Vísir - 01.10.1976, Page 10
10
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davift Guömundsson
Ritstjórar: þorstcinn Pálsson, ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson
Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson
Blaðamcnn: Anders Hansen, Anna Heiöur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir,
Einar K. Guöfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálssoíi, óiafur
Háuksson, óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriöur Egilsdóttir, Sigurveig Jóns-
dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir.
tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson'
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. ,
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 88611 j
Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 I
Ititstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611.7 linur
Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.
1 lausasölu 60 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Um fjármál stjórn-
málaflokka
1 utnræðum um þau margvis-
legu spillingamál, sem upp hafa
sprottiö undanfarin misseri,
hafa margir orðiö til þess að
velta fyrir sér orsökum þessa á-
stands. Sumir kenna verðbólg-
unni um, aörir einhverju enn
ööru. Við blasir að almenn fjár-
þröng islenskra stjórnmála-
flokka gerir þá viðkvæma fyrir
fjárhagslegum þrýstingi. Is-
lendingar hafa hingað til varið
litlu fé til stjórnmálastarfsemi,
og afleiðingin verið léleg stjórn-
málastarfsemi.
I nútima þjóöfélagi getur eng-
in stjórnmálahreyfing vænst
þess að ná einhverjum árangri
án þess að hafa úr einhveriu fé
að spila. Skiptir hér ekki ntáli,
hvort hreyfingin er stór eða litil,
með há markmiö eða smá. Hús-
næði, útgáfustarfsemi, skrif-
stofuhald og feröalög eru óhjá-
kvæmilegir þættir i stjórnmála-
starfsemi nútimans og allir
kosta þeir fé. Hér eiga menn
ekki valkost um hvort, heldur
einungis hvernig stjórnmála-
starfsemi er fjármögnuð.
Hér á landi nýtur stjórnmála-
starfsemi einskis opinbers fjár-
hagsstuönings, sem tali tekur.
Stjórnmálaflokkar þurfa sjálfir
að snapa fé hjá fylgismönnum
sinum, fyrirtækjum og einstak-
lingum. Arangur viröist tregur,
þvi allir flokkar kvarta undan
þvl að geta ekki starfaö eðli-
lega, sökum fjárskorts. Við
þetta bætist aö hér á landi,
nýtur engra reglna um fjármál
stjórnmálaflokka.
Spillingarhætta
Þessar aðstæður eru augljós
jarðvegur spillingar. Stjórn-
málaflokki i fjárþröng, sem fær
boð um vænan fjárstyrk frá
fyrirtæki eöa einstaklingi, gegn
pólitiskri fyrirgreiðslu, er hætt
viö að falla útaf þröngri braut
dyggöarinnar. Atburöir siöustu
missera sýna aö hætta þessi er
virk hér á landi. Nú virðist timi
til kominn, að menn viðurkenni
þörf stjórnmálaflokka á rekstr-
Finnur Torfi
Stefánsson skrifar:
arfé og taki afstöðu til þess,
hvort núverandi ástand á að
rikja áfram, með tilheyrandi
spillingu eða a.m.k. spillinga-
hættu. Hinn valkosturinn er að
taka upp opinbera styrki til
stjórnmálastarfsemi og upplýs-
ingaskyldu um fjármál og
framlög til stjórnmálasamtaka.
Slikur Styrkur ætti aö miöast við
þarfir og fylgi meðal kjósenda.
Taka þarf af tvimæli um bók-
haldsskyldu stjórnmálaflokka
og gera þeim skylt, aö birta
opinberlega yfirlit yfir fjárreiö-
ur sinar, þar sem fram komi
hver framlög hvers og eins eru.
Ennfremur að setja reglur um
hámark þess, sem hver borgari
má gefa.
Nú hafa öll helstu lýðræðisríki
umhverfis okkar, tekiö upp til-
högun af þessu tagi. Meira aö
segja Bretar, sem kunnir eru að
öðru en að flana að málum, hafa
nú i bigerö, að taka þetta upp.ts-
land er að verða eina landið i
okkar heimshluta, sem sættir
sig viö lögmál frumskógarins i
þessum efnum.
Um mótrök (
I umræðum um þessi efni,
hafa heyrst raddir, einkum
meðal stuðningsmanna Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins, sem mæla gegn opin-
berum stuðningi og upplýsinga-
skyldu um framlög til stjórn-
málaflokka. Þrjár röksemdir
hafa veriö bornar fram, tvær
opinberar, ein óopinber. Hinar
opinberu röksemdir eru þær, að
þjóðin hafi ekki efni á þvi aö
veita fé til stjórnmálastarfsemi,
og hámarksregla og upplýs-
ingaskylda um framlög skeröi
frelsi einstaklingsins. Það er
auðvitað rétt sjónarmiö, aö
gæta ýtrustu aðsjálni I útgjöld-
um rikisins. Þegar hins vegar er
litiö til þeirra hagsmuna, sem
þjóðin hefur af þvi að endur-
reisa heilbrigt stjórnmálalif i
landinu og ennfremur þeirrar ó-
ráössiu, sem viða gætir I rekstri
opinberra stofnana, er ljóst að
hér eru eigi efni til að horfa I
krónurnar. Hvað varðar frelsi
einstaklingsins, hljóta allir að
samþykkja, að það getur ekki
náð til þess að fá að múta
stjórnmálamönnum. Reglur um
hámark framlaga og upplýs-
ingaskyldu, yrðu einungis miö-
aðar viö, að koma i veg fyrir
mútur og hefðu þvi ekki i för
með sér meiri skerðingu á frelsi
manna, en núgildandi ákvæði
hegningarlaga um þessi efni
gera.
