Vísir - 24.09.1976, Page 5

Vísir - 24.09.1976, Page 5
VISIR Föstudagur 24. september 1976 KAPPRÆÐA FORDS OG CARTERS Keppinautarnir, Ger- hesta sina i sjónvarpi i ald . Ford og Jimmy nótt og er talið að um Carter, leiddu saman 100 milljón manna i Bandarikjunum hafi fylgst með orða- skylmingum þeirra. Naumast höfðu þeir fyrr stigið úr ræðu- stólnum, en talsmenn beggja tóku að fagna unnum sigri sins ræðu- manns. Ford fékk betri einkunn Skoðanakönnun, sem gerð var strax að lokinni kappræðunni, benti til þess, að Ford forseti hefði þótt koma betur fyrir. — En það er margra hald, að kjós- endur muni hrff’ast meir af fasi frambjóðandanna og fram- komu, en af málefnum, sem hvor um sig berst fyrir. Það var Public Broadcasting Service, sem kannaði skoðanir nær 600 fullorðinna sjónvarps- áhorfenda, og voru 39% þeirrar skoðunar, að Ford hefði yfir- höndina í einviginu, þegar hér erkomiðsögu. 31% meintu hins- vegar að Carter stæði betur að vfgi. 30% töldu jafnt á komið með þeim. Bilun i út- sendingunni Um 10 minútum fyrir lok út- sendingarinnar datt hljóðið út og stóð sú bilun i 27 minútur, en á meðan var sýnt aftur það sem á undan var komið. Var Carter Mótmœla Sovétmenn hafa mótmælt harð- lega við japönsk yfirvöld, að Mig-25 herþotan skuli tekin sund- ur og hernaðarsérfræðingar Japans og Bandarikjanna fái að snuðra i henni. Simitri Polyansky, sendiherra Sovét f Tokyo, sést hér koma frá utanrikisráðuneytinu, eftir að hafa borið upp mótmælin, og er að vonum þungur á svip. HAFRÉTTAR- FYRIR GÝG? Ekki alveg til einskis Enginn er samt svo bliridur, að hann teldi ráðstefnuna til einskis haldna. Um margt hefur náðst slík eining, að heita má, að það hafi hlotið alþjóðlega viöurkenningu og skilning í reyndinni, þótt ekki sé það skjalfest og undirritað. Og annað hefur þokast nógu langt I átt tilsamkomulags til þess að geta orðiðleiöarljós, ef einhver rlki gera með sér samninga. Þar mættinefna reglur, sem hafðar skuli f heiðri um frjálsar ferðir skipa um siglingaleiðir hafanna, eða verndunar- sjónarmið varðandi hinar og þessar fisktegundir. Hefur þegar markað stefnu Eitt af þýðingarmeiri atriöunum, sem náðst hefur meirihluta fylgi um og við islendingar mundum setja efst á listann, er fastá- kvörðun tólf mllna landhelgi og 200 mllna auðlindalögsögu, sem hvert strandrlki hefur eitt umráð yfir og eftirlit með. — Vandamál þvi náskylt er hinsvegar enn óleyst. Spurningin um hvaða rétt ná- grannariki slikra strandríkja, land, sem ekki liggur að sjó, og hvaða skyldur það hefur til þess hafsvæðis, sem fellur innan lögsögu strandrikisins. Meðal annarra veigamikilla atriða, sem drög að alþjóöareglum hafa veriðgerð um, eru hafrannsóknir, mengunareftirlit og leiðir til aðleysa ágreiningsmál. Endanlegur frágangur þessara mála blður samt næsta árs. Sáttmálinn aðalatriðið Ef hafréttarráðstefnan rennur út I sandinn, er ekki vonlaust, að þessi árangur gæti samt komið þjóðum heims til góða. En það er fremur veik von og óljós, þvi að menn líta á öll mál og alla mála- flokka ráðstefnunnar sem eina heild, er felld skuli inn I einn alls- herjarsáttmála. Hvaða smámál, eða stórmál, sem samkomulag strandaðiá, getur leitt til þess að sá sáttmáli liti aldrei dagsins ljós. Þannig séð mundi allt starfið unnið fyrir gýg. Hafsbotnsmálið Þess konar mál óttast menn að hafsbotnsmálið ætli að verða. Þar stendur.hnlfurinn