Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 28. september 1976. 11 „Við erum núna að æfa nýtt leikrit, sem við vonumst til að geta frumsýnt um miðjan október”, sögðu leikar- ar i Alþýðuleikhúsinu i samtali við blaðamann Visis á Akureyri nú fyrir stuttu. Leikritið er eftir Böðvar Guðmundsson, en tónlistina hefur Jón Hlöðver Áskelsson samið. Leikritið er byggt upp á hálf-sögu- legum grunni, og per- sónurnar eru sumar hverjar þekktar úr ts- landssögunni frá 16. og 17. öld. Aö sögn Böðvars fjallar verkiö um galdraofsóknir öðrum þræði, en þær eiga að mörgu leyti sínar hliðstæður i skoðanakúgun sem viðgengst vfða um heim enn þann dag I dag. „Heimurinn er fullur af ofsóknum á skoðanir, og verkið má því túlka sem ádeiíu á skoð- anakúgun nútimans, og þær að- ferðir sem þar er beitt”, sagði Böðvar. Enn hefur leikritinu ekki verið gefið nafn, en þetta er annað verkið sem Böðvar skrif- ar fyrir Alþýðuleikhúsið, hið fyrra var Krummagull sem sýnt var viða um land siðastliðinn vetur og vor. í þessu nýja leikriti koma fram 5 leikarar, en þeir leika alls um 20 til 30 hlutverk. Nota leikararnir grimur i leik sinum, og eru bæði grimur og búningar gerðir af Messiönu Tómasdótt- ur. Leikararnir fimm sem koma við sögu eru þau Jón Júliusson, Arnar Jónsson, bráinn Karls- son, Kristin A. ólafsdóttir og Evert Ingólfsson, Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Sem fyrr sagði er áætlað að frumsýrit verði um miðjan októ- ber, og verður frumsýningin væntanlega á Neskaupstað. Siðan verður sýnt viðar á Aust- Kristln, Þráinn og Evert á æfingu á hinu nýja leikriti Böövars Guömundssonar. Hér sjást leikarar Alþýöuleikhússins á söngæfingu. Taliö frá vinstri: Jón Júlíusson, Þráinn Karlsson, Arnar Jónsson, Evert Ingólfsson og Kristin ólafsdóttir. Messlana Tómasdóttir mátar eina grimuna á Þráinn Karlsson. fjörðum, en þaðan farið til Akureyrar, og væntanlega ‘haidnar þar nokkrar sýningar. Áð þvi loknu verður haldið til Reykjavikur, og sýnt i Lindar- bæ. Jafnframt sýningum á þessu nýja leikriti verður svo Krummagull enduræft, og sýnt i Reykjavik, en það var ekki sýnt þar i vor Sýningar á þvi veröa liklega fyrst og fremst i skólum Reykjavikur en nú þegar hafa borist óskir frá nokkrum þeirra um að fá leikritið til sýningar. Fer það siðan eftir samkomu- lagi við einstaka skóla hvort þeir kaupa verkið eða hvort nemendur greiða sjálfir að- gang. Eftir áramót veröur reynt aö fara með nýja leikritið i sýn- ingarferðir um landið eins og veður og færð leyfir. Á döfinni er einnig að taka þá til æfinga nýtt Islenskt leikrit, en ekki fékkst alþýðuleikhúsfólk þó til að gefa neinar upplýsingar um það verk eða höfund þess. — „Ég get þó lofað þvi að það verður ekki eftir mig,” sagði Böðvar. Fjárskortur hefur valdið Alþýðuleikhúsinu talsverðum erfiðleikum, en eini styrkurinn sem leikflokkurinn hefur fengið eru 300 þúsund krónur frá menntamálaráðuneytinu. Þá hafa einnig verið seldar stuðn- ingsáskriftir til velunnara leik- hússins, og hafa nú selst um 400 slíkar stuðningsáskriftir. Þá mun vera i athugun að leita styrks hjá hinum stærri verka- lýðsfélögum. Eins og áður hefur komið fram i fjölmiðlum var Alþýöu- leikhúsinu neitað um styrk frá Aljureyrarbæ. Að sögn aðstand- enda Alþýðuleikhússins hefur gætt nokkurrar hræðslu við að leikhúsið væri málpipa ein- hverra ákveðinna islenskra stjórnmálaflokka, en slikt væri þó ástæðulaust. Til dæmis mætti benda á, að I fyrra hefði veriö fjallað um vandamál mengun- ar, og núna væri deilt á skoö- anakúgun hvers konar, og ættu allir að geta tekið undir þann boðskap. Við sýningu á leikritinu veröa ekki notuð nein hljóðfæri, en söngurinn raddaður. Er það m.a. gert í sparnaðarskyni, en aðeins fimm manns verða i leik- förinni um landið, þ.e. leikar- arnir sjálfir. — AH, Akureyri. OFSOKNIR Á AKUREYRI Alþýðuleikhúsið að hefja annað starfsár sitt ÆFA GALDRA-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.