Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 24
Svœðisíþróttahúsið á Akureyri verður fullbúið eftir þrjú ár íþróttahúsið í Glerárþorpi verður tekið í notkun um áramótin Nýja svæöisíþróttahúsið á Akureyri veröur boðið út í vor, væntanlega í mars. Er áætlað að bygg- ingu hússins verði lokið á þremur árum frá því að útboðsgögn verða birt, og ætti þvi að vera unnt að taka það í notkun fullbúið vorið 1979. Akureyringar og nærsveitar- menn hafa lengi beðið með óþreyju eftir þvi að hið nýja iþróttahús risi, en nú er notast við tþróttaskemmuna á Glerár- eyrum, en hún var upphaflega byggð sem vöruskemma, og er fyrir löngu orðin allsendis ófull- nægjandi fyrir inniiþróttir þær sem stundaðar eru á Akureyri. 1 fyrravetur var safnað undir- skriftum meðal bæjarbúa á Akureyri, þar sem bæjarstjórn var hvött til að hraða fram- kvæmdum við iþróttahúsið. Um 1800 manns skrifuðu undir áskorunina, en hún var hafin að frumkvæði Hreiðars Jónssonar iþróttavallarvarðar. Að sögn Hauks Haraldssonar, byggingatæknifræðings, sem teiknaði húsið, mun það verða boðið út á innlendan markað eingöngu, en þó mun vera i at- hugun að fela dönsku fyrirtæki gerð þaksins. Er það sama fyrirtækið og byggði iþrótta- húsið i Vestmannaeyjum, Klemensen og Jensen. Iþróttahúsið verður byggt upp af steinsteyptum hliðarbygg- ingum er mynda aðalsal, en þakið verður járnklætt og burðarásar úr limtré. I húsinu á að vera stór salur og áhorfenda- svæði fyrir um 3000 manns, en auk þess verða þar nuddstufur, aðstaða fyrir lyftingafólk og fleiri iþróttir i minni sölum. Húsið á að risa á túninu ofan gagnfræðaskólans, milli Laug- argötu og Byggðavegar. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar J. Sigurðssonar, bæjar- fulltrúa á Akureyri verður iþróttahúsið við Glerárskóla fullbúið um áramótin næstu, og mun þá mjög rýmkast i Skemmunni. tþróttafélagið bór mun hafa forgang að þvi iþróttahúsi, og mun KA þá hafa Skemmuna fyrir sinar æfingar. Áætlaður kostnaður við svæðisiþróttahúsið er 346 milljónir, og skiptist hann á milli Akureyrarbæjar og rikis- sjóðs. Stendur raunar eða fellur áætlunin öll með þvi hvort rikissjóður leggur fram sinn skerf eins og ákveðið er, að sögn bæjarfulltrúa á Akureyri. — AH, Akureyri. Þnöjudagur^J^septeijibeiMgJg^ Dœmdur í fangelsi fyrir ítrekað land- helgisbrot Skipstjórinn á Erling RE-65 var i gær dæmdur i 30 daga varðhald og 550 þús. kr. sekt fyrir itrek- að landhelgisbrot. Afli og veiðarfæri voru gerð upptæk og skipstjóran- um gert að greiða máls- kostnað. Erlingur var tekinn um helgina aö ólöglegum veiðum tvær og hálfa sjómilu út af Ingólfshöföa, 1/2 milu innan löglegra marka. Dóminn kvaö upp Allan Magnússon fulltrúi bæjarfógeta i Vestmannaeyjum. Meðdómendur voru Angantýr Eliasson fv. skip- stjóri og Einar Guðmundsson skipstjóri. -SJ t dag er unniö aö sildarsöltun I þeim fræga sildarbæ Siglufiröi og þykir þaö tiöindum sæta, þar sem ekki hefur verið söltuö sild hér undanfarin átta ár eöa frá þvi haustiö 1968. baö var Reykjaborg sem kom til Siglufjarðar með 70 lestir af sild af Surtseyjarmiðum og er aflinn saltaöur á vegum lag- metisiöjunnar Siglósíldar. Sildin er 27 til 29 senimetrar aö lengd og svipar þvi til sildar- innar, sem verksmiðjan keypti