Vísir - 16.10.1976, Side 1
Siddegisblað fyrir
fjfóisHyiduna
alla #!k flfcWftifciBM
Börn á forskólaaldri í Reykjavík:
Þriðjungur á dagvist-
unarstofnunum
Rúmlega 35% allra
barna i Reykjavik á for-
skólaaldri þ.e. fimm ára
og yngri njóta dag-
vistunar, annað hvort
allan daginn eða hluta
úr degi. Þetta kemur
fram i skýrslu, sem
Félagsmálastofnun
Reykjavikurborgar hef-
ur gert og eru tölur úr
henni frá 1. október.
í viðtali Visis við Svein H.
Ragnarsson, forstöðumann
Félagsmálastofnunarinnar, kom
fram að 2.213 börn njóta dagvist-
unar hjá Sumargjöf, en 486 börn
eru á stofnunum sem reknar eru
af foreldrum, fyrirtækjum eða
húsfélögum. Börnin eru ýmist
allan daginn á dagheimilum eða
hálfan daginn i leikskólum. Auk
þess eru 127 börn á skóladag-
heimilum, þar af 92 á skóladag-
heimilum á vegum Sumargjafar
en 35 á skóladagheimilum fyrir
sjúkrahús, en þau reka umfangs-
mikla dagvistunarstofnanir.
Að jafnaði eru 400-500 börn i
dagvistun á einkaheimilum, sem
leyfi hafa fengið hjá Félagsmála-
stofnuninni til sliks rekstrar.
Einkaheimilin hafa frá einu upp i
fjögur börn hvert og eru þau
heimilifrá 160 upp i 200, sem hafa
leyfi stofnunarinnar til dagvist-
unar og eru undir eftirliti hennar.
Börn á forskólaaldri i Reykja-
vik eru rúmlega 8.600 og sam-
kvæmt skýrslunni njóta um 3.100
þeirra dagvistunar.
Þá eru ekki talin með þau börn,
sem kunna að vera i gæslu án
vitundar Félagsmálastofnunar-
innar.
Þrátt fyrir þennan fjölda barna
á dagvistunarstofnunum, er eftir-
spurninni engan veginn fullnægt,
þvi hjá Sumargjöf biða 407 börn
jiess að fá pláss á dagheimilum,
og 51 barn biður eftir vist á skóla-
dagheimili og 989 börn biða þess
að fá að komast i leikskóla.
—RJ
Þessa mynd tók Jens ljósmyndariaf henni Beggu heima hjá afa og ömmu hennar í gærkveldi, rétt áður
en hún fór að hátta.
Ég er bara kölluð Begga...
Nýjar persónur munu koma
við sögu i Stundinni okkar I
sjónvarpinu á morgun, að þvi er
segir i sjónvarpsdagskránni,
þau Viddi og Begga, en þau
munu kynna efni þáttarins
hálfsmánaðarlega á móti Paila
og Sirri.
Að þvi er Visir kemst næst
heitir Viddi fullu nafni Viðar
Eggertsson, og er nýútskrifaður
úr Leiklistarskóla rikisins. Aft-
ur á móti gekk blaöinu erfiðleg-
ar að fá upplýsingar um það,
hver Begga væri. Þaö tókst þó i
gærkveldi og kom Iljós, að þetta
er ein af yngismeyjum höfuð-
borgarinnar.
Eftir að ljóst var orðið, hvar
hún bjó, lögðu Vísis-menn þang-
að leið sina og heilsuðu upp á
dömuna.
„Ég heiti Bergljót, en er bara
kölluð Begga”, sagði hún er við
spurðum nánar um nafn henn-
ar.
„Hvað ertu gömul?”
,,Ég er nú orðin dáiitið stór,
þvi að ég er komin i sex ára
bekkinn”.
,,Er mamma þin ekki
heima? ”
„Nei, hún er að læra úti i út-
löndum, en ég á heima hérna
hjá afa og ömmu. Þau eru svaka
góð...”
„Þekkirðu Palla?”
,,Já, auðvitaö, — heldurðu að
það þekki ekki allir hann Palla.
Hann er svo sniðugur i
sjónvarpinu”.
„Og nú ætlar þú lika að fara
að tala við krakkana I sjónvarp-
inu, er það ekki?”
„Já ég fer i heimsókn i sjón-
varpshúsið á sunnudaginn. Það
var .einn maður búinn að bjóöa
mér að koma þangað og ég er
viss um að það verður svo
gaman...”
Og þegar hér var komið sögu
kallaði amma hennar Beggu á
hana, og sagði að hún yrði að
fara að koma að hátta, þvi að
klukkan væri orðin átta. Við
þökkuðum fyrir okkur og
ákváðum að biða rólegir þangað
til á sunnudaginn og sjá, hvað
gerðist i Stundinni okkar.
Þrótt fyrir aukið útflutningsverðmœti:
Engin efni til að
slá upp veislu
— segja fiskvinnslumenn
Þær hækkanir sem hafa orðið á
verði útfluttra sjávarafurða hafa
engan veginn runnið sem óskiptur
hagnaður i vasa fiskvinnslunnar.
A móti þessum hækkunum hefur
komið kostnaðursem gerirþað að
verkum að bætt útflutningsverð-
lag gerir varla betur en að halda I
kostnaðarhækkanir hér á landi.
Fiskvinnsluna skortir þvi öll efni
til að slá upp veislu.
Þetta er niðurstaðan af
upplýsingum sem Visir hefur
fengið hjá Sambandi fiskvinnslu-
stöðva, vegna frétta um mikla
hækkun á fiskafurðum á mörkuð-
um erlendis.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sambandi fiskvinnslustöðva stafa
verðhækkanirnar að nokkru af
gengissigi islensku krónunnar. 1
öðru lagi hafa kostnaðarliðir
aukist svo hér á landi, að hækk-
andi útflutningsverðlag hefur
vart dugað til þess að brúa bilið. t
þriðja lagi, benda fiskverkendur
á, að magnaukning veldur
nokkru.
Aætlað er að útflutningsverðlag
hertra, saltraðra og frystra
sjávarafurða muni nema 11,2
milljörðum á þessu ári. Aukinn
kostnaður mun hins vegar vega
hátt á móti þessu bætta verðlagi.
-EKG
Batnandi efnahagur
kemur fram í ferða-
lögum og bílaeign
Arið 1968 ferðuðust 110.217
manns innanlands með flugvél-
um, þ.e. þeir sem leið áttu um
ReykjavikurflugvöII. Árið 1975
hafði þessi f jöldi rúmlega tvöfald-
ast, eða 240.455 manns fóru þá um
Reykjavlkurflugvöll i innan-
landsflugi. Það jafngildir þvi, að
hver islendingur hafi flogið inn-
anlands rúmlega einu sinni.
Arið 1945 voru 27,8 reykviking-
ar um hverja bifreið sem gerð var
fyrir 7 farþega eða færri. Á sama
tima voru 137,6 ibúar um hverja
bifreið, ef litið er á landið i heild.
Árið 1975 voru 3,3 ibúar I
Reykjavik um hverja bifreið af
framangreindum stærðum en 3,5
ibúar um hverja bifreiö, ef litið er
á landið i heild.
Arið 1945 voru 2,282 bifreiðar á
öllu landinu, af stærðinm sjö far-
þegar eða færri, en 1975 voru bif-
reiðar orðnar 63.900.
í dog fylgir Helgarblaðið
með tveimur vönduðum
viðtölum og morgskonar
öðru lesefni fyrir alla