Vísir - 16.10.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 16.10.1976, Blaðsíða 24
VISIR 1. des. kosningarnar í Háskólanum: Laugardagur 16. október 1976 Óvenjulegt fyrirbœri slátur- VINSTRI MEIRIHLUTINN GEKK AÐ KRÖFUM VÖKU Vaka, félag lýðræðissinnaöra stúdenta mun taka þátt i kosn- ingum til 1. des nefndar i Há- skólanum, sem sér um hátíða- höld vegna fullveldisdagsins. Stúdentaráð samþykkti á fundi sinum i gær að skora á kjör- stjórn aö breyta kosningafyrir- komulaginu eins og Vaka hafði krafist. Á þetta féllst kjörnefnd I dag. ,,Við unnum bara tvo áfanga- sigra,” sagði Þorvaldur Friö- riksson formaður Vöku I sam- tali við Visi i gær. „Vinstri meirihlutinn i Stúdentaráði klofnaði um afstööuna til tillögu okkar, um lýðræðislegt kosn- ingafyrirkomulag, þannig að hún var samþykkt með 17 at- kvæðum gegn 9. Formaður kjörstjórnar sagði af sér og gengið var að kröfum okkar. Kosningar til 1. des. nefndar fara fram á miðvikudaginn. Verður kosið þá um kvöldiö I Sigtúni. —EKG Nýrað var eins og meðallamb að þyngd Þeir urðu hissa i sláturhúsinu i Þykkvabæ I gær eftir að þeir höfðu slátraö lambhrút I eigu Magnúsar Kjartanssonar I Hjallanesi. t ljós kom nefnilega að annað nýrað I hrútnum vóg hvorki meira né minna en 13,7 kiló. Þess skal getið til skýringar að lamb vegur um 14 til 15 kiló. Menn þarna höfðu séð lambs- nýru á stærð við barnshöfuö, en sllkt furðuverk höfðu þeir aldrei áður augum litið. Þetta stóra nýra mun veröa sent til rann- sóknar að rannsóknarstöðinni á Keldum. „Það eru alltaf nokkur tilfelli um svona stór nýru,” sagöi Páll A. Pálsson yfirdýralæknir i sam- tali við Visi i gærkvöld. Páll sagði, aö það sem gerst hefði væri það að frárennsli frá nýranu hefði stiflast og þvi stækk- að svo. Hitt nýrað hefði hins veg- ar verið starfshæft. —EKG Þessi mynd var tekin, þegar skólaslit Sjúkraliðaskóla tslands fóru fram f fyrsta skiptiigær. Visismynd Jens. Eins og sjá má, er úrval hjálpatækja mikið i bankanum, þótt hann sé ekki stór. Vlsismyndir: Jens. Banki sem ekki lánar peninga í stuttu ávarpi, sem Theódór A. Jónsson forstöðumaður frá Sjálfsbjörgu, flutti við opnun bankans, kom fram að áður fyrr hefði það tekið marga mánuði að verða sér úti um hjólastól og hafi menn að þeim sökum oft legiö langdvölum i rúmi, þó án þessaðþurfa það raunverulega. Hann sagði að með árunum hefði þetta þó lagast, en það væri ekki fyrr en i dag, sem hjálpartækjaþjónusta fyrir fatl- aða væri nú fullkomlega viðun- andi. Viö opnun bankans var fjöl- menni, þeir sem staðið hafa i ströngu við að koma bankanum á fót, sjúkraliðar og hjúkrunar- fólk ásamt heilbrigðis- og trygg- ingarráðherra, Matthfasi Bjarnasyni, sem flutti ávarp og árnaði stofnuninni allra heilla. Hann sagði, aö þótt það væri stefnan að fækka bönkum, væru bankar i heilbrigðismálum allt- af kærkomnir og gat þess að Hjálpartækjabankinn væri ekki siður þörf stofnun en Blóðbank- inn. Forstöðumaöur Hjálpar- tækjabankans, sem er að Nóa- túni 21, er Björgúlfur Andrés- son. Hjálpartækjabankinn tók formlega til starfa i gær. Hug- myndin að þessum banka kom fyrst fram hjá Reykjavikur- deild Rauöa kross tslands, en eiginlegur undirbúningur hófst þó ekki fyrr en slöla árs 1973. Þá var boöaö til fundar með þeim aöilum, sem á einn eða annan hátt eru tengdir málefn- um fatlaðra á sviöi hjálpar- tækja. Arangurinn varð sá, að Rauöi krossinn og Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra, tóku saman höndum um að koma á fót Hjálpartækjabanka. Hjálpartækjabankinn tók til starfa I júli s.l. en hefur nú veriö opnaður formlega eins og áður greinir. Markmið hans er að lána út, leigja eða selja hjálpar- tæki af ýmsum gerðum henda fötluðum. Fjölmenni var statt við opnun bankans Sjúkraliða- skólinn útskrifar nemendur í fyrsta sinn Sjúkraliðaskóli islands útskrif- aði I fyrsta sinn nemendur I gær. Brautskráöir nemendur voru 52 og hlutu tveir þeirra, Kolbrún Guðný Gunnarsdóttir og Hulda Sigríður ólafsdóttir, ágætis- einkunnir Ibóklegum greinum, en 18 nemendur hlutu slika einkunn I verklegum greinum. Námstimi í Sjúkraliðaskólan- um er eitt ár, þar af fara 10 vikur til náms I bóklegum greinum en 38 vikur I verklegar greinar, sem stundaðar eru á ýmsum sjúkra- húsum í Reykjavik og nágrenni. —RJ Framkvœmda- stjóraskipti í Kísiliðju Á næstunni verða fram- kvæmdastjóraskipti hjá Kisiliðj- unni hf. við Mývatn. Björn Frið- finnsson lögfr., sem verið hefur framkvæmdastjóri viðskipta- og fjármála hjá kisilgúrverksmiðj- unni i tæp 5 ár lætur af þvi starfi og flyst til Reykjavikur. Við starfi hans tekur Þorsteinn ólafsson viðskiptafræðingur, sem að undanförnu hefur verið deildar- stjóri tollamála i fjármálaráðu- neytinu. Framkvæmdastjóri tæknilegra málefna kisilgúrverksmiðjunnar er Vésteinn Guðmundsson efna- verkfræöingur. Formaður stjórn- arverksmiðjunnar er Magnús Jónsson bankastjóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.