Vísir - 24.09.1976, Síða 24
VlSIR
Föstudagur 24. september 1976
Bílþjófar á ferð
Þrir piltar undir 16
ára aldri gerðust heldur
stórtækir i bilaþjófnað-
inum i nótt sem leið.
Stálu þeir þá þrem bil-
um viðs vegar um bæ-
inn, og skemmdu þá
meira og minna auk
þess sem þeir skemmdu
aðra bila sem þeb* óku
utan i á þessu ferðalagi
sinu.
Fyrsta bilnum munu piltarnir
hafa stolið i Kópavogi i gær-
kvöldi. Oku þeir honum niöur i bæ
en ökuferð þeirra endaði við
Smáragötu, þar sem þeir óku á
annan bil og ljósastaur.
Þaðan hlupu þeir á brott og
héldu vestur i bæ, þar sem þeir
náðu sér i annað farartæki. Héldu
þeir á þvi i ökuferð um bæinn eða
þar til þeir fundu þriðja bilinn,
sem þeim leist mun betur á,
Var hann snarlega tekinn
traustataki, en ökuferðinni lauk
inn i Sogamýri, þar sem þeir óku
á annan bil og hlupu siðan á brott.
Lögreglan hafði hendur i hári
tveggja piltanna, og kom i ljós að
þeir höfðu einnig verið teknir um
siðustu helgi fyrir að stela bil.
Voru þeir þá fluttir á upptöku-
heimiiið i Kópavogi, en fengu að
fara þaðan i gærkvöldi, og tóku þá
strax upp þráðinn þar sem frá var
horfið þegar lögreglan hafði
hendur i hári þeirra fyrir nokkr-
um dögum. —^lp
Verkfall bor-
manna leyst
Verkfall það, sem staðið hafði i
eina viku hjá starfsmönnum við
minni borana hjá jarðborunum
rikisins, leystist á fundi i gær-
kveldi.
Að sögn borgils Jónassoriár,
fulltrúa hjá Orkustofnun, voru
gerðir svipaðir samningar við
starfsmenn minni boranna og
veriðhafa í gildi við stærstu bora,
sem i notkut. eruhjá jarðboruiium
ríkisins. Ekki sagði hann þó, að
launin hjá þeim, sem verið hefði i
verkfalli, hefðu hækkað til jafns
við laun þeirra, sem vinna við
stóru borana, en hækkunin væri
þö nokkuð í þá áttina.
Munu þvi væntanlega i dag
hefjast að nýju viða um land
boranir vegna hitaveitufram-
kvæmda, sem legið hafa niðri
undanfarna daga.
500 kindur drópust í Svartó í Húnavatnssýslu
Dauðar kindur fundust fyrir neðan bæinn Hvamm, sem er einum
sex kilómetrum neðar en slysstaðurinn. Ljósmyndir Unnar Agnars-
son. Blönduósi.
ÞtGAR STÍFLAN BRASJ ÞtYTTI ÁIN Á
UNDAN SíR HUNDRUDUM DAUÐRA KINDA
„Við sáum fyrstu dauðu kind-
ina i ánni niður við bæinn
Hvamm, sem er einum sex kiló-
metrum neðar en þar sem féð
fór i ána,” sagði Unnar Agnars-
son meinatæknir á sjúkrahúsinu
á Blönduósi, sem var meðal
þeirra sem komu að Svartá eftir
að um 5(10 fjár hafði drukknað
þar i gærmorgun.
„Það var óhugnanleg aðkoma
þarna,” bætti Unnar við. „Dautt
fé niður með árbökkunum og á
eyrunum i ánni, og menn að bisa
við að draga hræin á land. Þeg-
ar við vorum að fara var talan
komin upp i 426 kindur, en trú-
lega á hún eftir að hækka þvi
eftir er að kanna ána fyrir neð-
an Hvamm.”
Það var snemma i gærmorg-
un sem féð rann í ána. Hafi það
verið i nátthaga um nóttina, og
var beðið eftir þvi að reka það
inn i Stafnsrétt, þar sem réttað
var i gær.
Girðingin sem féð var geymt i
lét sig á einum stað, og komust
nokkrar kindur þar út. Við það
myndaðist mikill troðningur og
æddi féð á girðinguna, sem lét
undan á stórum kafla. Tók féð á
rás upp i brekkur, en talið er að
á milli 6000 og 7000 fjár hafi
sloppið þarna út úr nátthagan-
um.
Bændur og smalamenn kom-
ust i veg fyrir féð og ráku það til
baka. Eftir þvi sem talið er
munu þeir hafa rekið það hratt
og með miklum hávaða og misst
stjórn á þvi.
Féð fór út i ána og i hólma
sem er i henni miðri. Vestan við
hólmann rennur áin i þröngum
og djúpum stokk og bakkarnir
háir hinum megin.
Troðningurinn var það mikill,
að fénu sem komst fyrst út i
hólmann var þrýst áfram og út i
stokkinn, þar sem það tróðst
undir. Svo mikið gekk á, að áin
stiflaðist um stund, og þegar
hún loks brast þeytti hún á
undan sér fleiri tugum dauðra
kinda.
