Vísir - 01.10.1976, Qupperneq 11
11
visir Föstudagur 1. október 1976
1......... . -------- I
Þótt furðulegt megi telja hagar
ekki svo til i húsakynnum þing-
manna, að þau auðveldi þeim
samvinnuna um valdið við al-
menning. Við þekkjum það úr
ýmsum atvinnugreinum, að
vinnuaðstaða er þar misjafnlega
hættuleg. Ekki er hægt að segja
að vinnuaðstaða þingmanna sé
hættuleg i bókstaflegri merkingu.
En ef við virðum fyrir okkur
þinghús á Norðurlöndum bera
þau oftar en hitt keim af þvi, að
þar séu að starfi stofnanir sem
hýsi fasta starfsmenn en ekki
hetjur málsnilldar og framsýni,
sem láta auðnu ráöa hvort staöiö
er við lengur eða skemur.
Stólarnir og borðin og gagna-
staflarnir á borðunum benda
eindregið til til þess, að menn hafi
komið sér fyrir til langframa i
þessum salarkynnum lýöræðis-
ins. Kaffistofan á næsta leyti eyk-
ur enn á það andrúm varanleik-
ans, sem mætir auganu strax og
litið er yfir þingsalinn.
Sá þingsalur, sem kemst næst
þvi að vera nógu óþægilegur, til
að enginn verði grunaður um að
vilja dvelja þar lengur en nauð-
syn krefur, er málstofa brezka
þingsins. Þar er setið á lang-
bekkjum og aðbúnaðurinn viröist
beinlinis koma i veg fyrir að
menn séu grunaðir um að vilja
sitja þar til langframa. Mjög hef-
ur verið rætt að virðingu þinga
hraki.Slikt á sinar uppsprettur i
hugum almennra kjósenda að
einhverju leyti, sem vilja ekki að
þingmenn liti á sig sem embættis-
menn eða skrifstofuþingmenn
heldur kyndilbera framvindunn-
ar og stjórnviskunnar. Einn hlut i
þessu eiga svo hinar svonefndu
flokksmaskinur, sem hafa
tilheigingu til að ýta til þingsetu
fremur hægu og viðráðanlegu liði
og samstarfsþýðu innan þing-
flokkanna. Skrifstofuhaldið getur
þá gengið þeim mun snurðulaus-
ara fyrir sig. En það er efamál að
einmitt slikir þingmenn séu hin-
um almenna borgara að skapi.
Aukin samvinna um valdið mundi
leiða það i ljós. Tilgáta min bygg-
ist á þeirri vitun* að vagga lýö-
ræðis er maðurinn sjálfur,
hugsanirhans og orð, en ekki góð-
ur stóll, borð með prentgögnum
og kaffistofa i nágrenninu.
Margt i lögum og reglugerðum
vekur nokkra furðu leikmanna,
vegna þess að sumt er þar óljóst
orðað til að veita nokkurt svig-
rúm 1 framkvæmdinni. Hiö sama
er að segja um stjórnmálaálykt-
anir. Þær verða að vera almennt
orðaðar til aö sem fiestir geti sætt
sig við þær. Þessar aðferöir hafa
eflaust lætt inn grun im stjórn-
leysi og vanmátt stjórnmála-
manna, eða það sem verra er,
hugmynda um skipulagða meðal-
mennsku. Kannski er hér um að
ræða einn þátt lýöræöis, en rými
innan laga og ályktana og of laus
tök yfirleitt leiða til hungurs eftir
sterkum mönnum eöa öfgum. Og
þá er að meta hvort betra sé
óljóst orðalag, sem vekur grun-
semdir þeirra, sem minna skilja i
þessum efnum, eða það öfunds-
vsrða hlutskipti stjórnmála-
mannsins að standa með af-
dráttarlausri og virðingarveröri
skoðun sinni — eða falla. Hinir
loðmæltu stjórnmálamenn sitja
kannski alla ævi á þingi, trúir
þingflokki sinum, en þeir heyrast
illa meðal fólksins.