Hin óopinbera röksemd er
raunverulegri og vegur þyngra
þegar á reynir. Sumir stuön-
ingsmenn Framsóknarflokksins
og Sjálfstæöisflokksins telja
flokka sina hafa mun rýmri
fjárráð en aðrir keppinautar i
stjórnmálum og vilja gjarnan
láta þá njóta þess, svo lengi sem
fært þykir. Ekki er óliklegt að
hér meti menn hagsmuni sina
rangt. Stjómmálaflokkar eiga
nú almennt erfitt uppdráttar,
sökum skorts á trausti meðal
alls almennings og jafnvel eigin
fylgismanna. Þetta vantraust á
ekki sist rætur að rekja til
þeirra áhrifa, sem svonefndir
„kraftaverkamenn” virðast
hafa. Gætu flokkarnir losað sig
úr klóm „kraftaverkamann-
anna” og endurheimt traust
kjósendanna I staðinn, viröist
það góður ávinningur, einnig
fyrir Framsóknarflokk og Sjálf-
stæðisflokk. Og ekki er óliklegt,
að sá ávinningur reynist happa-
drýgri, þegar til lengdar lætur,
en fjárhagslegur aðstöðumunur
fram yfir hina flokkana.
Þörf sérfræðiþekkingar
Ýmis atriði varðandi réttarkerfið í landinu eru nú í
endurskoðun á vegum dómsmálaráðuneytisins.
Frumvörp um þessi efni verða lögð fram, er alþingi
kemur saman í haust, verið er að leggja drög að
öðrum og nýjar nefndir kanna þörfina á breytingum
ýmissa annarra laga til dæmis um hlutafélög, sem
talið er að hafi verið ábótavant.
Þetta er í sjálfu sér allt gott og blessað svo langt
sem það nær. Það er ekki nóg að breyta lögum ef
embættismenn nýta ekki heimildir laganna til þess að
veita nauðsynlegt aðhald og sinna rannsóknarskyldu
sinni. Margt bendir til dæmis til að ýmsir skiptaráð-
endur haf i ekki staðið í stöðu sinni varðandi könnun á
högum og bókhaldi eigenda hlutafélaga, sem tekin
hafa verið til gjaldþrotaskipta.
ótal dæmi eru um það, að sömu aðilar stofni sífellt
nýtt hlutafélag, þegar hið síðasta er orðið gjaldþrota:
þeir geta aftur og aftur stofnað til nýrra f járskuld-
bindinga um sama reksturinn og lifað í vellystingum,
en þeir sem hafa látið glepjast af löglegum en
siðlausum hlutafélagastofnunum af þessu tagi, sitja
með sárt ennið og óbættan skaðann eftir að gamla
hlutafélagiðer orðið gjaldþrota en nýtt félag tekið við
sama rekstrinum og eigendur þeir sömu. Þessi leikur
virðist hafa verið leikinn við rekstur veitingahúss eins
i Reykjavík og enn dunar þar dansinn.
Mannfæð og tímaskorti er gjarnan borið við þegar
seinagangur afgreiðslu dómsmála er tii umræðu og
má vel vera að það sé rétt í sumum tilvikum. Líklegt
er að skortur á sérþekkingu löglærðra manna á sviði
bókhalds og endurskoðunar hafi oftar orðið til þess, að
ekki hefur verið kafað undir yfirborðið F sambandi við
slik mál.
En það er þörf sérhæfileika eða sérþekkingar á
fleiri sviðum löggæslu og dómsmála. Æðstu menn
ýmissa embætta dómkerfisins eru til dæmis mikiir
lögvísindamenn, en það er ekki þar með sagt að þeir
séu góðir og röggsamir stjórnendur daglegs rekstrar
þessara stofnana.
Eflaust væri þörf á að ráða rekstrar- og skipulags-
fróða menn til ýmissa þessara embætta, og yrðu þess-
ir menn þá hægri hönd lögspekinganna og önnúðust
daglega stjórn.
Það er heldur ekki sjálfsagður hlutur að menn séu
góðir lögfræðingar og einnig sérfræðingar á sviði af-
brotafræða og glæparannsókna. i sumum tilvikum er
sú raunin á, en hin dæmin eru eflaust mörg, þar sem
þetta fer ekki saman. Við því er heldur ekki að búast
þar sem ekki er um að ræða neina kennslu í þessum
greinum í lagadeild háskólans. Löglærðir sakadómar-
ar, sem fá til rannsóknar alvarleg afbrotamál þyrftu
því að hafa sérmenntun í þessum fræðum, en hún fæst
einungis í lögregluskólum erlendis.
Væntanlega verður á þessu atriði grundvallarbreyt-
ing með frumvörpum þeim, sem dómsmálaráðherra
hyggst leggja fyrir haustþingið, þegar skýrari skil
verða gerð milli lögreglu- og dómsvalds.
En þörfin fyrir sérmenntaða lögfræðinga á ýmsum
sviðum eða sérfróða menn þeim til aðstoðar verður
jafn-brýn og áður.
Föstudagur 1. október 1976 VISIR