Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 12

Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 28. september 1976. visir VISIR Þriðjudagur 28. september 1976. Umsjón: Björrj Blöndal og Gylfi Kristjánsson „Ódrengilegt bragð af frœndum og vinum" — sagði Eysteinn Þorvaldsson, formaður Júdósambands íslands, um þá ákvörðun hinna Norðurlandanna að hunsa NM-unglinga í júdó sem fram á að fara í Reykjavík „Það er litið hægt að gera 1 þessu máli úr þvi sem komið er, þvi það er hreiniega ekki gert ráð fyrir i lögum Júdósambands Norðurlanda að svona lagað geti gerst,” sagöi Eysteinn Þorvalds- son, formaöur Júdósambands ts- lands, i viðtali viö Visi f morgun, um þá ákvörðun hinna Norður- landanna að hunsa Norðurlanda- mót unglinga i júdó sem fram á að fara hér á landi dagana 2. og 3. október n.k.. „Fyrir viku siöan fengum viö skeyti frá finnska júdósamband- inu sem tilkynnti okkur aö það treysti sér ekki til að senda kepp- endur hingaö vegna fjárskorts. Daginn eftir kom svo skeyti frá svium sem sögðust heldur ekki geta sent keppendur hingað vegna fjárskorts. Við brugðum þá skjótt við og sendum öllum júdósamböndum hinna Norðurlanda bréf þar sem við báðum um skýringu á afstöðu þeirra — og hvaða ályktanir um framtið Júdósambands Norður- landa væri hægt að draga af ákvörðun finna og svia. Engin svör hafa borist ennþá, en daginn eftir að við sendum bréfin fengum við hinsvegar til- kynningar frá júdósamböndum Noregs og Danmerkur sem telja sig ekki geta tekið þátt i mótinu eftir að finnar og sviar hafi skor- istúr leik, en lýsa jafnframt furðu sinni á þvi athæfi. Við erum þegar búnir að leggja út talsverðan kostnað vegna mótsins og allur undirbúningur var á lokastigi. Þvi finnst okkur það ekki drengilegt af frændum okkar og vinum að hætta svona við á siðustu stundu — og vægast sagt kom það okkur ákaflega á óvart. Þaö verður aö sjálfsögðu krafa okkar að þessi mál verði endur- skoðuð og svona lagað geti ekki komiö fyrir aftur. A næsta ári á að fara fram „Skandinavian- Open” sem er alþjóðleg keppni i Muhammed Ali er vígalegur þegar hann er kominn á ferö í hringnum. Hér sést hann um þaö bil vera að afgreiöa Gorge Foreman. i nótt berst hann viö Ken Norton, og eins og venjulega þegar Ali á I hlut er keppninnar beðiö með eftirvæntingu. júdó hér á landi — og munum við fara framá tryggingu frá hinum Norðurlöndunum um lágmarks- þátttöku i mótinu. JUdósambandiö hefur þegar gefiö ISI skýrslu um hvernig þessu máli er komið og óskuðum við jafnframt eftir þvi að iþrótta- sambönd hinna Norðurlandanna fengju að vita um þetta mál.” Aðspurður að þvi hvort júdó- sambönd hinna Norðurlandanna væru skyldug til að taka einhvern þátt i kostnaði við mótið, sagöi Eysteinn svo ekki vera, þvi aö það væri ekki gert ráð fyrir i lög- um Norðurlandasambandsins að þannig gæti farið — sem væri vissulega veikleiki. En það bæri vissulega vott um gott siðferði ef svo væri. „En ég er ekki viss um hversu mikið frændur okkar eiga af þvi.” —BB Islands- Islandsmótiö i handknattleik