þannig I kúnni, aö mönnum sýnist tvennt um. Sumirvilja.að sett verði á laggirnar alheims hafsbotnsráð, sem út- , hluti einstökum ríkjum eða einkafyrirtækjum leyfi til vinnslu auö- lind hafsbotnsins. Aðrir vilja, að sett verði upp úthlutunarkerfi, sem tryggi rlkjum eða fyrirtækjum aðgang að ákveönum hafsvæðum, þar sem þau geti freistað gæfunnar. að tala, þegar hljóðið fór af, og hélt hann áfram um hríð, án þess að gera sér grein fyrir biluninni, eða þar til tæknimenn gerðu honum viðvart. Stóðu ræðukapparnir þegj- andi og biðu, meðan viðgerðar- menn kipptu hlutunum I lag. Fengu þeir siðan tækifæri til að segja sin lokaorð, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Meðan þeir biðu eftir við- gerðarmönnunum virtist Carter ánægður að sjá, en Ford stóð harður á svip með hendur á mjöðmum, óþolinmóður eftir framhaldi bardagans. Carter „Bandarikjamenn hafa verið sniðgengnir, stundum hefur verið villt um fyrir þeim, stund- um logið. — Við þörfnumst stjórnar, sem er næm fyrir þörf- um þjóðarinnar,” sagöi Jimmy Carter. „Forysta okkar hefur verið annars flokks. Við höfum misst stjórnar á þvi, hvað land okkar er eða hvað það hefur verið.’ Ræða hans þótti bergmála boðskapinn, sem hann flutti, þegar hann tók útnefningu flokksþings demókrata I júlí. — Hann lýsti yfir: „Stjórn okkar er, þrátt fyrir Kambodlu, Viet- nam, CIA og Watergate, besta stjórn i heimi.” Ford Ford svaraði með beinni árás á kosningaloforð Carters. — „Forseti ætti aldrei að lofa meira, en hann er maður til að standa við. Forsetinn getur aldrei orðið öllum allt.” Hann kvað kosningabarátt- una ganga út á það, „hvort þið eigið að kjósa kosningaloforö hans, eða frammistöðu mlna i Hvlta húsinu slðustu tvö ár.” Kappræðan I gær var fyrsti áfangi þriggja, og snerist að þessu sinni um innanlandsmál- efni og efnahagsmál. Utanrikis- stefna og almenn málefni biða næsta mánaðar. Mestan hluta kappræðunnar voru frambjóðendurnir stilltir I orðum, en þegar blaðamennirn- ir þrfr, sem beindu spurningum til þeirra, leiddu talið að heiðar- leika stjórnmálamanna, hitnaði i kolunum. Það var Carter, sem þótti sveifla þar beittasta brandi kvöldsins. Ford forseti hélt þvi fram, að með sér hefði ráð- vendnin tekið bólfestu að nýju I Hvlta húsinu. — „Vandinn við stjórnina liggur hjá þinginu. Siðgæði þingmanna er vafa undirorpið.” Carter svaraði um hæl: „Ég held, að það sé einungis rétt- mætt, að hann (forsetinn) beri ábyrgð á Nixon-stjórninni, sem hann átti sæti i.” Ef frá er talið, að forsetinn hafði komist hjá öðru Water- gatehneyksli, hélt Carter þvi fram, að Ford heföi ekki komið einu eða neinu máli til leiðar fyrir land sitt. Stilltir i orðum Atlaga Carters TILRÆÐI i EÞÍÓPÍU Mengistu Haile Mari- am, majór og varafor- manni herforingja- stjórnar Eþiópiu, var sýnt banatilræði i gær- kvöldi, eftir þvi sem út- varpið i Addis Ababa segir. í fréttum þess i morg- un segir, að majórinn, sem er valdamesti mað- ur Eþiópiu, hafi verið i þann veginn að stiga inn á heimili sitt i gær- kvöldi, komandi frá vinnu, þegar honum var sýnt tilræðið. Ber það upp á sama tima og heyra mátti i höfuðborginni harða skotrimmu og spreng- ingar. Stóð sú skothrið i nær fimm minútur, og þekkti fólkið þar geltið i vélbyssu og hvelli úr minni skotvopnum. En frekari fréttir hafa ekki borist af þessum atburð- um

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.