Vísir - 05.11.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 05.11.1976, Blaðsíða 14
( Föstudagur 5. núvcmbnr .n/fi VISIR ijón: Sigurveig Jónsdóttir Unnustan bföur heima hjá sér les biblíuna og kvelst af samviskubiti. Mynd JA MORÐ í ÞJÓÐ- LEIKHÚSINU Leikritið Vojtsek frumsýnt á sunnudaginn Kráaratriöi. Tambúrmajórinn hefur ráöist aö Vojtsek fyrir þá sök aö hann vildi ekki þiggja hjá honum táriö. Gunnar Eyjólfsson og Hákon Waage fara meö þessi hlutverk. Þjóöleikhúsiö frumsýnir á sunnudaginn leikritiö Vojtsek eftir eitt höfuöskáld þjóöverja, Georg Buchner. Géorg Buchner lést áriö 1837 aöeins 23ja ára aö aldri og haföi þá ekki aö fullu lokiö viö Vojt- sek. Þrátt fyrir ekki hærri aldur hafði hann þá skrifaö þrjú leik- rit og var auk þess oröinn doktor I læknisfræöi. Leikrit hans voru ekki sýnd fyrr en liöið var hátt f öld frá dauða hans. Vojtsek er aö hluta til byggt á staöreyndum og fjallar um frægt morðmál i Þýskalandi um 1820. Þrátt fyrir aldur verksins er þaö nokkuð nútimalegt og sést það m.a. á þvi hversu h'tt það féll i smekk samtimamanna höfundar. Þorsteinn Þorsteinsson ann- aöist þýöingu verksins á is- lensku. Leikstjóri er Rolf Hadrich, en hann hefur áöur fjallaö um lfk verkefni. Aöstoö- arleikstjóri er Gisli Alfreösson. Milli 20 og 30 manns taka þátt i sýningunni og er aöalhlut- verkið, Vojtsek, 1 höndum Há- kons Waage. Leikritiö er ekki langt, en þó er þaö i 26 atriöum og eru þvl skiptingar mjög tiöar. Á fjölunum: Þjóðleikhúsiö: A föstudag og laugardag veröa sýningar á Sólarferö. A sunnudaginn verö- ur Litli prinsinn sýndur kl. 15, en um kvöldiö veröur frumsýn- ing á Vojtsek eftir Buchner. Leikfélag Reykjavikur: Sauma- stofan veröur sýnd á föstudags- kvöld, Skjaldhamrar á laugar- dagskvöld. 4. sýning á Æskuvin- um fellur niöur á sunnudag vegna veikinda, en rauö áskriftarkort og seldir miöar gilda 1 staðinn laugardaginn 13. nóv. Leikfélag Kópavogs: sýnir Glataöa snillinga kl. 20:30 á sunnudagskvöld. Leikfélag Akureyrar: Karlinn á kassanum veröur sýndur á föstudags- og sunnudagskvöld kl. 20:30. Sýningar: Kjarvalsstaðir: Guöni Herman- sen sýnir 75 oliumálverk. Magnús Kjartansson sýnir þar einnig 70 verk og Kolbrún Björgólfsdóttir sýnir keramik i sýningarskápum 1 kaffistofu. Þessum sýningum lýkur öllum á sunnudagskvöld. Norræna húsið: Sýning á verk- um norska listmálarans Victor Sparre. Opin til sunnudags- kvölds kl. 14-22 daglega. Listasfn isiands: Yfirlitssýning á verkum Finns Jónssonar. Sýningin er opin daglega kl. 13:30-22. Mokka: Sýning á teikningum Tryggva ólafssonar viö bók Asai Bæ, „Grænlandsdægur”. Loftiö: Þorvaldur Skúlason opnar á laugardag sýningu á 34 myndum. Sýningin er opin kl. 2-6 á laugardögum, en 9-6 alla virka daga. Sýningarsalur Ai: Sýningu á er- lendum bókum lýkur á sunnu- dagskvöld. Listasafn ASí: Grafik frá Fær- eyjum. Sýning á graflkmyndum eftir þrjá færeyska myndlistar- menn: Janus Kamban, Elin- borg Lutsen og Zakarias Heine- sen. Danshús: Hótel Saga: Lúdó og Stefán skemmta I Atthagasal á föstu- dagskvöld. A laugardagskvöld leikur Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar fyrir dansi og á sunnudagskvöld er Otsýnar- kvöld með grisaveislu. Hótel Borg: Hljómsveit Hauks Mortens skemmtir um helgina. Röðull: Dominique leikur fyrir dansi föstudags- og laugardags- kvöld. Þórscafé: Gautar og hljómsveit hússins skemmta um helgina. Klúbburinn: Hafrót og Meyland leika föstudags- og laugardags- kvöld og Paradis eöa Eik á sunnudagskvöld. Leikhúskjallarinn: Skuggar leika fyrir dansi um helgina. Sigtún: Pónik og Einar skemmta föstudags- og laugar- dagskvöld. A sunnudag leika þeir einnig fyrir gömlu dönsun- um. Giæsibær: Stormar skemmta um helgina. Þorvaldur Skúlason er hér við nokkur verka sinna Ljósm. JA „URÐU KVEIKJ STÆRRI VERK Þorvaldur Skúlason opnar sýning „Margar þessara mynda hafa orðiö kveikjan aö stærri verkum og aðrar hafa oröið til í sambandi við olfumálverk”, sagði Þorvald- ur Skúlason listmálari þegar Vfsir heimsótti hann á Loftið þar sem hann er nú að opna sýningu. Þetta er fyrsta sýningin sem Þorvaldur heldur sérstaklega á vatnslitamyndum og teikningum. Siðast hélt hann einkasýningu á verkum sinum i Bogasalnum áriö 1965, en siöan hefur hann tekiö þátt i mörgum samsýningum. KÖKUR OG LOPAPEYSUR ó basar í Lindabœ Kvennadeiid Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra heldur bas- ar i Lindabæ á sunnudaginn kl. 2. Þarna verður á boöstólum falleg handavinna af ýmsu tagi, s.s. jóladúkar, teppi og klukku- strengir. Einnig veröa seldar hreinlætisvörur, rúmfatnaöur, kökur, brauö og fatnaöur, þar á meöal mikiö af lopapeyium. Loks veröa seldir hinir vinsælu lukkupakkar. Kvennadeildin styrkir Æfingastöö Styrktarfélagsins viö Háaleitisbraut og barna- heimiliö i Reykjadal og hefur hún á undanförnum árum gefiö þangaö fjölda tækja og húsbún- aöar. Unnið að uppsetningu á basarmununum. Ljósm. LA Bœkur og hljómplötur Um heigina lýkur sýningu á bókum frá Sovétrikjunum, Ung- verjalandi og Tékkóslóvakfu i sýningarsal Arkitektafélags ts- iands aö Grensásvegi 11. Fyrirtækið Erlend tfmarit heldur þessa sýningu I sam- vinnu við útgáfufyrirtæki f ofan- greindum löndum og eru þar sýndir rúmlega 700 bókatitlar. Ennfremur eru á sýningunni nokkrar hijómplötur, þar á meðal mjög áhugaverðar plötur með ungverskri nútimatónlist. Sýningin er opin ki. 14-22 til sunnudagskvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.