Vísir - 05.11.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 05.11.1976, Blaðsíða 24
VfSIR Föstudagur 5. nóvember 1976 SLYS í HVALFIRÐI Slys varft i Hvalfirfti i gær- kvöldi um klukkan hálf átta. Fólksbill lenti á steyptum kanti á brú yfir Brunná I Hvalfirfti. i bilnum voru ökumaftur og tveir farþegar og var einn af þeim lagður á sjúkrahús. Billinn skcmmdist mikift. _ Meðvitundar- laus eftir slys Bilslys varft á Akranesi snemma I morgun efta klukkan hálf sjö. Slysift varft á móts vift bæinn Innsta-Vog. Ekki var Ijóst i morgun hvernig slysift heffti orftift, en billinn, sem er fólksbill, haffti oltift og var mikift skemmdur. ökumaftur virtist talsvert slasaður aft sögn lög- reglunnar og var meftvitundar- laus þegar aft var komift. liann var fluttur á sjúkrahúsift á Akranesi. —EA Bíll brann Fólksbíll brann og eyftilagftist i nótt á mótum Reykjanesbraut- ar og Miklubrautar. Billinn mun hafa verift á ferö þegar eldurinn kom upp. ökumann og farþega sakafti betur fer ekki, en hfllinn er talinn ónýtur sem fyrr segir. —EA VODKAí ÞILJUM OG LOFTI r BILUM LANDSMANNA FJÖLGAÐIAÐEINS UM 95 Á SÍÐASTA ÁRI Örlitlu meiri bílainnflutningur það sem af er þessu óri „Þaft hefur verift selt örlltift meira af nýjum bilum þaft sem af er þessu ári, en á sama tima I fyrra. Anners er frekar litil sala i bilum — hvort sem þeir eru notaftir efta nýir — þvl fólk hefur almennt ekki handbæra peninga til aft fara út i bilakaup um þess- ar mundir”. Þetta sagöi Jónas Steinarsson skrifstofustjóri Bilgreinasam- bandsins er viö spuröum hann um innflutning og sölu á nýjum bilum til landsins á þessu ári. „Þáer tölur sem við höfum núna ná yfir niu fyrstu mánuöi ársins. Þar kemur fram að seld- ir hafa verið 3490 bilar, en á sama tima i fyrra voru þeir 2766, svo þarna er aðeins um aukningu aö ræða. Þetta eru bæöi nýir og notaöir bilar sem hafa verið fluttir inn til landsins og skiptast þeir þannig, að 3312 eru fólksbilar, 138 vörubilar og 40 bilar af öðr- um gerðum, eins og til dæmis steypubilar. Bilafjöldi landsmanna um siðustu áramót var 71.459 bilar — þar af voru 64.838 fólksbllar. BUast má við að i ár verði margir bilar afskráðir sem ónýtir. Eru það aðallega bilar af árgerðinni 1963-’64 og ’65, en af þessum árgerðum er mikið til hér á landi. I fyrra var litið flutt inn af bil- um og þeir afskráðu voru ná- lægt þvi eins margir og þeir nýju sem komu á götuna. Fjölg- aði bilum landsmánna þá aðeins um niutiu og fimm, og i ár má búastvið svipaðri fjölgun ef hún verður þá einhver”. —klp— Bilum landsmanna f jölgafti afteins um 95 á slðasta ári, og I ár er bú- ist við að fjöigunin verði svipuft eða jafnvel minni. Það er þó ekki annað að sjá en nóg sé af nýjum bilum á geymslusvæði Eimskip þegar Loftur ljósmyndari nkkar flaug þaryfir á dögunum. SJÚKLINGARNIR FRAM- LEIÐA BYGGINGAREFNIÐ Mestur hluti gamla Kleppsspitalans hefur veriö rifinn niftur að kjallara og stendur nú endurbýggingin yfir. Sá hluti hússins sem skilinn var eftir var byggftur árið 1907. — Ljósm. JA Gamli Kleppsspitalinn er nú i endurbyggingu og er bygging- arefnið að hluta til