Vísir - 25.11.1976, Síða 3

Vísir - 25.11.1976, Síða 3
VISIR Fimmtudagur 25. nóvember 1976 3 Ólafur vill samstöðu um kjördœmabreytingu Ekkert spurst til Gunnars Ekkert hefur enn spurst til Gunnars Elissonar, sem hvarf I Vestur-Þýskalandi fyrir rúmum fimm vikum. Þýska lögreglan hefur haldiö uppi leit þar i landi og Interpol, al- þjóöalögreglan fengið máliö til meöferðar, en án árangurs enn sem komið er. —ÓT. ,,Ég vii vinna aö viötækri samstööu um breytingar á kjör- dæmaskipaninni,” sagöi ólafur Jóhannesson á kvöidverðar- fundi ungra sjálfstæöismanna s.l. þriðjudag. Ráöherrann sagði, aö Framsóknarflokkur- inn heföi enn ekki tekiö endan- iega afstööu til þeirra tillagna sem fram hafa komið um breytta kjördæmaskipan. Dómsmálaráðherra sagöist vilja vinna að sem viðtækustu samstarfi milli flokka i þessum efnum. Framsóknarflokkurinn hefði yfirleitt verið i andstöðu við fyrri kjördæmabreytingar og hann vildi ekki fyrir sitt leyti eiga fr'umkvæði að þvi að koma öðrum flokkum i þá aðstöðu. A fundinum kom einnig fram hjá ráðherra að hann telur eng- ar likur benda til annars en rik- isstjórnin sitji út kjörtimabilið. Hann sagði ákveðið, að Fram- sóknarflokkurinn myndi ekki beita sér fyrir stjórnarslitum að óbreyttum aðstæðum og sam- starfsráðherrum sinum úr Sjálfstæðisflokknum gæti hann ekki borið annað en gott orð. Mánuður til jóla Það er eitthvað pinulitiö jóla- legt viö þessa mynd sem hann Jens tók, þótt jörð sé auö og jólaljósin i miöborginni ekki komin upp. Kannski er skýring- in sú að i gær var réttur mánuö- ur til jóla. Um mánaöamótin má svo bú- ast við að Reykjavik fari aö fá á sig reglulegan jólablæ með skrautlegum útstillingum i verslunum og þar fram eftir götunum. — ÓT Litsjónvarps- mólið sent til saksóknara Rannsókn litsjónvarpssmygls- ins er nú lokið I sakadómi og hefur máliö verið sent saksókn- ara til ákvöröunar. Eins og menn rekur minni til er hér um að ræða smygl á 29 listjónvarpstækjum sem flutt voru inn i landið i febrúar. Margir sátu i gæsluvarðhaldi um tima vegna rannsóknar málsins og nokkrum starfs- mönnum Eimskips var sagt upp störfum vegna þátttöku i smygl- inu. Vegna anna hjá embætti rik- issaksóknara verður vafalaust nokkur bið á að tekin verði á- kvörðun um framhald þessa smyglmáls. — SG Röntgentœknar buðu aðstoð á slysavarðstofunni „Flest sem þarna kemur fram er ekki svaravert”, sagði Þórunn Guömundsdóttir i stjórn röntgentæknafélagsins, þegar Visir bar undir hana frétt sem birtist i blaðinu I gær. Þar er haft eftir Magnúsi Ósk- arssyni vinnumálastjóra borgarinnar um uppsagnir röntgentækna, ,,að atlögunni sé beint að slysavarðstofunni”, og að „þar sé höggið látið falla og þar valda þeir óþægindum”. „Það sem Magnús segir þarna er tóm vitleysa”, segir Þórunn. „Aður en við lögðum niður störf tókum við fram, að við værum reiðubúin að veita aðstoð á slysavarðstofuhni i neyðartilfellum, ef fram á það yrði farið. Þá kom einnig fram að ekki yrði um neitt launa- vandamál að ræða, þvi við buð- umst'til að þiggja laun eftir þeim samningum sem við nú er- um á”. „Hitt er svo annað að enginn hefur farið fram á það við okkur að við veittum þessa aðstoð”, sagði Þórunn. — GA Einn í gœsluvarðhaldi Einn maöur situr nú f gæslu- varöhaldi vegna rannsóknar- innar á fikniefnamáiinu mikla. Var einum manni sleppt I fyrra- dag samkvæmt upplýsingum sem Vfsir fékk i gær. Aðrar nýj- ar fregnir var þá ekki að fá af þessu máli. —EA „Maður ársins" íagður af stað Það hefur strax verið tekið vel i þá hugmynd okkar að kjósa mann árs- ins og strax i gær, á fyrsta degi, fóru miðarnir að skila sér inn til okkar, Menn komu með þá hingað upp á ritstjórn, eða i afgreiðsluna að Hverfis- götu 44. En það er óþarfi að vera að leggja á sig langferðir til að koma atkvæða- seðlinum til skila. Það má aiveg eins og ekki siður, skella honum i póst, skrifa utan á ,,Maður ársins” og senda á ritstjórnina, Siðumúla 14. Kjörstað verður lokað 15. desember næstkomandi og seðillinn birtur daglega amk. fyrstu tvær vikurnar. Við munum svo öðru hverju skýra frá þvi hvernig gengur og birta nöfn þeirra sem hæstir eru orðnir að at- kvæðatölu. «-§<----------------------------------------- MAÐUR ÁRSINS 1976. I | Aö minu mati er maður ársins 1976: I ............................................ Astæöa eöa starfssviö: I ............................................ Sendandi: Heimili: . Sendist Visi, Siðumúla 14, Reykjavik

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.