hefst á sunnudag, og þá verður leikin heil umferð i 1. deild karla. Valur og Þróttur leika i Laugardalshöllinni kl. 20, og strax á eftir Fram og Grótta. A sama tima leika i Hafnarfiröi Haukar og Vikingur og siðan FH og 1R, en bæði þessi liö eru i úr- slitum i öörum mótum, IR i Reykjavikurmótinu og FH i Reykjanesmótinu. Þá er einnig ástæða til að ætla að leikir Vals og Þróttar og Vikings og Hauka geti orðiö jafnir og spennandi. gk—. Guðmund- ur dœmir á írlandi Guðmundur Haraldsson á að dæma siðari leik Liverpool og irska liðsins Crusaders I Evrópu- keppninni, en hann fer fram i Bel- fast á morgun. Liverpool sigraði i fyrri leiknum með tveimur mörk- um gégn engu. Sfðari leikurinn fer fram á morgun, og að vanda eru miklar varúðarráðstafanir i Belfast. T.d. fer leikurinn fram um miðjan dag vegna þess aö fólk getur ekki ver- ið á ferli eftir að skyggja tekur. Með Guömundi fóru utan þeir Óli Ólsen og Hinrik Lárusson sem verða linuverðir. gk —. Milford missir tvo varnarmenn útaf vegna meiðsla og má þakka fyrir að ná jafntefli I leiknum.. Booker verður frá næstu þrjár vikurnar — okkur ] er mikill vandi á höndum Bon, ef við ætlum aö^fl| vera áfram meö^gg sff hvaö þú ert aö' fara. ibaráttunni. 1Okkur reynslumikinn varnarmann Jsem er fljótur og erl Hanson sem leikur til aö fylla Í^Aá uppleið. ;Eg held með Harrowby i 2. skarðið *U*áir\ ég viti um J manninn.-^ „vinnuhest” heldur einhvern \ Þetta er skýrsla frá \ Wally Parkes um wm mitið að IVilmundur hefjast Vilmundur Vilhjálmsson náði frá- bærum árangri I 100 og 200 m hlaupi á frjálsiþróttamóti i borginni Charleroi I Belgiu um helgina. Vilmundur hljóp 100 m á 10.4 sekúndum og 200 m á 21.4 sekúndum. Vindur var aðeins óhagstæður 0.2 metrar á sekúndu á móti. A sama móti keppti Jón Diöriksson i 800 m og náði hann ágætum tima, 1:53.2 minútum. Það var verið að vigja nýjan völl I Charleroi og kepptu þeir Vilmundur og Jón sem gestir. Sigurvegari i 100 m hiaup- inu varð belgiumaðurinn Lambert Micha sem hljóp á 10.3 sekúndum og hann sigraði einnig i 200 m hlaupinu — hljóp á 20.6 sekúndum sem er nýtt belgiskt met. Micha á einnig belgiska metið i 100 m — og er það 10.2 sekúndur. „Ég er nokkuö ánægður með þessi hlaup hjá mér”, sagði Vilmundur I viðtali við Visi i morgun. „En ég veit að ég á að geta gert betur og að þvi stefni ég á næstu dögum.” lslandsmetið i 100 m á Hilmar Þorbjörnsson 10.3 sekúndur sem hann setti I Reykjavik 18. ágúst 1957 og hefur það þvi staðið i rúm 19 ár. Haukur Ciausen og Hilmar Þorbjörns- son eiga metið i 200 metrunum 21.3 sekúndur. Haukur setti metið i Eskilstuna 1950 — og siðan jafnaði Hilmar metið tvf- vegis, fyrst i Rotterdam 1956 og slöan I Reykjavik árið eftir. Metið i 200 metr- unum hefur þvi staðið I 26 ár. Vilmundur átti við þrálát meiðsli aö striða I fyrrasumar og i vor háðu veikindi honum lengi fram eftir sumri, en nú hefur hann náð sér að fullu og viröist til alls lik- legur — og jafnvel met Bjarna Stefáns- sonar i 400 metrunum —46.76 sekúndur — er f hættu, þvf Vilmundur