Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 28.09.1976, Blaðsíða 5
VTSER Þriðjudagur 28. september 1976. Umsjön: Guömuntiur Pétursson Carter ber Ford á brýn mísnolk- un kosningasjóða Dylgjar um val Fords á golffélögum Jimmy Carter, fram- bjóðandi demókrata- flokksins, sakaði i ræðu i gær stjórn Fords um að hafa bæði þegið ráð og fé af pólitiskum snötum þrýstihópa og stórfyrirtækja. Blaðafréttir vestanhafs fjalla um, að Charles Ruff saksóknari Ford á leið á golfvöllinn. i Watergatemálinu hafi til at- hugunar ásakanir á hendur Ford um misnotkun á fé fengið frá samtökum útgerðarfélaga, þegar hann var i kosningabar- áttu. — Ruff hefur varist allra frétta af málinu. Fréttamennirnir, Bob Woodward og Carl Bernstein, sem unnu til Pulizer-verðlaun- anna fyrir fréttaskrif sin og uppljóstranir i Watergatemál- inu, segjast hafa það eftir embættismönnum, að þessar fréttir eigi við rök að styöjast, og að Ford sé grunaður um alvarleg brot á lögum um kosningasjóði. Carter hamraði á þessu i ræðu sinni i gær, sem hann flutti I Portland i Oregon. „Stjórn okkar er ekki heiðarleg, enda ekki annars að vænta af forystu, sem hefur naumast út fyrir Washington farið i 25 eða 30 ár. — Þeir þiggja ráð sin, leiðsögn og fjárhagsaðstoð af pólitiskum snötum og þrýstihópum. Þeir spila með þeim golf. borða á sömu matsöiustöðum og þeir, fara í sömu klúbbana og þeir’’ sagði Carter. Þar sneiddi hann að kunnungsskap Fords og William Whyte, sem er fulltrúi Stáiiðju- hrings Bandarikjanna, en þeir eru golffélagar og spila á golf- völlum i New Jersey og Flórida, sem U.S. Steel styrkir. Slógu myntina aukreHis Forstjóri myntsláttu V- Þýskalands sagöi fyrir rétti i gær, að hann hefði látið starfsmenn fyrir- tækisins slá sjaldgæfa mynt í greiðaskyni við embættismann í fjár- málaráðuneytinu í Bonn, en sá mun vera mynt- safnari. Walter Haak i fjármálaráðu- neytinu hafði komið að máli við Willy Ott, forstjóra myntslátt- unnar, með lista yfir mynt, sem hann vantaði i safnið, og bað hann að leysa úr vandræðum sinum. Ott forstjóri fékk til færasta myntsláttumann fyrirtækisins og voru slegnir alls um 2.000 peningar, sem safnarar telja 50.000 marka virði (rúmlega 3 1/2 milljón kr.). Ott skýrði svo frá, að hann hefði álitið, að þetta stangaðist ekki á við lög, þar sem um væri að ræða mynt, sem enn ætti að heita i umferð. Kvaðst hann ekki hafa þegið aðra greiðslu hjá Haak safnara, en sem svar- aði til upphæðarinnar á mynt- inni. Aðstoðarforstjóri myntslátt- unnar sagðist hafa haldið, að þetta væri gert fyrir eitt rikis- safnanna, en játaði svo að hafa látið slá mynt fyrir 25.000 franka. Myntsláttumaðurinn hafði svo sjálfur slegið skildinga fyrir 30.000 mörk, þar að auki. Ætla að vísa stríðsglœpamönn- um úr Bandaríkjunum Bandarisk yfirvöld búa sig undir að fá vísað úr landi sjö mönnum, sem grunaðir eru um stríðs- glæpi í þjónustu nasista, en menn þessir eru nú bú- settir í Bandaríkjunum. Yfirmaður innflytjendaskrif- stofunnar, Leonard Chapman, vildiekki nafngreina mennina við fréttamenn, en sagði, að um væri að ræða glæpi eins og morð og fleira, einkanlega á gyðingum. Striðsglæpir þessara manna eru sagðir hafa verið framdir i Póllandi, Litháen og Lettlandi. Iran hefur enn til yfirheyrslu sovéskan herflugmann, sem fluði á litilli flugvél frá Sovétrikjunum og lenti i Iran. Flugmaðurinn hef- ur óskað eftir hæli i Bandarikjun- um sem pólitiskur flóttamaður. Yfirvöld eru sögð hafa mál Nöfn mannanna verða birt, þegar réttarhöldin heljast, sem verður innan mánaðar. Til vitnis gegn mönnunum verður sótt fólk alla leið til Israel. hans enn til athugunar, en sov- éska sendiráðið hefur spurst fyrir um flugmanninn hjá utanrikis- ráðuneyti trans. -Bandarikja- stjórn hefur ekki enn verið til- kynnt formlega um beiðni flug- liðsforingjans. Annar sovéskur flug- maður biður hœlis Fhkksbrœður CaKaghans óánœgðirmeð stefnu hans James Callaghan, for- sætisráðherra Bret- lands, má búast við kuldalegum kveðjum, þegar hann ávarpar bræður sina i Verka- mannaflokknum breska i dag, en þeir vilja fleiri orðið að hann snúi við blaðinu i efnahagsað- gerðum stjórnar sinnar. Arsþing flokksins hófst i Blackpool i gær og er meirihluti þingfulltrúa sagður i andstöðu við stefnu stjórnar Callaghans um samdrátt i útgjöldum þess opin- bera. Strax i gær voru samþykktar nokkrar ályktanir, sem gengu allar á einn veg, nefnilega að for- dæma efnahagsaðger ðir Callaghans. Hvort þessi andstaða flokks- manna hrifur á Callaghan og rikisstjórnina, er svo annað mál. Stjórnin nýtur stuðnings verka- lýðsfélaganna, sem tryggir henni frið á vinnumarkaönum og um leið ráðrúm til að framfylgja stefnu sinni, hvað sem liður kurr óbreyttra flokksmanna. Mesta gremju flokksmanna vekur atvinnuleysið, sem nú nær til um 1,5 milljón manna, en það erum 6,2% vinnuaflsins i landinu. [Jf..... Þingmaður rœndur Alan Cranstan, öldunga- deildarþingmaður Kaliforniu, var rændur i fyrrakvöld, en ræninginn hélt honum I skefj- um með einni af skammbyss- um þeim, sem þingmaðurinn beitirsér fyrir að verði bann- aðar með lagasetningu. Hirti ræninginn veski hans með 100 dollurum og arm- bandsúr. Cranstan er meðal þeirra, sem vill herða eftirlit með skotvopnum og banna sölu þeirra án sérstakra byssu- leyfa. Hann er þriðji þingmaður- inn, sem sætt hefur vopnaðri árás siðustu árin. John Stennis öldungadeildarþingmaður var skotinn i kviðinn nærri heimili sinu, þegar tilraun var gerð til aö ræna hann. William Prox- mire var rændur, þegar hann var að skokka frá þinghöllinni heim til sin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.