Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 4
Þribjudagur 28. september 1976. VISIF LA UNAMISM UNUR I PÓLLANDI ER ALLT AÐ TUTT- UGUFALDUR Pólland hefur nýlega gcngió frá margra milljaróa króna launahækkun tii handa 12 millj- bnum rikisstarfsmanna, en þar meó eru ekki aliir ánægóir, þvf aó deiiur hafa vaknaó um, hversu mikull munur skuli vera á tekjum einstaklinga f þessu stéttlausa kommúnistariki. Láglaunafólk i Póllandi álit- ur, aó nóg sé aó greiða framúr- skarandi verkmanni tvöfalt meóalkaup, en þvi er kommún- istaflokkurinn ekki sammáia, og Ijóstrar um leió upp kapftal- iskri tilhneigingu sinni. ,,Þaö veröur aö gera einstakl- ingnum þaö aröbært aö bæta vinnugæöin, leggja meira aösér og framleiöa meira tii aö flytja út meira,” segja talsmenn flokksins. Þannig túlkaö er kommún- ismi ekki til þess aö jafna niður tekjunum, heldur til þess aö jafna þeim upp. Tekjur manna i Póllandi eru afar misjafnar, eftir aöstæöum. Eftirlaunamenn, námsmenn og ófagiærðar konur hafa um 1.500 zlotsiur á mánuöi ( eöa tæpar 14 þúsund krónur), en þeir hæst- launuöu eins og framkvæmda- stjórar i kola-, stál eöa skipa- iönaöinum hafa allt upp I 30.000 zlotsiur á mánuöi (eöa um 280 þús. krónur). Munurinn getur þvi veriö allt aö tuttugufaldur. 1 Ungverjalandi eru menn heldur ekki alltaf sáttir viö flokkslinuna < afstöðunni til launamismunar, en þar er hlut- failiösamt ekki svona hrikalegt. Þeir hæstlaunuöu geta haft um fimmföld laun þess lægstlaun- aöa. Auövitaö eru þaö sárafáir út- valdir i Póliandi, sem komast upp i 30 þúsund zlotsiu-taxtann. Meöai laun iönverkamanns, sem fara raunar sihækkandi, eru um 4.500 zlotsiur (42 þús. Isl. kr.) Flestir finna þó meira I launaumslaginu sinu á útborg- unardögum, þvi aö allt er vaö- andi i bónusum fyrir afköst og gæöi, en reyndar lika I frádrátt- um fyrir óstundvisi og vinnu- svik. Þar á ofan bætist svo „þrett- ándi launamánuöurinn i árinu og önnur búbót. 1 kolahéruöun- um Silesiu er framúrskarandi verkmönnum greiddur meira aö segja „fjórtándi launamánuö- urinn”, auk aukaskammi af kolum i jólamánuöinum, vinnu- fatnaöar, ókeypis skólagöngu sona námamanna, sérstakra námsstyrkja, aukaorlof og fleira. — En I Silesiu er Hka vinnuaflsskortur, og menn yfir- horgaöir eins og þaö heitir. Þannig er til dæmis tekjuháum mönnum I kolanámunum boöiö 25% hærra kaup fyrir aö koma yfir i nýju Katowce-stáiverk- smiöjurnar. Þessir þurfa ekki aö kvarta, þótt ööru máli gegni um ellilif- eyrisþegana. Þeir skrimta naumast útborgunardaga f milli, nema aöstandendur iáti eitthvað af höndum rakna viö þá. i lesendabréfi i dagblaöinu „Trybuna Ludu” skrifaöi einn, sem þótti nóg um launamisrétt- iö: „Viö höfum allir sama magarúmið, er þaö ekki?” Þetta þótti kommdnistamál- gagninu hundalógikk. Þaö birti samtimis þessa athugasemd: „Þarfirhinnayngrieru öðruvlsi en þeirra eldri. Þeir, sem vinna erfiöisvinnu, þurfa meira en skrifstofufólk. Hinir hraustu eru ööruvisi en hinir sjúku.” — Og siöan var bætt viö, aö niöur- jöfnun launa væri félagslega og efnahagslega óhagkvæm. Út frá þessu er siðan lagt á