Virðist hafa gleymst
að breyta valdinu i
almennara horf
Embættismenn i ráðuneytum
og stjórnarstofnunum leggja lika
sitt af mörkum til að viðhalda
þeim trúnaðarbresti, sem rikir
milli almenns borgara annars
vegar og stjórnmálamanna hins
vegar. Meðan embættismenn
sátu i skjóli einvalda voru þeir
bæði að framfylgja guðs lögum og
lögum manna. Þá skipti ekki ýkja
miklu máli hvernig þeir höguðu
sér,af þvi borgarinn leitsvo á, að
allt vald væri óvinveitt og til bölv-
unar. Skuggi þessara almennu
viöhorfa til valdsins hvilir enn yf-
ir stjórnmálunum. Þrátt fyrir
miklar breytingar, einlægan
framfaravilja og öfluga sam-
hjálparstefnu siðustu áratuga
virðist hafa gleymst að breyta
valdinu i almennara horf. Það
vekurenn tortryggni borgaranna,
og þeim einum er um að kenna,
sem dýrka valdið valdsins vegna.
Það er nefnilega enn til mikið af
stjórnmálamönnum, sem ekki
þola völd og ganga með snert af
gamla einvaldanum i brjóstinu.
Pólitik þeirra hefur oft keim af
sjónarspili, þótt þeir kyssi ekki
börn i kosningaleiðöngrum hér á
Norðurlöndum, og þeim hefur
láðst að nálgast allan almenning i
öðru en rikisforsjánni.
Embættismenn koma yfirleitt
úr skólum til starfa sinna, flestir
með staðgóða þekkingu i húman-
iskum fræöum. Sem forhlið að
valdakerfinu kunna þeir sáralitið
til verka, þótt þeir læri af reynsl-
unni. Ráðuneyti og stjórnar-
stofnanir geta að vfsu ekki haft á
sér svip hjarðf jósa, þar sem allir
ganga út og inn að vild. Hins veg-
ar er borgarinn fljótur að tengja
allan seinagang og tregðu við
vélabrögð andsnúins valds.
Stjórnarstofnanir ýmiskonar eru
þvi viðkvæmir staöir, sem geta
eftir atvikum ráðið miklu um við-
horf til stjórnmála. Það riður þvi
á miklu að embættismennirnir
geri sér grein fyrir þvi, að þeir
eru þjónar þjóöfélagsins en ekki
herrar þess.
Rikisforsjáin getur
gengið út i öfgar
t ýtrustu myndum sinum eru
vald og frelsi andstæður. Það er
starfi stjórnmálamannsins að
rækja það jafnvægi, sem rikja
verður á milli þessara höfuðatr-
iöa stjórnarfarsins. Rlkisforsjá
og fyrirgreiðsla ýmis konar er
hluti valdsins. Þetta tvennt getur
verið jákvætt eftir atvikum, en
það leiðir hvorki til meira frjáls-
ræðis né eflir úrræði einstaklings-
ins. Að lokum getur farið svo, aö
hann hreyfi sig litið án forsjárinn-
ar að ofan. Þá minnir hann meira
á ákveönar tegundir búskapar en
frjálsborinn mann. Borgarinn
óttast þessa þróun, þótt hann i
sjálfu sér sé samþykkur ýmsum
greinum rikisforsjár I mynd vax-
andisamhjálpar. En rikisforsjáin
getur gengið út i öfgar. Viö höfum
raunar fyrir augunum heil þjóð-
riki, sem byggja ekki lengur á
frumkvæði einstaklingsins um-
fram það sem rikisforsjáin
heimilar. Það mætti spyrja
Alexander Solsjenitsyn hvernig
væri að búa viö slikt vald.
Þótt margt hafi verið gott gert
á Vesturlöndum stjórnarfarslega
séð, og lýöfrelsi sé viðast virt til
rlndriði G. Þorsteinsl
son rithöfundur skrifan
hins ýtrasta, hefur það ekki kom-
ið I veg fyrir, að andstaðan viö
valdið hefur sjaldan birst I harð-
vitugri myndum en einmitt nú.
