Vísir - 05.11.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 05.11.1976, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 5. nóvember 1976 vism VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprenthf. Framkvcmdastjóri: DavíöGuftnn ndsson. Ritstjórar: Þorsteinn Pa«sson, ábni. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guftmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guftmundur Pétursson. Um- sjón meft helgarblafti: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guftfinnsson, Guftjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. tþróttir: Ðjörn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Otlitsteiknun: Jón ósk- ar Hafsteinsson, Þórarinn j. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorstein.i Fr. Sigurftsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson. . Auglýsingar: Hverfisgata 44. Simar 11660,86611 Afgreiftsla: Hverfisgata 44. Sfmi 86611 Ritstjórn: Sfftumúla 14. Simi 86611, 7 llnur Akureyri.SIml »6-19806 Askriftargjald kr. 1100 á mánufti innanlands. Verft I iausasölu kr. 60 eintakift. Prentun: Blaftaprent hf. Athyglisverð hugmynd I umræðum þeim, sem fram hafa farift að undan- förnu um stöðu Alþingis, hafa komiö fram ýmsar hugmyndir um breytta starfshætti. Flestir virðast vera á einu máli um, að þörf sé á að styrkja löggjafar- samkomuna gagnvart sérfræðingakerfinu og hags- munasamtökunum. Sú gagnrýni, sem sett hefur verið fram á þingið sjálftog störf alþingismanna, hefur greinilega leitttil jákvæðra viðbragða af hálfu ýmissa stjórnmála- manna. Þegar allt kemur til alls mun þessi ádeila sennilega styrkja þingræðið, og fráleitt er að hún grafi undan því. Fyrr I þessari viku varpaði Ragnhildur Helgadóttir forseti neðri deildar fram þeirri hugmynd á þing- fundi, að ráðherrar gæfu Alþingi skýrslur um störf og viðfangsefni ráðuneytanna. Fram til þessa hefur utanríkisráðherra einn gert þannig grein fyrir störf- um síns ráðuneytis. Fram hefur komið, að þingið hefur takmarkaða yfirsýn yfir stjórnsýslukerfið og allt eftirlit af þess hálfu með embættismönnm, sérfræðingum og ein- stökum ríkisstofnunum er af þeim sökum erfitt. En flestir eru hins vegar sammála um, að þingið þurfi í ríkari mæli en verið hefur að fygljast með stjórn- sýslukerfinu. Skýrslur ráðherra um störf ráðuneytanna gætu vissulega gegnt þýðingarmiklu hlutverki í þessum efnum. Þar með fengist yfirlit yfir verkefni ríkis- stjórnsýslunnar. Vel mætti taka til athugunar að út- varpa og sjónvarpa umræðum um slíkar skýrslur ráð- herra og fella þess í stað niður hinar almennu og oft- ast nær yfirborðskenndu eldhúsdagsumræður frá Al- þingi. Augljóst er, að ástæða er til að taka hugmynd for- seta neðri deildar til rækilegrar skoðunar. Hún gæti leitt til betri starfshátta og styrkt stöðu þingsins og jafnvel skotið stoðum undir markvissari og málefna- legri umræður fyrir almenning. Gærumálið er prófsteinn Fyrir skömmu fóru fram talsverðar umræður vegna drottnunaraðstöðu Sambandsins á sviði land- búnaðarafurðasölu. Ástæðan var sú, að samvinnu- hreyf ingin vildi heldur selja óunnar gærur úr landi en til innlendrar verksmiðju, sem þaðá í samkeppni við. Réttilega þótti ýmsum sem þetta væri skýrt dæmi um það, hvernig fariö getur, þegar einstakir aðilar fá drottnunaraðstöðu á mörgum sviðum atvinnulífsins. Ríkisstjórnin hefur brugðist við með þvl að skipa nefnd þriggja manna til að gera athugun