Vísir - 05.11.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 05.11.1976, Blaðsíða 4
Lúxemburg, eitt minnsta land veraldar, er samt eitt efnaðasta aðildarriki Efnahags- bandalags Evrópu. Þótt landrými sé ekki mikið, aðeins 2,586 ferkilómetrar fyrir 360 þúsund ibúa landsins, byggist blómstrandi efnahagur landsins að meginhluta til á stál- iðju og landbúnaði, þótt verslun sé líka mikil- vægur atvinnuvegur, vegna legu landsins i álfunni. Þangaö er von tiginna gesta eftir helgina, sem eru Elisabet bretadrottning og maður henn- ar Filipus prins, sem þiggja beimboð erkihertogans Jean. Saga þessa litla rikis markast af þvi, að það liggur i þjóðgötu álfunnar. Erkihertogadæmið öðlaðist sjálfstæði 1890. Landið fékk sfna núverandi lögun meö samningum, sem geröir voru i London 1839 og 1867. Sá fyrri kvað á um landamæri hertoga- dæmisins og i þeim seinni ábyrgðust stærstu riki Evrópu sjálfstæði þess, fremur en eiga á hættu, að Þýskaland og Frakk- land hæfu styrjöld til að bltast um kökuna. Siegfroid greifi lagði grund- völlinn að sögu Lúxemburgar á þvi herrans ári 963, þegar hann lagði undir sig Lúxemburgar- kastala, en þaö þótti i þá daga Eitt minnsta landið — en um leið það ríkasta í EBE óvinnandi virki frá náttúrunnar hendi, þar sem það stóð á hamri úti á nesi, þar sem sameinast tvær ár. Utan um kastalann reis smám saman upp borgin Lúxemburg. Afkomendur Siegfroid stýrðu landinu fram á fimmtándu öld, en þá komst það undir erlenda stjórn sem hélst uns erkiher- togadæmið öðlaðist sjálfstæöi 1890. Þá var það ekki nema fjóröungur þess lands, sem verið hafði, þegar uppgangur- inn var mestur. Þrátt fyrir nær fjögurra alda erlend yfirráð, hefur lúxem- burgarmönnum tekist að varð- veita þjóöareinkenni sin, sem Jean erkihertogi af Luxembúrg. þeir eru mjög stoltir af og þjóö- rækniri besta lagi. 1 öllum stétt- um þjóðfélagsins er talað sama tungumálið, germanskt að uppruna, en blandað hollensku og kryddað frönsku. 1 bók- menntum finnst það þó helst i skáldskap og leikritum, þvi að hiö opinbera ritmál er franska. Helstu dagblööin eru þó skrifuð á þýsku. Allir skilja Luxem- burgarmál, þýsku og frönsku en feröalangur, sem ekki talar annað en ensku, getur samt vel bjargast áfram, þvi að flestir skilja hana. Lúxemburgarar eiga engan háskóla, svo að æðri menntun verða þeir aö sækja annað hvort til Frakklands eöa Þýskalands. Lifskjör landsmanna eru mjög góð, sem er að þakka stál- iðjunni, en um 40% vinnandi manna hafa atvinnu sina af henni eða þjónustu við hana. Iðnvæöingin hefur ekki spillt landgæðum. Lúxemburg þykir fagurt land, þar sem skiptast á grænn gróöur þykkir skógar og tiguleg fjöll. Þangað sækja margir ferðamenn. Landbúnaöur þrifst vel og vinrækt er mikil. Samt hefur ekki verið þrengt meira aö náttúrunni en svo, að dýralif er fjölskrúðugt og næg villibráö, fasanar og villigeltir, i skógun- um. Aöalþenslan i efnahagslifi landsins hefur verið i versl- uninni og bönkum i borginni. Viöa þykir mjög fagurt f Lúxembúrg, enda mikið sótt af fcrðamönnum. 2,5% þjóðartekna árið 1970 fengust af sköttum, sem bankar greiddu. Siöasta ár nam þessi hlutur bankanna 6% þjóðar- tekna. Þetta þakka menn hinum frjálslegu skattalögum lands- ins. Samfleytt i 55 ár fóru kristi- legir demókratar með stjórn landsins, þar til 1974 að vinstri og miðlinumenn komust til valda undir forystu Gaston Thorn forsætisráðherra, sem jafnframt er utanrikisráðherra og iþróttamálaráöherra. Torn hefur samhliða þessum störfum setið i forsæti allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. Lúxemburg hefur látið nokkuð aö sér kveða i Evrópu og þá aðallega innan Efnahags- bandalagsins. Lúxemburg er stundum kölluð önnur höf- uðborg EBE, næst á eftir Brussel. Þar er heimavarn- arþing f járfestingarbanka Evrópu, Evrópudómstóllinn og margar skrifstofur EBE. Sumir fundir Evrópuráðsins eru haldnir þar og einnig Evrópu- þingsins. SggjgS 64 ára á sundi með hákörlum í rúma tvo tíma Sextlu og fjögurra ára gömul kona var á sundi I tvo og hálfan tjma eftir að hún féil fyrir borð á farþegaskipi undan ströndum Angola. Hákarlar voru á sveimi i kringum hana þegar skipið fann hana aftur. Það var eiginmaður Margrét- ar Fuller sem uppgötvaði að hún var horfin og gerði skip- stjóranum viðvart. Skipinu var þegar snúið við og tveimur og hálfri klukkustund eftir að frúin féll fyrir borð, sáu menn hana hrópandi og veifandi. Ahöfnin taldi sig sjá hákarla á sveimi igrennd við hana og setti út bát i snatri. Baturinn varð á undan hákörlunum og frúin var hifð um borð. Hún var ákaflega þreytt, en leiö annars ágætlega. Skipstjórinn lýsti mikilli að- dáun á þreki hennar og sagði að fáir hefðu haft hugrekki til að berjastáfram fyrir lifi sinu eftir að hafa séð skipið hverfa sjón- um. Margrét Fuller og maður hennar voru á leið heim til Suð- ur-Afrfku, eftir að hafa veriö I heimsókn hjá ættingjum I Eng- landi. 27 fórust í flugslysi á Borneó Að minnsta kosti tuttugu og sjö manns létu lifið þegar Fokk- er Friendship vél fórst i lendingu á Suð- ur-Borneo i gær. Tiu eru sagðir hafa lifað slysið af. Flugvélin sprakk og brotnaði i tvennt i lendingunni. Veður var mjög vont þegar þetta gerðist. Leyfið börnunum á klámið það ekki Dómari i Los Angeles úrskurðaði i gær að það væri ólöglegt og skerð- ing á tjáningafrelsi að klippa atriði sem sýndu klám eða ofbeldi, út úr sjónvarpsþáttum sem ætlaðir eru börnum. Þessar klippingar voru 09 bam1 taldar vera að undir- lagi stjórnvalda og þrem stærstu sjónvarpsstöðvum Bandarikjanna skipað að hætta þeim. Sjónvarpsstöðvarnar þrjár, CBS, NBC og ABC hófu fyrir einu og hálfu ári að sýna þaö sem þær kölluöu „fjölskyldu- þætti”. Þess hefur verið vand- lega gætt að ekkert klám eða of- beldi sé i þeim dagskrám og hafa skærin verið óspart notuö ef tilefni hefur veriö taliö til. Stöðvarnar geröu þetta meðal annars vegna vaxandi óánægju

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.