hljóp 400 m ekki alls fyrir löngu á 47.3 sekúndum. Jón Diðriksson býr hjá vestur-þjóð- verjanum Hanno Rheineck I Bonn.en hann hefur verið islenskum iþróttamönnum mjög innan handar og stundar Jón þar atvinnu jafnframt þvi sem hann æfir af kappi — og hefur hann bætt árangur sinn verulega „Það er aðstaðan sem gildir ef árangur á aö nást”, sagði Jón „og ég er hér fyrst tog fremst vegna aðstöðunnar.” —BB, Eitt allra besta lið V-Þýskalands — Hamburger SV sem leikur gegn ÍBK á morgun er meðal sterkustu liða í V-Þýskalandi Leikmenn Hamburger SV koma til landsins i dag, en á morgun leika þeir síðari leik sinn I Evrópukeppni bikarmeistara gegn IBK á Laugardalsvelli. Eins og kunnugt er, sigraöi Hamburger I fyrri leiknum meö þremur mörkum gegn engu, en sá leikur var háður i Hamborg fyrir háifum mánuði. Siöan þá hafa keflvikingarnir dvalið i æfingabúöum á Spáni og æft sig mjög vel. Þeir léku þenn- an sama leik þegar þeir spiluðu gegn Real Mardrid, léku fyrri leikinn úti, dvöldu siðan i æfinga- búðum á Spáni og komu siðan og áttu stórleik gegn spánverjunum hér heima. Hamburger SV hefur náð mjög góðum árangri I v-þýsku knatt- spyrnunni undanfarin ár, og i fyrra varð liðið bikarmeistari og i 2. sæti i 1. deildinni þýsku. Þessi árangur segir meira en mörg orð um ágæti liðsins eins og Einar Gunnarsson, fyrirliði IBK, sagði á blaðamannafundi i gær. „Þetta eru hörkukarlar, heilum „klassa” betri en mörg þau lið sem við höfum verið að leika gegn i Evrópukeppni til þessa.” Af leikmönnum Hamburger má nefna markvöröinn Rudi Kargus sem er talinn jafnoki Sepp Meier landsliðsmarkvarðarins, en Kargus hefur leikið i landsliði Þýskalands, danann Ole Björn- mose sem er afar skemmtilegur leikmaður og siðast en ekki sist vinstri útherjann Georg Volkert sem er einhver erfiðasti leikmaö- ur sem keflavikurvörnin hefur komist í kast við fyrr og siðar. Alls hafa 8 leikmenn Hamburger leikið landsleiki. Á fundinum i gær sagði Jón Jó- hannsson, liðsstjóri IBK , að kefl- vikingarnir hefðu búið sig vel undir þennan leik og væru stað- Nýr formaður í stað Torfa Arsþing Sundsambands tslands var haidið um helgina, og þar var kjörinn nýr formaöur i staö Torfa Tómassonar sem hefur gegnt þvi starfi s.l. fimm ár, en gaf ekki kost á sér til endurkjörs nú. Hinn nýi formaður er Birgir Viðar Halldórsson, en með honum I stjórn voru kosnir Ólafur Guðmundsson og Hafþór B. Guðmundsson, en fyrir voru I stjórninni Siggeir Siggeirsson og Hreggviöur Þorsteinsson. Eins og hjá öörum sérsam- böndum eru fjármálin aðal- áhyggjuefnið hjá sundmönnum, en skuldir Sundsambandsins nálgast 3 milljónir. Hins vegar eiga þeir útistandandi um 800 þúsund þar á móti. Þegar við ræddum viö hinn ný- kjörna formann i gær, sagðist hann vera bjartsýnn á að þeim tækist að koma f jármálunum i lag á næsta hálfa ári. Hins vegar væru stór og dýr verkefni fram- undan s.s. Atta landa keppnin sem verður haldin hér á landi á næsta ári með þátttöku Skot- lands, Noregs, Wales, Spánar, Belgiu, Sviss, Israels og fslands. Það er stærsta