Ofgahópar, sem starfa utan laga
og réttar telja athæfi sitt til
stjórnmálastarfsemi. Þeir lita
jafnvel á sig sem frelsishetjur.
Við teljum að þá skorti allar for-
sendurfyrir slikum yfirlýsingum.
Það þýöir þó ekki að valdbeiting-
in innan Iýðræðisins þurfi ekki
stöðugrar endurskoðunar viö.
Að læðast
bakdyramegin
að lýðræðinu
Mikið af tima stjórnmála-
manna fer til að sinna áætlunar-
gerð um efnahagslega forsjá.
Þeir eru flestir til með að ræða
efnahagsmál. Minna fer fyrir
umræöu þeirra um menningar-
lega forsjá. Oftar en hitt beinist
sú umræða einkum að kennslu-
málum, hafiþau ekki verið fengin
embættismannavaldinu I hendur
umræðulitið. Að öðru leyti heyra
menningarmálin mest undir al-
menning af öllum þeim atriðum,
sem flokkast til stjórnmála. Þau
eru sá ventill, sem ætlaður er til
að halda jöfnum þrýstingi.
Stjórnmálamenn gæta þess yfir-
leitt ekki sem skyldi, að
menningarstefnur eru samtvinn-
aöar stjórnmálastefnum, og
næstum sá eini vettvangur, þar
sem hægt er að læðast bakdyra-
megin að lýðræðinu og kveikja I
húsinu. Þetta er þegar vitaö af
þeim.sem hafahug á ikveikjunni.
Þótt fjárlög séu nú aö stórum
hluta bundin af föstum útgjöldum
virðist jafn mikill timi og áður
fara I skiptingu hins óbundna
hluta fjárlaga. Dæmi eru til þess
að rúmlega tuttugu prósentum
fjárlaga sé óráðstafaö frá ári til
árs. Gróft sagt gæti þetta þýtt að
stjórnmálamenn heföu aðeins
rúmlega tuttugu prósent vald á
rikinu. Þeir hljóta sjálfir að finna
mjög fyrir þeirri spennitreyju.
Þeir hafa að vissu leyti afhent
völdin út fyrir mannlegt svið og
gert þau að einskonar náttúrulög-
máli eða sjálfhreyfiafli innan
stjórnkerfisins. Ekki eykur það á
virðingu almennings fyrir vald-
inu, að vita það sitja bóndafagnaö
i sambýlisþrengslum við slikt
náttúrulögmál.
A verðbólgutimum og timum
oliukreppu er auðvitað mjög
bagalegt aö geta aöeins fjallað
um litinn hluta fjárlaga. Þegar
svo er komið hefst dansinn við
tölfræðingana. Þeir reikna hvaö
sem vera vill, en almenningi
finnst að meö slikum útreikning-
um sé stjórnmálamaöurinn að
firra sig ábyrgð. Efnahagsstjórn-
in hefur verið afhent sérfræðing-
um. Askilinn réttur þrýstihópa
um fastar sneiðar af kökunni er
kominn i staðinn fyrir samvinnu
um völd og skilning á þvi, að hinn
áskildi réttur kemur ekki lengur
úr hendi einvalda nitjándu aldar
heldur úr sameiginlegum sjóði
okkar sjálfra.Konungsfjárhirslan
er orðin almannasjóður án þess
að almennt viðhorf til opinberra
fjármuna hafi breyst að mun i
meira en öld.
Þótt aukin samvinna um valdið
sé nauðsynleg bæði fyrir almenn-
ingiog stjórnmálamenn, og þeirri
samvinnu sé hvergi nærri full-
nægt i kjörklefanum einum, er
leið stjórnmálamannsins út úr
lokuðu umhverfi sinu oftar en i
kosningum næsta torgeng. Þó er
ekki útilokað að hann geti haldið
uppi einskonar beinu stjórnmála-
sambandi við borgarann með þvi
aö hlusta meir eftir sjónarmiðum
og skoðunum i einstöku tilfellum
en gert hefur veriö. Þetta er hægt
með fundahöldum, skoöanakönn-
unum og upplýsingamiðlun. Eins
og nú háttar einkennist samband-
iö við almenning um of af svo-
nefndu yfirliti um stjórnmál, þeg-
ar framtiðin skiptir mestu máli.
