Vísir - 24.09.1976, Síða 4

Vísir - 24.09.1976, Síða 4
Föstudagur 24. september 1976 VISIB Raymond Barre, hinn nýi forsætisráöherra Frakklands, brosir þótt hann biásind á norðan. Efnahagsaðgerðir Barre mœta verkfallshótunum Dómur Patty í Dóms er að vænta f dag yfir Patriciu Hearst, milljóneradótt- urinni. — Hún hefur i fyrri réttar- höldum verið fundin sek um hlut- deild i bankaráni, sem Symbioneskiski frelsisherinn framdi I San Francisco 1974. Frá þvi i mars i vor hefur Patty sætt geðrannsókn og varðhaldi. Hún var dæmd i 35 ára fangelsi til bráðabirgða, en dómari hennar ætlaði að breyta dómnum með til- liti til niðurstöðu læknisrann- sóknarinnar. Skóla- skúta i óveðrí Norska skólaskútan, Christian Radich, and- æfði i morgun og gerði ekki annað en halda sjó, eftir að hún hafði lent i fellibyl, sem tætt hafði af henni niu stærstu seglin. Þessi 676 smálesta seglskúta sendi út neyðarkall, þar sem hún var stödd á Atlantshafi, og urðu tvö frönsk skip, herskip og veður- skip, fyrst til að bregða við. Tiu skip á Biscayaflóa héldu skútunni til aðstoðar og voru til taks. Um borð i skútunni er 103 manna áhöfn, flestir kadettar i norska sjóhernum. Stærstu verkalýðs- samtök frakka hafa boð- að til sólarhrings verk- falls i næsta mánuði til að mótmæla verðbólgu- aðgerðum stjórnarinn- ar, sem fela i sér verð- stöðvun, launafrystingu og hækkun kostnaðar við rekstur bifreiða. Tvær stærstu verkalýðsfylking- ar Frakklands hafa algerlega hafnað verðbólguaðgerðum, sem hinm nýi forsætisráðherra Frakklands, Raymond Barre, boðaði á þriðjudaginn. Verkfallið hefur verið boðað 7. október. Barre boðaði, að hámarks- launahækkun á árinu 1977 mætti ekki fara upp fyrir 6,5%, vöru- verð ekki hækka fram að áramót- um, en umtalsverðar hækkanir eru fyrirsjáanlegar á bensini, bilaskatti og áfengi. Hann hefur visað á bug and- mælum vinstrimanna viö þessum aðgerðum, og hélt þvi fram i út- varpsviðtali, að stefna þeirra mundi kalla óðaverðbólgu yfir Frakkland og einangra þaö á alþjóðavettvangi. BLÖKKUMENN BEITA HNlFUM GEGN HVÍT- UM í S-AFRÍKU Hundruð ungra blökkumanna fóru ham- förum i miðborg Jó- hannesarborgar i gær, og fengu hvitir borgarar þar smjörþefinn af þvi, sem þeir gætu átt i vændum, þegar blökku- menn taka völdin i land- inu. Tíu hvitir menn særð- ust i þessum átökum, sem stóðu i eina klukku- stund. Flestir þeirra höfðu hlotið hnifsstung- ur. Vel vopnaðir lögreglumenn gengu fram af fullri hörku við aö komaá ró aftur, og beittu kylfum sinum miskunnarlaust á hina hörundsdökku stúdenta. Um 400 blökkumenn voru handteknir. Það þykir vera vafalaust, að þessi kröfuganga hafi verið skipulögð fyrirfram og ætlunin með henni að sýna hvitum yfir hverju blökkumannasamtökin búa. Eru þetta fyrstu mótmælin, sem efnt er til f hverfi hvitra i Jóhannesarborg. Göngumenn brutu rúður i verslunum, vörpuðu ikveikju- sprengjum og lögðu hnifum til þeirra, sem stóðu i vegi fyrir þeim. Meðal hinna mest særðu var 82 ára gamall maður, sem stunginn hafði verið i bakið. Einn blökkumanna var særður skotsári af hvitum borgara, sem uppástóð að pilturinn hefði brugð- ið hnifi aö hálsi annars hvits manns. VERÐUR ALLT STARFIÐ UNNIÐ Hætta þykir orðin á þvi, að Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem spannar yfir allt frá frjálsum siglingum skipa um höfin til ástarlifs ál- anna, sé að komast i strand. Eftir fimm þingsetur, sem teygst hafa yfir timabilið frá desember 1973, þar sem þessi stærsta diplómatasamkoma sögunnar hefur náð einingu um mörg veigamikil atriði, situr nú allt fast i botni. Það næst ekki samkomulag um, hverjir nýta skuli eða hvernig auðlindir hafs- botnsins, sem lenda mun utan auðlindalögsögu strandrikja. Dregst enn á langinn A föstudaginn i siðustu viku lauk fimmta áfanga hafréttarráð- stefnunnar, og hafði hann staöið i sjö vikur samfleytt. En eitt af þvi fáa, sem fékkst endanlega samþykkt þá, var einfaldlega að hittast aftur til áframhaldandi skrafs og ráðagerða þann 23. mai næsta árs. Þannig var enn slegið á frest til næsta árs veigamiklum atriöum, sem ekki hefur tekist að ná samkomulagi um, þrátt fyrir fimm langa fundi á tæpum þremur árum. Hafa þeir, sem hvöttu á sinum tima islensk stjórnvöld til að biða ekki með útfærslu landhelginnar til niöurstöðu hafréttarráöstefnunnar — vegna þess hve hún gæti dregist á langinn — reynst óþarflega sannspáir. Ollu alvarlegra er þó hitt, að hrakspár hinna svartsýnustu kunna ef til vill lika aö ræt- ast, og að niðurstaða fáist aldrei. Rennur ráðstefnan út i sandinn? Náist til dæmis ekki i sjötta áfanga ráöstefnunnar samstaða um, hvernig búa skuli svo um hnútana, að auðlindir hafsbotnsins komi mannkyninu öllu til góða, þykir hætt viö, aö hafréttarráðstefnuhald- iö falli um sjálft sig, og að sendinefndir þeirra 150 rikja, sem aöilar eru að henni, fari hver sina leiö. Kviöa menn þvi, að þá mundi hefjast eitt allsherjarkapphlaup, þar sem hver og einn keppist við að skera sér sem stærsta bita af kökunni, eða réttara sagt hafsbotninum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.