framleitt á staðnum af sjúklingum spital- ans. Hér er um að ræða bygginga- einingar úr marmara og poly- estersem Baldur Skarphéðisson fann upp fyrir nokkrum árum. Úr þessum einingum hafa verið byggð einbýlishús i Hveragerði, á Selfossi og i Skerjafirði og ennfremur vinnuskálar Klepps- spitalans. Einingunum ásamt einangr- unarplötum er raðað upp að grind, slðan er steypt i mótin og er þá byggingin tilbúin að utan. Að innan eru festilistar fyrir klæðningu og er húsið þvi meira en fokhelt þegar búið er að steypa það. Þessi aðferðhefur verið þróuð nokkuð, en þó er vélvæðingu haldið i lágmarki til þess að hafa vinnu fyrir sjúklingana, en þetta er einn af fáum vernduð- um vinnustöðum á landinu.-SJ PROFASTSKOSNINGAR I REYKJAVIKURPROFASTDÆMI: LIKUR A AÐ PRESTUR VIÐ AÐRA KIRKJU EN DÓMKIRKJ- UNA VERÐI DÓMPRÓFASTUR Vift leit tollvarfta I m/s Bakkafossi i fyrradag fundu tollverðir 129 þriggja pela flöskur af vodka, sem faldar höfftu verift milli þilja I brú skipsins og yfir lofti i klefa eins skipverjans. Skipið var að koma frá Bandarikjunum til Reykja- vlkur. Þrir úr áhöfn skipsins reyndust vera eigendur smyglvarningsins. Brœla á fimmta sólarhring Enn er bræla á loðnumiðunum úti af Vestfjörðum. Er þetta fimmti sólarhringurinn sem ekkert hefur veriö hægt að veiða. Þeir bátar sem enn voru að veiöum þegar veðrið versnaði héldu suður á bóginn með afl- ann. Tveir bátanna, Hrafn og Ársæll Sigurðsson, lögðu af stað vestur á bóginn að nýju. Þeir biða þess nU að veðrinu sloti. —EKG STAL BÍL í GRINDAVÍK - FANNST í REYKJAVÍK Bil var stolift I Grindavlk I fyrrinótt. Lögreglan i Reykja- vík fann bilinn og þjófinn I Reykjavik I gærdag. Reyndist sá seki með ökuréttindi, en hann var hins vegar ölvaður. Ekkert hafði þó komið fyrir og var allt I lagi með bilinn. —EA Kjör dómprófasts I Reykjavlk stendur nú yfir og mun kosn- ingabarátta vera mciri nú en áftur vift slikar kosningar, að þvi er Visir kemst næst. Það eru prestar Reykjavlkur-. prófastsdæmis, sem tilriefna dómprófast, og að sögn biskups tslands, herra Sigurbjarnar Einarssonar, rennur kjörfrestur út um helgina. Kvaðst biskup fá tilnefningar frá þeim 19 prest- um, sem starfandi væru I pró- fastsdæminu og á grundvelli' þeirra myndi hann svo gera til- lögu um skipun dómprófasts til kirkjumálaráöuney tisins. Fram aö þessu hafa einungis prestar við dómkirkjuna gegnt störfum dómprófasts, en að sögn biskups eru engin ákvæöi um það I lögum að aörir prestar i Reykjavik geti ekki gegnt þvl embætti. Aftur á móti sagði hann kveðið svo á, að prófastur- inn I Reykjavikurprófastsdæmi skuli bera starfsheitið dómpró- fastur, og hefur séra Óskar J. Þorláksson, dómkirkjuprestur, gegnt embættinu siðustu árin. Visir innti biskup eftir þessu, vegna þess að samkvæmt þeim heimildum, sem blaðið hefur aflað sér, munu prestar höfuð- borgarinnar nú aðallega skipa sér um tvo frambjóðendur, en hvorugur þeirra er starfandi við dómkirkjuna. Virðast þvi mikl- ar likur á að næsti dómprófastur I Reykjavik verði starfandi prestur við aðra kirkju en dóm- kirkjuna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.