Vísir - 05.11.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 05.11.1976, Blaðsíða 1
Sjálfstætt vandaó 03 hressilegtijgt^ Uad /Jtew Síld seld út í dreif- ingarumbúðum fyrir fimmtíu milljónir? Ekki er óliklegt aö samningar takist um sölu á sykursaltaöri sild til Finnlands i dreifingar- umbúöum fyrir allt aö 50 mill- jónir íslenskra króna til af- greiöslu á fyrrihluta næsta árs. En samningar standa nú yfir milli finnskra sildarinnfilytj- enda og Sildarútvegsnefndar um sölu á verulegu magni af sykursaltaöri sild i tiu kilóa um- búðum. Nú er ennfremur i undirbúningi að senda út sfld i dreifingarumbúðum til Banda- rikjanna og fleiri landa. Langmestur hluti saltsildar- innar er seldur út sem fullunnin neysluvara. Kryddsildin er aft- ur á móti að mestu leyti tekin til frekari vinnslu. I Sviþjóö er hin venjulega saltsíld og i Finnlandi sykursildin ýmist send i versl- anir i sildartunnum eöa pökkuð I mismunandi stórar dreifingar- umbúðir i þvi ástandi sem Mun kemur úr tunnunum. Hugmyndin er að halda áfram tilraunapökkun á sild i dreifing- arumbúðir, og þá á vegum Sild- arútvegsnefndar. Takist hún vel er ætlunin að hún verði fram- kvæmd á þeim sildarsöltunar- stöövum sem hafa góða aöstöðu til slikrar vinnslu. —EKG „Vœri ekki hér til frásagnar ef ég hefði lagt frá mér könnuna" sagði Elín Ingvarsdóttir, sem slapp naumlega út þegar gassprenginginn varð í húsi SS í morgun „Ég var aö hella upp á kaffi fyrir okkur þegar ég sá eidinn koma og kaliaöi þvi upp og hljóp út meö kaffikönnuna i annarri hendinni og ketilinn i hinni”, sagði Elin Ingvarsdóttir, sem var stödd þar inni sem gas- sprengingin varö i húsi SS við Skúlagötu I morgun. „betta munaði svo litlu, að ef ég hefði gefið mér tima til að leggja frá mér könnuna og ketil- inn væri ég ekki hér til frásagn- ar. Sprengingin varð um leið og ég þaut út. Glerbrotunum rigndi yfir mig og stór vifta sem var i loftinu rifnaði frá og skall rétt við hælana á mér. begar ég kom út var ég enn með kaffikönnuna og ketilinn i höndunum og þá uppgötvaöi ég að húfan sem ég var með á höfð- inu hafði fuðrað upp við spreng- inguna. Við vorum fleiri þarna inni, en sluppum öll ómeidd. bað mátti samt ekki muna sekúndubroti þvi að þetta geröist allt svo skyndilega.” —klp — GASSPRENGING HJÁ SS Fimm menn björguðust naumlega út úr sláturfélagshúsinu Mesta hættan í sambandi við brunann I húsi Sláturfélags Suðurlands i morgun varð er eidurinn læsti sig i þann hluta sem gaskútarnir voru geymdir. bar inni voru á milli 50 og 40 kútar. Hér má sjá einn slökkviliðsmanninn bera kútana frá húsinu en hinir dæla vatni á félaga sína sem inni eru og haniast við aö koma gaskútunum út. Ljósmynd LA mestur. bar inni voru meðal annars sviðin svið, kjötsöltun og ýmislegt annað. Sprengingin varð þegar unnið var við að svíða kindahausana rétt eftir klukkan átta i morgun. Voru þrir gaskútar tengdir við logsuðutækin og mun öryggis- ventill á einum þeirra hafa bil- að, og gas lekið út. Náði eldurinn að læsa sig i gasið og varð þá mikil spreng- ing. Sprengingin var það kröft- ugað fólk i nærliggjandi húsum vaknaði, og öll álman þar sem sprengingin varð lék á reiði- skjálfi. A öðrum stað i álmunni var fjöldi fólks við vinnu og þaut það út til aðathuga hvað um væri að vera. Kallaöi það þegar á slökkviliðið, en fór sjálft i að bjarga um tuttugu tonnum af kjöti, sem geymt var i álmunni. begar slökkviliðið kom á staðinn var mikill eldur og reykur i húsinu. begar var haf- ist handa við um að slökkva eld- inn og bjarga út gaskútum, sem þarna voru inni. Var talið að þeir væru á milli 30 til 40 talsins. Gekk það verk ótrúlega vel miðað við hvað vont var að komast að kútunum, og einnig gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Var búið að slökkva all- an eld rétt fyrir klukkan niu i morgun, en slökk viliðið var samt enn á staðnum laust fyrir hádegi og við öllu búið. — klp — „Ég þori ekki aö segja neitt um hvaö tjóniö hefur oröið mik- iö þvf ég hef enn ekki haft tæki- færi til aö fara þarna inn og skoöa verksummerkin. En þaö skiptir örugglega milljónum” sagöi Vigfús Tómasson sölu- stjóri hjá Siáturfélagi Suöur- lands er viö náöum taii af hon- um um þaö leytisem búiö var aö slökkva eldinn er varö eftir gas- sprengingu i vesturálmu húss SS viö Skúlagötu i morgun. „Maður þakkar bara sinum sæla fyrir að ekki skuli hafa orð- ið stórslys á fólki, en það mun- aði svo sannarlega ekki miklu. bað voru i það minnsta fimm manns þarna inni þegar spreng- ingin varð, og sumt af þvi fólki slapp naumlega út”, bætti Vig- fús við. Eldurinn kom upp i vestur- álmu hússins Skúlagötumegin. bar hefur að undanförnu verið unnið að ýmsum lagfæringum og breytingum á neðri hæðinni, eða þar sem eldurinn var hvað

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.