frá Noregi i fyrra, er hana vantaöi hráefni. —bRJ, Siglufiröi Hásetahluturinn á þrlðja hundrað þús. á sólarhring Ahöfnin á Jóni Finnssyni GK eyddi ekki tima sinum tii einskis nú um helgina. beir komu inn til Reykjavikur meö um 160 tonn af sild eftir aöcins sólarhring. Verö- mæti þessa afla var á milli niu og tiu milljónir króna og mun láta nærri aö hásetahluturinn á Jóni Finnssyni eftir þennan sólarhring sé á þriöja hundrað þúsund króna. betta er örugglega mesta afla- verðmæti sem einn bátur hefur komið með að landi eftir aðeins sólarhrings útiveru. Langmesti hlutinn af afla Jóns Finnssonar fór i stærsta flokk. Lágmarksverð sildar i þeim flokki er nú 63 krónur á kiló. Eins og kunnugt er veiða sildarbátarnir eftir kvóta. Með þessum eina farmi hefur Jón Finnsson fyllt sinn kvóta. Ef kvótinn hefði verið stærri hefði skipið getað komið inn meö enn stærri og verðmætari farm. Síldartorfan sem skipið kastaði á var að áliti skipstjórans, Gisla Jóhannessonar, um 600 tonn. begar hann sá stærð torfunnar sleppti hann strax um helm- ingnum úr henni. Nótabátarnir Arni Sigurður og Hilmir fengu samtals um 130 tonn af torfunni. Með þessu var komið i veg fyrir að sildin dræpist i nokkrum mæli. Ef Jón Finnsson hefði mátt veiða þessi 600 tonn hefði afla- verðmæti farmsins orðið um 35 milljónir og hásetahluturinn oröið um 850 þúsund krónur. bess má geta að hækkun á sildarverði hefur orðið mikil frá þvi ifyrra. bá var verð á minnsta flokki I byrjun vertiöar um 14 krónur en er nú 37 krónur. —EKG. Síldarsöltun á ný á Siglufírði Kynna finnska framleiðslu á Hótel Loftleiðum „bessi sýning er skipulögö eingöngu fyrir islendinga, og er tilgangur hennar aö kynna finnsk-hannaöar iönaöarvörur islenskum innflytjendum, heild- sölum og smásölum , sagöi Prepula. fulltrúi finnsku útflutn- ingssamtakanna sem sjá um kynningu þá á finnskri fram- leiðsiu sem nú stendur yfir aö Hótel Loftleiðum. Prepula sagði að eingöngu væru kynntar hér neysluvörur s.s. fatnaður, skartgripur og heimilisvörur. Aðaláherslan sagði hann að væri lögð á klæðn- aðinn en 13 af þeim 18 fyrirtækj- um sem kynna framleiðslu sina framleiða fatnað. Sýningin er fyrst og fremst ætluð kaupmönnum, en þar sem um neytendavörur er að ræða, sagði Prepula að sér þætti eðlilegt að hún yrði að einhverju leyti lika opin almenningi. I dag og á morgun verður sýningin þvi öllum opin frá kl. 5-8. -Sj Fatnaður er aöaluppistaöan í sýningu finnanna. „Mánu- dagsmyndir" á laugardögum Borgarbió á Akureyri mun I vetur taka upp þá nýbreytni aö sýna klukkan fimm á laugardögum listrænar kvik- myndir sem ekki ganga á al- mennar sýningar. Munu kvikmyndir þessar vera eitthvað I likingu við hin- ar vinsælu mánudagskvik- myndir Háskólabiós, og von- ast aðstandendur Borgarbiós til þess aö þessi nýbreytni mælist vel fyrir. Að sögn Björgvins Június- sonar bióstjóra Borgarbiós voru undirtektir nokkuð góöar við fyrstu sýninguna, en hún var á laugardaginn, og má þvi ætla að framhald verði á þess- um sýningum. bá var sýnd hin fræga mynd Mýs og menn, gerð eftir samnefndri sögu bandarlska nóbelsverðlauna- skáldsins John Steinbeck. AH, Akureyri. Sild siðast söltuð i sildarbœnum fyrir 8 árum VÍSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.