Vísir - 24.09.1976, Síða 11
VISIR Föstudagur 24. september 1976
11
Leiðtogi stærstu þjóðar
heims, formaður fjölmennasta
kommúnistaflokks heims, Maó
Tse Tung er látinn.
Efalaust hefur enginn þjóðar-
leiðtogi eða byltingarleiðtogi
verið syrgður af jafnmörgum
milljónum við dauða sinn og
Maó formaður.
Þó svo að vitað hafi verið að
Maó hafi verið alvarlega sjúkur
um nokkurn tima þá er lát hans
samt alvarlegt áfall fyrir kín-
versku þjóðina og alla heims-
hreyfingu þeirra byltingarsinna
sem fylgdu leiðsögn hans.
Áríðandi fréttatil-
kynning
Maó Tse Tung lést rétt eftir
miðnætti 9. september. Samt er
það ekki fyrr en liðlega kl. 2 að
Peking tima sem tilkynnt er að
kl. 4 yrði útvarpað áriðandi
fréttatilkynningu um gervallt
kinaveldi i öllum útvarps-
stöðvum. Þá þegar mátti geta
til um innihald fréttatilkynn-
ingarinnar. Engum stökk bros á
vör og allir bjuggu sig undir hið
versta. Einstaka felldu tár
þannig að augljóst var aö sumir
höfðu þegar frétt af dauða leiö-
toga sins.
Rétt fyrir fjögur var öllum
erlendum nemendum við
Pekingháskóla, rúmlega tvö
hundruð manns, safnað saman i
matsal okkar til að hlusta á til-
kynninguna.
1 salnum rikti dauöaþögn.
Þegar þulurinn byrjaði að tala,
lýsti yfir þjóðarsorg og þvi að
leiðtogi klnversku þjóðarinnar,
félagi Maó Tse Tung væri látinn
þá fáruðust margir nemend-
anna. Við sátum þarna i nærri
eins klukkustund og hlustuðum
á fréttatilkynninguna aftur og
aftur. Það var eins og við
vildum ekki trúa þessu þó svo aö
allir hafi i raun og veru átt von á
fráfalli formannsins hvenær
sem væri. Er hér var komið stóð
einn af leiðandi mönnum Pek-
borgar má sumstaðar sjá raðir
fólks sem gengur hægt með
kransa i farabroddi. Annars er
frekar fátt fólk á ferli og i heild
finnst mér kinverjar bera sig
nokkuðvel. Grátbólgin augu eru
að visu ekki óalgeng sjón og
allir eru sorgmæddir á svip, en
athafnalif höfuðborgarinnar
heldur samt áfram að miklu
leyti ótruflað, búðir eru opnar
og fólk stundar vinnu sina.
I gærkveldi sá ég þar sem var
sjónvarpað frá Hinum Mikla Sal
Alþýðunnar er leiðtogar þjóðar-
innar gengu framhjá liki Maós
til að votta honum virðingu sina.
Einnig var sýnt þegar fulltrúar
þjóðernisminnihluta og nem-
endur við Þjóðernisminnihluta
háskólann i Peking gengu
framhjá liki Maós, flestir flóðu i
tárum. Og kinverjarnir sem
horfðu á útsendinguna brustu
nær undantekningarlaust i grát.
1 morgun 13. september,
fengum við leyfi til að fara til
Hins Mikla Salar Alþýðunnar og
ganga framhjá liki formanns
Maós Tse Tungs. Að sjálfsögðu
fórum við öll.
Frá Pekingháskóla til Torgs
Hins Himneska Friðar og Hins
Mikla Salar Alþýðunnar er um
það bil hálftima akstur. Allan
þann tima mælti enginn orð frá
vörum, né heldur á bakaleið-
inni.
Er við gengum fram hjá liki
Maós Tse Tungs formanns þar
sem hann lá i glerkistu áttu
margir erfitt með að halda aftur
af tárunum sem vildu brjótast
fram og eins þegar við tókum i
hendurnar á þeim leiðtogum
landsins sem stóðu þar hjá.
Enginn okkar mun nokkru sinni
gleyma þessari stundu.
Maó hverfur ekki úr
kinversku stjórnmála-
lifi.
Ég býst við að kinverjar haldi
áfram að syrgja leiðtoga sinn
með svipuðum hætti, a.m.k. til
Erfítt dð nugso sér Kína ón Maós
ingháskóla á fætur og tilkynnti
okkur lágri röddu að við
gætum snúið til herbergja okkar
en það yrði önnur tilkynning upp
úr kl. 6.
