Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 3
visir Þriðjudagur 28. september 1976. 3 Síldarskorpa í Reykjavík „Ég hef aldrei fengið svona væna sfld áður,” sagði Matthías Guðmundsson verkstjóri i fisk- verkunarstöð Bæjarútgeröar Reykjavikur i samtali við VIsi. Matthias sagðist áður hafa fengið mest 70 tunnur i einu af sild I þessum gæðaflokki. Nú væru þetta rúmar 2000 tunnur. Aflinn er af þrem bátum, þeim Jóni Finnssyni, Helgu II og Svani. „Það er verst aö fá þetta svona allt I einu. Helst vildi ég að þeir kæmu einn i einu. Þaö má i rauninni likja þessu við snöggan dauödaga, sársauka- fullt en tekur fljótt af. Við höfum ekki átt i neinum vandræðum með aö fá fólk i vinnu við söltunina. Það eru margir sem hafa gaman af svona eins dags skorpum. Og svo gefur þetta vel i aðra hönd fyrir duglegt fólk. Það sem er erfiðast er.vinnan við undirbún- ing og frágang. Fólk hefur minni áhuga á þvi,” sagði Matthlas. —SJ Ekkert vandamái var að fá nægan mannskap, þótt margar hendur þyrfti til að ljúka söltuninni samdægurs. Auk starfsfóiks fiskverk- unarstöðvarinnar kom fjöldi húsmæðra og skólafólks I törnina. — Myndir Jens. Það var mikiii handagangur í öskjunni (eða öllu heldur tunnunni) f fiskverkunarstöö Bæjarútgerðarinn ar þegar síldin kom I gær. Eyrarbakki: Langt í land með fullnœgjandi viðgerð ó varnargörðunum Mikil þörf er á góðum varnargöröum á Eyrarbakka, eins og mynd þessi ber meðsér. „Þangað til búið verður að ganga endanlega frá viðgerð á varnargörðunum og styrkja þá eins og hægt er, verða menn hér öryggislausir,” sagði Þór Hagalin, sveitar- stjóri á Eyrarbakka i samtali við Visi. 1 óveðrinu mikla sem geröi 3. nóvember i fyrra brotnaði varn- argarðurinn við Eyrarbakka niður á um 500 metra kafla. Sl. vetur var strax gert við rúm- lega lOOmetra kafla inni I miöju þorpinu. Það sem þá var eftir af viðgerðum var áætlað að kostaði um 35 milljónir króna. Að sögn Þórs hefur nú fengist 15 milljón króna fjárveiting og verður vinna hafin við varnar- garðana strax eftir næstu mánaðamót. „Þessi upphæð dugir þó ekki nema til fullnaðarfrágangs á um 150 metra kafla. Þá er eftir um helmingur þess sem fór hvað verst i veðurofsanum. Auk þess er 1 1/2-2 km. kafli sem sjórinn skolaði jarðveginum meira eða minna frá. Við þá staði er ekkert hægt að gera fyr- ir þetta fjármagn. 1 byrjun vetrar eru veður hér oft slæm, og ef veðurofsinn verður eitthvað i likingu viö það sem varð i fyrra, eru hér engar varnir. Þá ræðst það mest af vindáttinni hvort sagan endur- tekur sig. Miðað viö verðlagið i fyrra vantar 17-20 millj. i viöDót við núverandi fjárveitingu til þess að ljúka verkinu. Við höfum fengið munnlegt loforð fyrir að fjarveiting fáist á árinu ’77 til þess,” sagði Þór Hagalin. — SJ Kynnir starfsmögu- leika íslenskra kvenna hjá SÞ Starfsmaður Sameinuðu þjóð- anna, frú Hui Chen Kwong, er nú stödd hér á landi. Ætiar hún að komast I samband við hérlenda aðila og kynna þeim möguleika islenskra kvenna til að ráða sig og starfa hjá Sameinuðu þjóðunum. Frú Kwong verður jafnframt til viðtals hjá utanrikisráðuneytinu vegna væntanlegra starfsum- sókna. Gert er ráð fyrir aö vænt- anlegir umsækjendur hafi há- skólapróf eða góða kunnáttu i ensku eða frönsku. Upplýsinga- deild utanrikisráðuneytisins mun sjá um að skrá nöfn umsækjenda til viötals við frú Kwong, en hún mun dvelja hér til 30. sept. nk. Tilefni þessarar heimsóknar er ályktunartillaga sem samþykkt var á 30. allsherjarþingi Samein- uðu þjóöanna þess efnis, aö leitast yrði við að ráða fleiri konur til starfa hjá samtökunum. —SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.