Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 28. september 1976. VISIB .^___—•Ba_»^_a_n. VISIR 1 ^^^^ T Útgefandi: Iteykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson -Ititstjórar: Þorsteinn Páisson, ábm. Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson Blaðamenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ölafur Hauksson, Oli Tynes, Rafn Jónsson, Sigri&ur Egilsdóttir, Sigurveig Jóns-dóttir, Þruður G. Haraldsdóttir. iþrottir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. fttlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjórí: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 1166086611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstiórn: Siðumúla 14. Simi86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasöiu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Upplýsingafulltrúa í kerfið Ýmis fyrirtæki og stofnanir hér á landi hafa í sinni þjónustu blaöafulltrúa, menn, sem annast fyrir- greiðslu við f jölmiðla og koma á framfæri fréttum og fróðleik um viðkomandi fyrirtæki. Slíkir tengiliðir fyrirtækjanna við f jölmiðlana og fólkið eru nauðsyn- legir ef f jölmiðlunin á að geta gengið snurðulítið fyrir sig. Opinberar stofnanir hafa yfirleitt ekki slíka starfs- menn í þjónustu sinni, en víða væri þörf á því. Blaða- menn gætu þá leitað upplýsinga á einum stað hjá þessum aðila og haft milligöngu um að koma þeim á framfæri. Þess eru allt of mörg dæmi að embættis- menn hins opinbera séu of önnum kafnir til þess að hafa tíma til að sinna f jölmiðlafólki og svara spurn ingum þess. Þess vegna m.a. gengur f jölmiðlunum oft illa að fá svör við þeim spurningum, sem brenna á vörum fólksins í landinu hverju sinni, en þær tengjast ekki einum málaflokki frekar en öðrum. Sú var tíðin, að rikisstjórn íslands hafði starfandi á sinum vegum blaðafulltrua, og þótt ekki hafi allt tekist vel hjá þeim síðasta, er því starf i gegndi, sýndi það sig, aö þörf er fyrir slíkan aðila. Að vísu er starfandi blaðafulltrúi á vegum einnar stjórnar- deildarinnar, utanrikisráóuneytisins, en þjónusta hans snýr fyrst og fremst að erlendum frétta- mönnum, sem hingað koma. Þess er rétt að geta að nú í seinni tíð hafa ýmsir opinberir embættismenn leitast við að veita fjöl- miðlum greiðari aðgang en áður að gögnum og upp- lýsingum ýmiss konar og er það vel. En þessir skilningsríku menn, sem hafa tamið sér nútíma hugsunarhátt í stað þess að vera forpokaðir og ríg- bundnir við gamlar leyndardómakreddur, eru því miður of fáir ennþá. Aftur á móti ber að þakka það, sem vel er gert og er í því sambandi skemmst að» minnast mjög lipurra samskipta fréttastofnana og dómarans í ávisanakeöjumáiinu, sem markað hefur jákvæða og skipulega stefnu gagnvart f jölmiðlum. Eftir að settar verða fastar nútímalegar reglur um upplýsingaskyldu stjórnvalda væri mjög æskilegt að opinberar stofnanir kæmu á fót embætti blaða- fulltrúa, sem gæti að nokkru leyti létt af ýmsum embættismönnum stjórnsýslukerfisins þjónustunni við f jölmiðlana. Slíkir blaðafulltrúar ættu að hafa reglurnar sem bakhjarl og þeim ætti að vera treystandi til þess að út- vega tiltækar upplýsingar. Ef til vill hentaði betur að nefna þessa menn upplýsingafulltrúa og binda starfs- svið þeirra þá ekki eingöngu við miðlun til f réttastof n- ana heldur gætu þeir annast almenna upplýsinga- þjónustu ákveðinna stofnana og stjórnardeilda bæði fyrir einstaklinga, stofnanir og f jölmiðla. I ákveðnum tilvikum gætu upplýsingafulltrúarnir haft frumkvæði um birtingu upplýsinga með því að koma þeim til dæmis á framfæri við fjölmiðla, en einnig ættu þeir að útvega þær upplýsingar og þau gögn, sem beðið er um. Með þessu móti ætti upplýsingamiðlunin frá hinu opinbera kerfi að geta orðið mun fljótvirkari og auð- veldari en nú er, þegar treysta þarf í mörgum til- vikum á önnum kafna embættismenn, sem i mörg horn þurfa að líta, og erfitt er oft að ná tali af jafnvel dögum saman. EINLÆGUR UNN- ANDI LANDSINS Ljósmyndasýning Gunnars Hannessonar ó Kjarvalsstöðum c Einar Hákonarson, skrifar y j Gunnar Hannesson var gott dæmi um mann, er fékk köllun i lifinu, það geröist fyrir rúmlega tlu árum. Að mála Islenskt landslag var löngu þekkt fyrir- bæri frá frumherjum Islenskrar myndlistar, margir hafa síðan fariö I þeirra farveg með mis- jöfnum árangri. Gunnar hafði verið unnandi islenskrar náttúru og ferðast um landiö þvert og endilangt um árabil áö- ur en hann fékk sér fyrstu ljós- myndavélina. Það varð upphaf- ib aö þrotlausri myndatöku næstu tiu árin. A6 vlsu hlýtur Gunnar að hafa átt við ýmsa byrjunarörðug- leika að striða algjörlega ó- menntaður I ljósmyndatækni. Fljótlega uppgötvar hann möguleika tækisins og fyrir meðfædda listgáfu og tilsögn góðra manna, fara myndir hans að taka á sig æ sterkari svip þjálfaðs atvinnumanns. Hann fer að mála með myndavélinni, ef svo mætti að orði komast, og býr yfir djúpri tilfinningu fyrir myndefnum, samfara næmi og þroska i myndbyggingu, og siðast en ekki slst sérstæðri og persónu- legri túlkun á landi okkar. Það færi betur ef fleiri menn bæru i brjósti slfkar heitar tilfinningar til lands og þjóðar og Gunnar heitinn gerði um ævina. Hann reyndi að lita bjartari hliðar til- verunnar og með þvl að sáldra um sig jákvæðum viðhorfum til samferðamanna. Ég var svo heppinn að starfa um stuttan tlma með Gunnari, við sögu- sýninguna „ísland — Islending- ar, þjóðhátíðarárið 1974. Mér llður seint úr minni eld- legur áhugi hans, slfeilt vakandi yfir nýjungum og hvernig hlutirnir mættu best fara. Og ekki tók hann nærri sér að standa i salnum og útskýra myndir slnar þrisvar I viku á annan mánuð, slikur var áhug- inn á að opna fólki innsýn I töfraheim Islenskrar nátturu. Myndir Gunnars hafa farið víða um heim og verið mikið notaðar til kynningar á okkar fallega landi, og þar kom að honum var boðið að sýna ljós- myndir eftir sig I sýningarsal Nikon House I New York slðast- liðinn vetur. Það er mikill heið- ur og draumur flestra ljós- myndara. Þvl var það ánægju- legt að Gunnari skyldi hlotnast þessi heiður, áður en hann kvaddi þetta jaröllf. Hann hefur reist sér stórbrot- inn minnisvarða I formi ljós- mynda sinna og ég vona að hann verði varðveittur vel. Sýningin að Kjarvalsstöðum er gullfalleg og öllum til sóma, sem að henni hafa staðið. Heimaeyjargos Hljómskálinn i Reykjavfk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.