Allir uppteknir við að
gera kransa
Það var vart að menn mæltu
orð af vörum næstu klukku-
stundimar. Rúmlega kl. 6 var
tilkynnt að þjóðarsorg skyldi
rikja i Kinaveldi til 18.
september. Ennfremur skyldu
samyrkjubú, verksmiðjur,
skólar og aðrar stofnanir sjá um
að undirbúa minningarathöfn
sjálfar. Þá var einnig nánar
tekið fram um fyrirkomulag
minningarathafna i höfuðborg-
inni og sagt að það væri ekki
farið fram á að erlendir þjóö-
höfðingjar kæmu tii aö veröa
viðstaddir útförina.
Strax þetta sama kvöld var
tekið til við að útbúa blóm-
sveiga. Má segja að á vissan
hátt hafi fólk fengið útrás fyrir
sorg sina. Allir voru uppteknir
við að gera kransa. Jafnvel
erlendir nemendur hér tóku sig
einnig til. Fyrstir byrjuðu viet-
nömsku nemendurnir sem
virtust taka fráfall Maós for-
manns ákaflega nærri sér.
Siðan byrjuðum við hver þjóðin
á fætur annarri. Viö, norður-
landabúar slógum saman i að
gera einn krans enda erum við
ekki nema 7 alls hér sem
stendur.
Og áfram daginn eftir
Samtals útbjuggju erlendir
nemendur i Pekingháskóla
u.þ.b. tiu stóra blómsveiga.
Voru þeir minnstu um mann-
hæðaháir, enda kepptust allir
við að hafa sina kransa sem
stærsta og veglegasta til aö sina
með þvi virðingu sina fyrir
hinum látna formanni. Var
unnið að kransagerðinni fram á
rauða nótt og átti það jafnt við
um alla en annars eru kinverjar
kvöldsvæfir með afbrigöum.
C
Ragnar Baldursson
skrifar frá Peking
Það var eins og enginn gæti
farið að sofa þetta kvöld.
Morguninn eftir var samt
vaknað eldsnemma og haldið
áfram við kransagerðina og
þeir sem enn höfðu ekki byrjað
lögðu nú einnig hönd á plóginn.
Að kveldi þess 10. september
héldum við hljóð og niðurlút i
hóp með blómsveigana inn i há-
tiðarsal Pekingháskóla. Þá
hafði verið stöðugur straumur
fólks með kransa þangað allan
daginn. Eru þeir sjálfsagt i þús-
undum kransarnir sem hafa
verið gerðir i Pekingháskóla
einum saman.
Þann 11. september var
stöðugur straumur fólks inn i
þennan sorgarsal til að veita fé-
laga Maó Tse Tung sina siðustu
kveðju. Við gerðum einnig hið
sama, héldum þangað i einum
hóp og stóðum nokkra stund
þögul fyrir framan mynd af
Maó formanni. Sumir grétu.
Athafnalifið heldur
áfram
1 gær, þann 12. september var
enn stöðugur straumur þúsunda
manna inn i þennan sal i
Pekingháskóla sem er aðeins
einn af óteljandi sorgarsölum i
Pekingborg einni saman. Enda-
lausar raðir fólks með sorgar-
bönd á vinstri handlegg.
Ef hjólað er um götur Peking-
þess átjánda sept. og liklega
lengur. Það er ekki auðvelt fyrir
fjölmennustu þjóð veraldar að
segja skilið við þann leiðtoga
sem leiddi hana undan
hlekkjum iénsveldis, heims-
valdastefnu og hungursneyðar.
Hér reynir enginn að geta upp
á neinum eftirmanni Maós for-
manns enda eru flestir gömlu
byltingarleiðtoganna ýmist
fallnir i valinn eða heilsuveilir
vegna elli. Er i raun óliklegt að
mokkur taki beinlinis við hlut-
verki Maós i kinversku þjóðfé-
lagi á næstunni og jafnvel næstu
árin.
Það verður vissulega að
segjast að það er erfitt að hugsa
sér Kina án félaga Maós Tse
Tungs i forsæti. En Maó kemur i
raun og veru ekki til meö að
hverfa úr kinversku stjórn-
málalifi á næstunni, það er
öruggt. Vigorð kinverja i dag
eru meðal annars: „Hugsun
Maós Tse Tungs er ódauðleg”
og „Hin mikla menningarbylt-
ing öreiganna er ódauðleg”.
Múgurinn þyrpist aö svo þúsundum skiptir til aö votta hinum látna Ieiötoga sínum virðingu sina.