Sé hægt að tala um arkitektur i
stjórnmálum, þá eiga stjórn-
málamenn fyrst og fremst að
vera arkitektar framtiðarinnar.
Og þaö þurfa sem flestir að sam-
þykkja teikningarnar.
Borgarinn var
ekki spurður hvort
ætti að hefja
heimsstyrjöldina síðari
Við höfum séð þess nokkur
dæmi, að almenningur hefur ver-
ið vélaður til að fylgja stefnumið-
um, sem hafa reynstbeintofstæki i
framkvæmd. Sumpart hefur
þetta stafað af veikleika, uns svo
seinni hluti
hefur farið að öll samvinna um
völd hefur verið lögð niður, jafn-
vel i kjörklefanum. Or þvi varð
ekki snúið við. Enginn maöur er
fulikominn og ekki stjórnmála-
maðurinn heldur. En vegna stööu
sinnar og þeirrar tiltrúar sem
hann nýtur, veröur það þyngra á
metunum láti hann blindar hvatir
ráða geröum sinum, en þótt
almennur borgari misstigi sig i
daglegu lifi. Við skulum ekki
gleyma þvi, aö ýmislegt af þvi
versta, sem yfir okkur hefur dun-
ið á þessari öld átti sitt stjórn-
málalega upphaf. Borgarinn var
ekkí spurður hvort hefja ætti
heimsstyrjöldina siðari. Sam-
vinnan um valdiö var i lágmarki,
enda hófst hún fyrir tilverknaö
einræöis. Vinnuplan lýðræöisins
hafði enn einu sinni fariö úr
skorðum. Notkun atómvopna i
hernaði var einnig stjórnmálaleg
ákvörðun þótt nú sé talið að i
þremur tilfellum af milljón geti
slik sprenging breytt andrúms-
loftinu i sand. Ég býst ekki við að
almennir borgarar hefðu viljaö
samþykkja neitt af þessu, ef þeir
hefðu verið spuröir. Og stjórn-
málaástandið i Evrópu bendir
jafnvel til þess aö lýðræðiö i nú-
verandi mynd ætli varla að veröa
annað og meira en leiftur um
nótt, sögulega séð. Bændur,
iðnaðarmenn og sjómenn verða
ekki spuröir hvenær því lýkur.
Þurfum að undir-
búa næstu sigra
betur
Ýmsar ástæður liggja til þeirr-
ar þreytu almennings á stjórn-
málum, sem lengi hefur veriö
töluvert áberandi og viröist fær-
ast i vöxt með hverjum áratugn-
um sem liöur. Þetta kann öðrum
þræði að stafa af þvi, að almenn-
ingur er ekki boöinn nógu skarpt
til leiksins. Stjórnmálamenn
þreytast lika, sem er ekki nema
mannlegt. Þeim er það manna
ljósast aö ekkert stendur I staö,
hvorki vinsældir eða fylgi og ekki
andúðin heldur. Oryggi þaö, sem
þeir eru að reyna að tryggja,
fyrirgreiöslan, sem þeir veita og
rikisforsjáin, er kannski ekki það
sem áhugaveröast þykir þrátt
fyrir allt. Það þykir ekki lengur
stjórnviska aö viðhalda nægri at-
vinnu. Nú heyrir atvinna til
almennum og sjálfsögðum mann-
réttindum, eins og góð húsakynni,
heilsusamlegt fæði, nýtisku
heimilistæki I litum og bill. Hinir
stóru sigrar dagsins hafa veriö
unnir. Viö þurfum að undirbúa
næstu sigra betur. Þess vegna
verða stjórnmálamennimir að
stiga út úr þingsalnum oftar en i
kosningum. Þeir þurfa aö hlusta
á fólkið og kenna þvi um leið, aö
valdið er hvergi á einum staö
heldur meöal þess sjálfs.