Vísir - 24.09.1976, Síða 19
Sjónvarp klukkan 21.35;
Allt frœgir Holly-
woodleikaror!
Þaö er kempan Lee J. Cobb
sem leikur eitt aöalhlutverkiö i
myndinni „Boomerang” i kvöld
klukkan 21.35.
Coob fæddist i New York áriö
1911. Eftir að hafa leikið 22 hlut-
verk á sviði hóf hann kvik-
myndaleik i myndinni „North of
the Rio Grande” áriö 1937. Sföan
hefur hann leikið i fjölmörgum
myndum og sjónvarpsþáttum,
m.a. i islenska sjónvarpinu fyrir
nokkrum árum i myndaflokkn-
um um Virginiumanninn.
Likamsbygging hans og rólegt
yfirbragö gerðu þaö aö verkum
að hann valdist oft i hlutverk
valdamikilla manna.
Lee J. Cobb lést fyrr á þessu
ári 65 ára að aldri.
Auk hans eru i aðalhlutverk-
um i myndinni þau Dana An-
drews, Jane Wyatt og Arthur
Kennedy, allt frægir
Hoolywoodleikarar.
Myndinni, sem í islenskri þýð-
ingu hefur hlotið nafnið: „Sekur
eða saklaus?” stjórnar Elia
Kazan, einn virtasti leikstjóri
sem unnið hefur i Bandarikjun-
um. Hann er þekktur fyrir sam-
vinnu sina við stórstirnin James
Dean og Marlon Brando. Árið
1955 gerði hann sina frægustu
mynd: „East of Eden” eftir
sögu John Steinbeck og þar lék
einmitt James Dean aðalhlut-
verkið.
—GA
Cr myndinni „Sekur eöa saklaus” (Boomerang). Sagan greinir frá þvi aö prestur er skotinn til bana.
Moröinginn kemst undan og finnst ekki þrátt fyrir mikla leit. Kosningar eru á næsta leiti og þvi til mikils
aö vinna fyrir lögreglu og saksóknara aö standa sig, ekki síst þar sem stjórnarandstæöingar hyggjast
gera sér mat úr málinu og sina fram á getuleysi þeirra.
Óskar Ingimarsson þýddi myndina, sem er byggö á sannsögulegum heimildum.
Útvarp klukkqn 22.40:
ÁFANGAR
Guðni Rúnar og Asmundur viö upptöku.
„Við verðum með tónlist úr
öllum áttum i þættinum i kvöld,
þó mest beri reyndar á jass eða
jasskenndri tónlist”, sögðu þeir
Asmundur Jónsson og Guðni
Rúnar Agnarsson i samtali við
Visi, en þeir sjá um þáttinn
Afangar i kvöld. Þáttur þessi
hefur nú gengið i nokkur ár og
fara vinsældir hans sist dvin-
andi, enda geta menn kveikt á
útvarpinu fullvissir um að
heyra vandaða tónlist og nokkuð
ýtarlegar kynningar á þeim
sem hana flytja.
,,Við kynnum m .a. i kvöld nýtt
verk eftir Neil Ardley, sem heit-
ir Kaleidoscope of Rainbows, en
þessi plata hefur hvarvetna
fengið frábæra dóma og verið
skipað á bekk með meistara-
verkum nútimans bæði i jass og
rokktónlist.
Auk þess að semja tónlist er
Neil Ardley einnig virtur barna-
bókahöfundur i Bretlandi, en
segja má að hann hafi hafist til
vegs og virðingar árið 1964, og
þá allt i senn, sem tónskáld,
pianóleikari og stjórnandi.”
Margt annað verður í þættin-
um, meðal annars heldur ný-
stárleg túlkun hljómsveitar á
helstu verkum gömlu meistar-
anna.
— GA
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: „Grænn
varstu, dalur” eftir
Richard Llewelyn Ólafur
Jóh. Sigurðsson islenzkaöi.
Óskar Halldórsson les (12).
15.00 Miðdegistónleikar
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 Feröaþættir eftir Bjarna
Sæmundsson fiskifræðing
Óskar Ingimarsson les úr
bókinni „Um láð og lög”
(7).
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mól Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 Iþróttir Umsjón : Jón
Asgeirsson.
20.00 Sinfóniskir tónieikar frá
svissneska útvarpinu
20.40 Gamli hundurinn Ásgeir
Guðmundsson iðnskóla-
kennari flytur hugleiðingu.
20.55 Frá tónlistarhátið i
Björgvin.
21.30 Ctvarpssagan: „öxin”
eftir Mihail Sadoveanu.
Dagur Þorleifsson les þýö-
ingu sina (12).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir 1 deiglunni
Baldur Guðlaugsson sér um
viðræðuþátt.
22.40 Áfangar
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kirgisarnir i Afganistan
Bresk heimildamynd um
Kirgisa, 2000 manna þjóð-
flokk, sem býr i tjöldum i
nærri 5000 metra hæð á há-
sléttu i Afganistan.
21.35 Sekur eða saklaus?
(Boomerang) Bandarisk
biómynd frá árinu 1947.
Leikstjóri Elia Kazan. Aðal-
hlutverk Dana Andrews,
Jane Wyatt, Lee J. Cobb og
Arthur Kennedy. Sagan,
sem byggð er á sannsögu-
legum atburðum, gerist i
Fairport i Connecticut.
Prestur er skotinn til bana.
Mikil leit er hafin að
morðingjanum, en hann
finnst ekki
23.00 Dagski'áriok
AFDREP ER ALIRA NAUÐSYN
28644
afdrep
FASTEIGNASALAN
Fasteignasalan er opin alla virka
daga frá kl. 8 til 19. Laugardaga
frá kl. 9 til 17. Finnur Karlsson,
sölumaður, sími heima 25838.
Garðastræti 42 Reykjavik Simi: 2 86 44 Valgarður Sigurðsson lögfræðingur.
E
SÉRTILBOÐ
A 11 A G K V Æ M U M
KJÓRUM :
Skemmtileg risibúö i Skerja-
firði. ibúöin er nýstandsett
og skiptist í stofu, tvö stór
svefnherbergi, eldhús og
bað, samtals um 75 ferm.
llúsið nýmálaö. Stendur á
stórri eignarlóð.
Viö Vesturberg eigum viö 3ja
herbergja 85 ferm. ibúö I
fjölbýlishúsi.
ibúöin er nýstandsett.
öll sameign fullfrágengin.
Möguleiki á góöum greiðslu-
kj örum.
Einnig höfum viö aöra sér-
lega fallega 4ra-5 herbergja
Ibúö viö Vesturberg.
Gott verö ef samiö er strax.
i Kópavogi getum viö boöiö
gott einbýlishús á einum
besta stað i bænum.
Fokhelt 240 ferm. endaraö-
hús i Seljahverfi. Fæst á góð-.
um greiösluskilmálum ef
samiö er strax.
Við viljum minna á að um næstu helgi kemur út ný og vönduð söluskrá. Næsta
söluskrá kemur út bráðlega. Skráiðeign yðar sem fyrst.
LEITIÐ AFDREPS HJA OKKUR
1