á máli þessu I heild. Niðurstaða þessarar sérfræðinganefndar gæti orðið athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Þess er að vænta, að á grundvelli þeirrar skýrslu, sem hún kem- ur til með að skila, megi gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir háskalegar afleiðingar hringa- myndunar I atvinnulifinu. Það verður vissulega eftir því tekið, hvernig stjórn- völd bregðast við I þessum efnum. Eðlilegt er að sér- fræðinganefndin fái starfsfrið I nokkurn tíma, en hjá því er ekki unnt aö komast að fylgst verði gaumgæfi- lega með framvindu málsins. Skjót lausn á þessu máli gæti flýtt fyrir umræðum um ráðstafanir til þess að sporna við hringamyndun I atvinnulífinu. Hér er um grundvallaratriði að tefla, sem ræður miklu um raunverulegt lýðræði I landinu. Gærumálið getur því orðið prófsteinn á það, hvert stjórnvöld stefna I þessum efnum. Á timabilinu desember 1975 til október 1976 hefur veriö starf- andi sa mvinnunefnd skipuö fuli- trúum frá Sambandi ungra framsóknarmanna, Sambandi ungra jafnaöarmanna og Sam- bandi ungra sjáifstæöismanna í þeim tiigangi aö gera tillögur til ofangreindra sambanda um sameiginiega stefnu þeirra f kjördæma- og kosningaréttar- málum. Þeir sem tekið hafa þátt i starfi nefndarinnar eru: Jón Sigurösson og Magnús ólafsson frá S.U.F. Bjarni Magnússon og Finnur Torfi Stefánsson frá S.U.J. og Haraldur Blöndal, Jón Steinar Gunnlaugsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson frá S.U.S. Þegar i upphafi urðu nefndar- menn sammála um að leita eftir tilnefningum i nefndina frá æskulýðsnefndum Alþýðu- bandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. 'Haft var samband við aðila þessa og létu þeir i ljós áhuga á þátttöku. Þeir voru siðan itrek- ugt farið, þar sem stjórnarat- hafnir ná þvi einungis tilgangi sinum, að þær séu byggðar á lýðræðislegri ákvörðun. Hér á Islandi eru aðstæður þannig, að verulegar breytingar verðurað gera frá óréttlátum og ólýð- ræðislegum þáttum i fyrir- komulagi kosninga. 1 fyrsta lagi erum við sam- mála um, að tafarlaust verði að jafna kosningarétt borgaranna, þannig að einn kjósandi hafi ekki margfaldan kosningarétt á við annan eins og nú er. í annan stað erum við á einu máli um, að brýn þörf sé á að auka valfrelsi kjósandans á kostnað flokksræðisins. Eins og nú er, getur hver kjósandi einungis kosið frambjóðendur eins stjórnmálaflokks og verður þá að greiða þeim öllum at- kvæði sitt. Kjósandinn getur ekki einu sinni með útstrikun komið i veg fyrir, að sá fram- bjóðandi á Iistanum, sem hon- um likar ekki, hljóti atkvæðið. Allt núverandi kerfi er þannig úr garði gert, að framboðin eru aðildar frambjóöenda sé getiö á kjörseðli. Kjósandi hefur eitt atkvæði, en getur einnig gefið til kynna valkosti sina að frágengnum þeim sem hann kýs. Gerir kjósandinn það með þeim hætti, að hann tölusetur fram- bjóðendur og setur þá töluna 1. við nafn þess sem hann kýs, 2. við næsta valkost og síðan koll af kolli að vild. Kjósandi er óbundinn af flokkum i val- kostum sinum. Talning fer fram i lotum, og er einu þingsæti úthlutaö i hverri. Hlutfallsskipting þingsæta milli stjórnmála- flokka er að vild kjósenda tryggð með þvi að þeir fram- bjóðendur, sem fæst atkvæði fá, eru felldir brott og at- kvæðum þeirra skipt milli annarra frambjóðenda sam- kvæmt valkostum kjósenda og þeim atkvæðum hinna kjörnu, sem eru umfram það lágmark sem þarf til