Nokkrir bændur munu þarna
hafa misst á milli 30 og 40 fjár,
og sumir jafnvel enn meir. Er
tjón þeirra metið á fjórar til
fimm milljónir, en auk þess er
mikill hluti af fénu svo illa
marið ' eftir troðninginn i nátt-
haganum og ánni, að kjötið af
þvi mun verða i lágum verð-
flokki þegar komið verður með
það til slátrunar.
—KLP/RIT. Blönduósi.
,,Ef bændur óska eft-
ir þvi við Bjargráða-
sjóð, á hann samkvæmt
lögum að veita þeim
fyrirgreiðslu,'‘ sagði
Magnús Guðjónsson,
framkvæmdastjóri
Bjargráðasjóðs, er Vis-
ir spurði hann i morgun
hvort sjóðurinn hlypi
undir bagga með bænd-
um sem misstu fé i
Svartá i gær.
„Að hluta til yrði um óaftur-
kræft lán að ræða,” sagði hann,
„en einnig yrðu veitt vaxtalaus
lán til fimm ára”.
Magnús sagði að búast mætti
við að bændur hefðu samband
við sjóðinn og raunar hefði einu
sinni verið haft samband við
hann i morgun.
Hann taldi að tjón bænda
næmi á milli þriggja og fimm
milljóna króna. Taka yrði inn i
myndina að ef mikið hefði verið
um lömb i hópnum þyrfti að
draga sláturkostnað frá þegar
tjón væri reiknað. En á móti
kæmi að það fé sem lifað hefði
af volkið væri hugsanlega marið
og kjöt þess skemmt. Það gæti
lækkað afurðaverðið.
Magnús sagði að Bjargráða-
Vörubilar voru fengnir til að aka niöur meö ánni, þar sem bændur
hjálpuðust að við að lesta þá með dauðum kindum sem lágu eins og
hráviði við árbakkana og á eyrunum i ánni.
sjóður væri nú illa staddur. náttúruhamfara og það væri svo
Sjóðurinn hefði þegar greitt 100 til allt ráðstöfunarfé hans.
milljónir vegna búfjártjóna og — EKG
Útsendingor hef j-
ast aftur í kvöld
Ctsendingar Sjónvarpsins hefj-
ast aftur eftir rúmlega viku
stöðvun á kvöld á venjulegum
tima og verður þá sýnd sú dag-
skrá, sem sýna átti s.l. föstudag.
Kl. þrjú siðdegis i dag efndu
sjónvarpsmenn til blaðamanna-
fundar, þar sem frá þessu var
skýrt. Þeir sögðu einnig að þeir
teldu sig nokkuð ánægða með þá
niðurstöðu sem fengist hefði með
viðræðum við menntamálaráð-
herra og væri það honum að
þakka að nokkur úrlausn hefði
fengist i launamálum sjónvarps-
manna.
Sjónvarpsmenn samþykktu að
stofnuð yrðu þriggja manna-
nefnd, þar sem einn maður væri
tilnefndur af rikisútvarpinu, ann-
ar frá Starfsmannafélagi Sjón-
varpsins og sá þriðji af mennta-
málaráðuneytinu.
Störf þessarar nefndar eiga að
vera þau að gera samanburð i
starfi starfsmanna sjónvarpsins i
launakerfi rikisins og á
stöðu sjónvarpsmanna i Dan-
mörku og Noregi miðað við aðra
rikisstarfsmenn þar, er varðar
laun og starfskjör.
Jafnframt skal nefndin hafa
hliðsjón af launum sambærilegra
starfshópa sem taka laun hjá rik-
inu og einnig hinu almenna vinnu-
markaði.
Nefndin skal svo skila áliti á
Nefnd skipuð
til að kanna
launamólin
grundvelli þessara athugana og
ráðherra beita sér fyrir þvi að til-
lit verði tekið til niðurstöðunnar
er laun verða ákvörðuð. Nefnd-
inni ber að skila áliti fyrir lok
þessa árs.
Saga stœkkar
en Esja ekki
Orðrómur um að Flugleiðir
hyggist fara að stækka Hótel
Esju um helming, hefur ekki
við rök að styöjast. Hins vegar
á að bæta tuttugu og fimm
gistiherbergjum við Hótel
Sögu.
„Það er rétt að það er aðeins
búið að byggja helminginn af
Hótel Esju,” sagði Erling
Aspelund við Visi i morgun.
„Einhvern tima i framtiðinni
verður hinn helmingurinn
reistur. En það er alls ekki á
næstu grösum.”
Flugleiðir eru nú að flytja
starfsemi sina úr bændahöll-
inni og Hótel Saga ætlar að
yfirtaka það pláss sem þar
losnar.
„Við byrjum á breytingun-
um núna fyrsta október og
vonumst til að vera búnir i
mai á næsta ári,” sagði Kon-
ráð Guðmundsson, hótelstjóri.
Þetta er ein hæð sem við fáum
— og út úr henni fáum við tutt-
ugu og fimm tveggja manna
herbergi.”
—ÓT
A Blaöamannafundinum með sjónvarpsmönnum siðdegis i dag Visismynd: LA