ýmsum sviðum. Þannig skjóta þessi sömu rök upp koilinum. þegar kjötekluna ber á góma eöa hugmyndir um kjötskömmt un. „Þaö væri ósanngjarnt gagnvart hálaunamanninum. Maðurinn, sem starfar meira, og hefur þvi meiri tekjur, á aö hafa möguleika til aö verja tekj- um sinum, hvort þaö er til kaupa á betra kjöti, fatnaði eöa heimilistækjum!” segir flokks- málgagniö'. Laun hafa hækkaö mjög i Pól- landi, siðan Edward Gierek, tók við stjórnartaumunum 1970, eft- ir uppþotiö sem þá varö vegna kjaramála og matvöruhækkun- ar. Þau hafa nær tvöfaldast á þeim tima, en annað hcfur ekki haldist i hendur. Afborganir erlendra lána leggjast þungt á rikissjóö og gjaldeyriseignina, og á meöan er innflutningur i iágmarki, og ekki margt sem sparifjár- eigandinn getur veitt sér, þrátt fyrir auknar tekjur. Vöruskort- ur i versiunum setur þvi skorö- ur. Einkanlega er tilfinnanlegur skortur á matvöruúrvali. Jarðskjálftahœttan Alls munu 93,435 manns hafa misst heimili sín í Friuli-héraöinu á Noröur- Italiu í jarðskjálftunum miklu 6. mai í vor og 11. og 15. sept. Rúmlega 50.000 misstu heimili sín i hamförunum 6. maí, en hinir i september. Jaröskjálftahættan er ekki liöin hjá enn, eftir þvi sem jarö- skjálftafræöingar Trieste at- hugunarstöövarinnar segja. 1 Friuli fundust um niu kippir i gær, sá stærsti 3,5 stig á Richí- er, en ekki þykir loku fyrir það skotið, aö fleiri stærri eigi eftir að fylgja. Stærsti kippurinn 6. mai mældist 6.5 stig, og þeir , sem komu fyrr i þessum mánuöi, voru litlu vægari. Nkomo fagnað í Ródesíu Leiðtogi þjóðernissinna blökkumanna er nú kominn heim tii Ród- [esiu eftir útlegö, sem hann fór sjálfviljugur I til Malawi. — Var ' Joshua Nkomo vel fagnaö viö komuna til Salisbury, eins og myndin hér aö ofan sýnir. Spœnska lög- regkm öHát á kylfuhöggin Allt athafnalíf lamaðist í Baskahéruöum Spánar í gær, þar sem efnt var til allsherjarverkfalls til stuðnings kröfum um fulla sakaruppgjöf pólitískra fanga. Urðu uppþot og nokkur átök milli lögreglumanna og mótmæl- enda. Beitti lögreglan táragasi, reyksprengjum og réðst hvað eftir annað til atlögu viö mann- þyrpingar með kylfur á lofti. 1 miðborg Bilbao settu kröfu- menn upp götutálma, en lögregl- an fjarlægði þá jafnharðan og dreifði múgnum. En slikur ber- serksgangur rann á lögreglu- mennina, að þeir réðust inn á vln- stofur og ráku með kylfuhöggum fólk þaðan út, og sundruðu jafnvel biöröðum viö miðasölur kvik- myndahúsa. í Madrid höfðu hundruö ung- menna fariö i flokkum um götur og þrivegis varpað frá sér bensin- sprengjum, sem unnu spjöll á kyrrstæðum bilum. Beitti lög- reglan óspart kylfum á óeirðar- seggina, og rak einn flokkinn með barsmið út af aðaltorgi borg- arinnar. Var þá ekki hirt um, hvort saklausir vegfarendur urðu einnig fyrir barsmiðinni. Óeirðarseggir voru eltir alla leið inn á járnbrautarstöð, og þar voru kylfurnar látnar dynja á öll- um sem þar biðu. Lögreglu- mennirnir ráku fólkið með kylfu- barsmið i fyrstu lestina, sem rann inn á stöðina, og létu svo kylfurn- ar riða á lestarvögnunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.