Vísir - 01.10.1976, Page 18

Vísir - 01.10.1976, Page 18
18 C W1 wVf wH Föstudagur 1. október 1976 vísm Umsjón: Sigurveig Jónsdóttir D Fyrsta barnaleikritiö sem tekiö er til sýninga á þessu hausti er „Litli prinsinn”, en sýningar á þvi hefjast i Þjóö- leikhúsinu n.k. sunnudag. Leikritiö var sýnt tvisvar sinnum á Listahátið i vor. 1 þvi koma fram bæöi leikarar og leikbrúöur. A Listahátlöar- sýningum voru brúðustjórnend- urnir sænskir, frá Marionett- leikhúsinu í Stokkhólmi, en is- lenskir leikarar fluttu textann. Brúöur og sviösbúnaö hefur Mariónettleikhúsiö lánaö til sýninganna. Nú hefur Þjóöleikhúsiö fengiö islenska brúöustjórnendur til liös við sig. Eru þaö fjórir félag- ar úr Leikbrúöulandi, þær Bryndís Gunnarsdóttir, Erna Guömarsdóttir, Hallveig Thor- lacius og Helga Steffensen. ÞórunnMagnea Magnúsdóttir fer með hlutverk litla prinsins og stjórnar þeirri brúöu aö nokkru. Aörir leikarar eru Briet Héðinsdóttir, Flosi ólafsson, Hákon Waage, Erlingur Gisla- son, Sigmundur Orn Arngrims- son og Steinunn Jóhannesdóttir sem jafnframt er aðstoöarleik- stjóri. Leikstjórinn Michael Meschke er nú staddur hérlend- is og leggur hann siöustu hönd á verkiö. Leikritiö byggir á frægri sögu frakkans Antione de Saint-Exupéry, en þar segir frá flugmanni sem nauölendir i eyöimörk og rekst þar á ungan dreng, litla prinsinn, sem skýrir honum frá ævintýrum sinum og feröalögum um himingeiminn. Hluti leiksins gerist úti i himin- geimnum og er þá leikiö viö últra-fjólublátt ljós, þannig að brúöustjórnendur eru ósýnilegir en brúöur og aörir leikmunir þeim mun skýrari I fjölbreytt- um litum. LITIR OG FORM AÐ KJARVALSSTÖÐUM „Þau verk sem ég sýni hér eru mörg hver unnin I tengslum viö kennslu mina I lit- og form- fræöi viö Myndlista- og handiöa- skólann. i þeirri grein er reynt á vísindalegan hátt aö komast til botns I grundvallarlögmálum lita og forma. Þó er hér ekki um visindalega skýrslu aö ræöa, heldur myndlist,” sagöi Höröur Agústsson listmáiari I samtali viö VIsi. Höröur opnar I dag sýninguna „tlr lit- og formsmiöju 1953-76” aö Kjarvalsstööum. A sýning- unni eru 96 myndir, þar af 56 lit- bandamyndir sem flestar eru geröar á siöustu þremur árum. Eldri myndirnar eru flestar ljósmyndaöar teikningar og samklippur. Höröur sagði aö þetta væri fyrsta sýning sin á þessu efni og þessari afstöðu. Myndirnar teldust til afstrakt listar, en markmiö þeirrar tegundar list- ar heföi verið aö leita inn á viö og reyna aö finna gildi og áhrifamátt lita og forma til til- finningalegra tjáninga. Höröur Agústsson sýndi fyrst opinberlega i Paris áriö 1949, en siöast sýndi hann I Norræna húsinu voriö 1975. Sýningin „Úr lit- og formsmiöju” veröur opin daglega kl. 16-22. Hörður Agústsson viö eina mynda sinna. Ljósm Loftur. „Á YIÐ EINS ÁRS SETU í LISTASKÓLA" Bandarísk nútímaverk sýnd í Menningarstofnun Bandaríkjanna „Sýningin „American printmakers” er ein af allra bestu grafik- sýningum sem hingaö hafa komiö.. Aö skoöa slika sýningu er vel á viö eins árs setu i listaskóla. Hún sýnir ótvirætt aö bandariskir lista- menn eru meö þeim fremstu á myndlistarsviöinu iheiminum.” Þetta er umsögn Einars Hákonarsonar listmálara um sýningu 48 listaverka eftir 36 bandariska nútimalistamenn sem nú stendur yfir I Menningarstofnun Bandarikjanna aö Neshaga 16. Sýning þessi er mjög fjölbreytt. Þar er aö finna grafikmyndir, silkiprent, tréskurö , steinprent, upplyftimyndir o.fl. Verkin eru frá Jane Haslem Gallery I Washington og munu þau fara héöan til sýninga á hinum norðurlöndunum. Meöal þeirra sem eiga verk á sýningunni eru nokkrir frægir lista- menn, s.s. Josef Alberts, Mark Tobey, Clais Oldenburg, Antonio Frasconi og Gabor Peterdi svo nokkrir séu nefndir. Sýningin veröur opin daglega kl. 9-6 til mánudagskvölds.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.