verkefni sem Sundsambandið hefur ráðist i. Af samþykktum þingsins var það merkast aö samþykkt var breyting á fyrirkomulagi bikar- keppninnar, og verður nú tekin upp deildarskipting i henni. Veröa 4 lið i 1. deild, en hin i 2. deild. gk-. ráðnir I að berjast til siðustu min- utu. „Við vorum óheppnir að skora ekki eitt mark a.m.k. gegn þeim ytra, en hér heima eru allar aðstæður okkur i hag og við erum bjartsýnir. I Þýskalandi lékum viö varnarleik, en við munum breyta „taktik” okkar i leiknum á morgun, færa okkur framar og reyna að sækja”. Leikur IBK og Hamburger fer fram á Laugardalsvellinum og hefst kl. 17.30 Forsala á leikinn hefst I dag við Útvegsbankann i Reykjavik og i Sportvali i Kefla- vik. Miðaverð er 800 i stúku, 500 i stæði og 200 fyrir börn. gk—. Tveir af þeim leikreyndustu hjá ÍBK, Guðni Kjartansson og Einar Gunnarsson fyrirliði. Þeir fengu nóg að gera I leiknum gegn Hamburger ytra, og eflaust fá þeir að taka á þegar siðari leikur liðanna I Evrópukeppninni fer fram I Laugardalnum á morgun. Ljósmynd Einar. „Þetta tekur ekki meira en 5 lotur — segir Muhammed Ali sem ver titil sinn í þungavigt gegn Ken Norton í New York í nótt I nótt munu þeir berjast á Yankee Stadium i New York, Muhammed Ali og Ken Norton, um heimsmeistaratitilinn I þungavigt i hnefaleikum. Þetta verður i 17. skipti sem Ali ver titil sinn, en i þriðja skiptið sem þeir Ali og Norton berjast — og þeir hafa unnið hvor sinn bardagann. Ali er álitinn sigurstranglegri af veðmöngurum ytra, og sjálfur erhann ekki i neinum vafa frekar en fyrri daginn um að hann muni sigra. „Ég hef aldrei æft eins mikið eins og að undanförnu og ég ætla aö leika mér að honum i hringn- um. Ég þarf hvorki aö hlaupa, dansa eða reyna aö vinna á stig- um. Ég verö búinn að ganga frá honum áður en 5 lotur verða bún- ar.” „Ég held ekki að honum takist að meiöa mig”, sagði Norton hinsvegar. „Hann segist vera betri nú en áður, en ég trúi þvi ekki. Hann verður að sýna sig.” Ali hefur aöeins dregið i land að undanförnu og er nú farinn að hafa varnagla á ef illa skyldi fara i kvöld. „Ef Norton sigrar mig, þá mun George Foreman siöan vinna hann, og svo vinn ég Fore- man og verð þar meö fyrsti maö- urinn i sögunni til þess að vinna heimsmeistaratitilinn I þungavigt þrívegis.” Norton er þremur árum yngri en Ali. Hann er nokkrum pundum léttari og hefur gengið mjög vel að undanförnu. Búist er við um 40 þúsund áhorfendum á Yankee Stadium i nótt, en miðaverð er frá 25$og allt upp i 200$ eða tæplega 40 þúsund isl. krónur. gk-- Þessar þrjár sovésku stúlkur unnu gullverðlaun I heimsmeistara- keppni „akróbata” sem fram fór I V-Þýskalandi nýlega. Þær heita Ludmila Guliaeva, Tatjana Sablina og Tamara Dubrovina. HLJOMPLOTUUTSALAN er í fullum gangi að Suðurlandsbraut 8 og Laugavegi 24 Nú eru einnig kassettur og 8 róso spóiur ó útsölu að Suðurlandsbraut 8. Allar tegundir tónlistar í miklu úrvali og VERÐIÐ ER STÓRLÆKKAÐ Nú er tœkifœri til að gera góð kaup FALKIN N Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.