa eru tengslin þessi: 1—2. Jón. Ó Ragnarsson og Asgeir H. Eiriksson eiga ásamt forsvarsmönnum Veitingahúss- ins Borgartún 32 aðild að flestum tékkanna og þessir aðilar allir tengjast. 3—4. Forsvarsmaður Veitinga- hússins er nú aðallega Magnús Leópoldsson, en Sigurbjörn Eiriksson á húsið sem veitinga- húsið starfar i og tékkatengsl eru mikil þarna á milli. 5. Guðmundur Þorvar Jónasson tengist Asgeiri H. Eirikssyni og forsvarsmönnum veitingahússins Borgartúni 32. 6. Asgeir H. Magnússon tengist Jóni Ó. Ragnarssyni og Ásgeiri H. Eirikssyni. 7. Hreiöar Albertsson tengist Asgeiri H. Eirikssyni, Veitinga- húsinu Borgartúni 32, Jóni Ó. Ragnarssyni og Eyþóri Þórarins- syni. 8. Eyþór Þórarinsson tengist Ásgeiri H. Eirikssyni, Hreiðari Albertssyni og forsvarsmönnum Veitingahússins Borgartún 32. 9. Sigurjón Ingason tengist for- svarsmönnum Veitingahússins Rorgartún 32. 10. Arent Claessen tengist Jóni Ragnarssyni 11. Guðjón Styrkársson tengist Jóni Ragnarssyni. 12—13. Haukur Hjaltason og Valdimar Olsen ávisa á sitt hvorn reikninginn ásamt Ásgeiri H. Eirikssyni. Hver hlutur þeirra er i útgefnum ávisunum er óljós enn. 14, 15, 16, 17. Hrafnhildur Valdi- marsdóttir er kona Jóns Ó. Ragnarssonar, Jóna Siguröardóttir er kona Ásgeirs H. Magnússonar, Björk Valsdóttir er kona Magnúsar Leópoldssonar, Sigriður Sörensdóttir er starfs- stúlka i Veitingahúsinu Borgar- tún 32. Sammerkt aðild þessara kvenna er það að þær segjast gefa út tékka og vera skrifaöar fyrir reikningum sem aðrir sjái alfarið um. Tengsl þau sem hér er rætt um eru samkvæmt framburðum reikningshafa lán sem gengið hafa á milli þeirra. Sjónvarp í kvöld Sjónvarpsdeilan hefur nú verið leyst og mun i kvöld veröa sjónvarpað dagskrá þeirri sem vera átti sl. föstudagskvöld. Sagt er frá þeirri dagskrá inni i blað- inu, en nánar er fjallað um lausn deilunnar á baksíðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.