að. ná kjöri er skipt milli annarra á sama hátt. Vilja jafnari kosningarétt og aukið val- frelsi á kostnað flokksrœðis að hvattir til að senda fulltrúa sina á fundi nefndarinnar, en án árangurs. Þótti loks fullreynt, að ekki yröi um þátttöku að ræða af þeirra hálfu. Hérá eftir fer greinargerð um sameiginlegar niðurstöður samvinnunefndarinnar. Við endanlega afgreiðslu voru eftir- taldir nefndarmenn viðstaddir: Jón Sigurðsson, Finnur Torfi Stefánsson, Haraldur Blöndal og Jón Steinar Gunnlaugsson. Jafnari kosningaréttur og persónubundnara kjör Viö erum sammála um það höfuðmarkmið, að stuðla verði að auknu og virkara lýðræði i þjóðfélaginu, þannig að borgar- arnir verði leiddir til aukinna beinna áhrifa á málefni sín. Stefnumótun i þessa átt er margslungin, og ljóst er, að breytingar á fyrirkomulagi kosninga til þjóðþingsins geta aldrei einar sér haft nema litil áhrif til úrbóta i þessu efni. Engu að stöur er ljóst, að kosningafyrirkomulagið veröur að vera þannig úr garði gert, að þar sé tryggt svo virkt lýðræði sem nokkur kostur er. Þvi má halda fram, að mjög virkt lýöræði verði i sumum til- vikum fallið til aö draga úr skil- virkni stjórnarframkvæmdar. I öðrum dæmum er þessu þveröf- framreidd af stjórnmála- flokkunum og valkostir kjósendanna eru litlir. Nefndin varð sammála um það meginmarkmiðað taka beri upp persónubundið kjör þing- manna. 1 þriöja lagi teljum viö að gera verði gagngerar breyting- ar i þá átt að auövelda fólki að koma aö framboði og er þetta atriði raunar nátengt þvf siðast talda. 1 fjórða lagi er mikilvægt, að tryggja betri nýtingu atkvæöa en nú veröur við komið, þannig að sem allra flestir kjósendur hafi áhrif á kjöriö. Persónukjör með valkostum Eftir að hafa athugað margar mismunandi kosningaraðferðir og leitað viða fanga höfum viö orðið sammála um að leggja til að upp veröi tekin sú tilhögun sem tiðkast á Irlandi og viðar, en hana má kalla „persónukjör með valkostum”. Hér er um að ræða persónubundna kosningu, þar sem kosnir eru fleiri en einn frambjóðandi úr hverju kjör- dæmi. 1 megindráttum eru tillögur okkar á þessa lund: Framboð verði einstaklings- bundið og reglur settar um það meö hverjum hætti stjórnmálaflokkur hefur for- göngu um framboð. Flokks- Nánari reglur um talningu og úthlutun þingsæta eru þessar: a) Fyrst er fundið það at- kvæðalágmark sem til þarf til að ná kjöri. Hver frambjóö- andi sem nær þvi, er rétt kjör- inn. Atkvæðalágmarkið er fundiö með þvi aö deila i fjölda gildra atkvæða i kjör- dæmi með tölu, sem er einum hærri en fjöldi þeirra fram- bjóðenda, sem kjósa skal i þvi kjördæmi. Atkvæðalágmark- ið er þá næsta heila tala fyrir ofan útkomuna, sem þannig fæst. b) Atkvæöum þess, sem kjörinn hefur verið, þeim sem eru umfram lágmark, er skipt milli annarra frambjóð- enda samkvæmt hlutfalli val- kosta á öllum kjörseðlum hans. c) Nægi þau engum til kjörs er sá, sem minnst hefur fylgi, felldur brott og atkvæöum hans skipt á sama hátt. d) Við þessar skiptingar er ekki tekið tillit til þeirra, sem þegar hafa náð kjöri, eða hinna sem felldir hafa verið brott. Fyrst er talið, hvernig valkostir skiptast milli þeirra frambjóöenda sem enn eru eftir. Siöan er öllum seölun- um skipt samkvæmt þessu hlutfalli. e) 1 hverri lotu er aðeins skipt seðlum frá einum fram- bjóðanda. f) Ef kjósendur gefa ekki valkosti til kynna, eða ekki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.