Vísir - 20.12.1976, Síða 4

Vísir - 20.12.1976, Síða 4
Mánudagur 20. desember 1976 vism Umsjón: Guömundur Pétursson Bukovsky œtlor að hefja nám að nýju Vladimir Bukovsky veltir fyrir sér framtið sinni þar sem hann sit- ur i Zurich i Sviss og aðlagar sig nýfengnu frelsinu og nýjum að- stæðum sinum á Vest- urlöndum eftir ellefu ára vist i fangelsum, þrælafangabúðum og geðveikrahælum i heimalandi sinu fyrir andóf sitt gegn stjórn- völdum. Bukovsky sagöi fréttamönn- um i gær, að hann ætli að dvelja að minnsta kosti viku I Sviss. Vonast hann til þess siðar meir að geta tekið aftur til viö lif- fræðinámið, sem upp úr slitn- aði, þegar honum var á sinum tima vikið úr Moskvuháskóla fyrir afskipti sin af stjórnmál- um. Hann kvaðst sennilegast mundu stunda námið i Hol- landi, en það voru hollensk mannréttindasamtök, sem ákafast börðust fyrir lausn hans. Brezh- nev s|0- tugur Leonid Brezhnev, leiðtogi sovéska kommúnistaf lokksins, átti sjötugsafmæli í gær. Síðustu daga fyrir af- mælið hlóðu sovéskir f jöl- miðlar lofti á „vozhd" (æðsta leiðtoga) sovésku þjóðarinnar og var hann gerður að markskálk í rauða hernum. Þeir, sem minnast svipaöra hátíðisdaga i tíð fyrirrennara Brezhnevs, segja að hátiðahöld- in taki langt fram þeim, sem voru, þegar Nikita Krusjeff varð 70 ára (i aprfl 1964). Finnst þeim það umtal, sem Brezhnev nýtur, nálgast orðið persónu- dýrkunina á Josef Stalin, sem varð sjötugur 1949. — Stalin var raunar siðasti kommúnista- leiðtoginn, sem titlaður var „vozhd”, á undan Brezhnev. Nýlega kom út sérstakt afmælisrit um Brezhnév og gerð hefur verið 60 minútna litmynd um ævi hans og afrek, sem sýnd verður i kvikmyndahúsum um öll Sovétrikin og hugsanlega er- lendis. Bukovsky var f ölur eftir langa fangavist og snoðklipptur að hætti tugthúslima. Hann kvaðst fyrst hafa heyrt um fanga- skiptatillöguna hjá einum með- fanga sinum i Vladimir-fangels- inu við Moskvu. Sá morsaði til hansfréttirnar eftir pipum, sem er gömul aðferð fanga þar til þess að hafa samband á milli klefa. Breski leikarinn, David Markham, sem beitti sér mest fyrir stuðningi breta til lausnar Bukovsky, segist hafa boðið Bukovsky að dveljast á sveita- setri sínu og konu sinnar, Olive Penn skáldkonu, i suðaustur Englandi. — En Bukovsky vill ekki fara til Bretlands fyrr en hann hefur safnað kröftum. Bukovsky sagði fréttamönn- um, að hann vildi vera hjá tólf árafrænda sinum, Mikhail, sem lagður hefur verið inn á sjúkra- hús í Sviss. Mikhail og móðir hans, Olga — systir Bukovsky — og 63 ára móðir þeirra systkina komu með honum til Sviss. Þau ferðuðust með sérstakri flugvél sovéska flugfélagsins Aeroflot i fylgd KGB-öryggis varða, sem höfðu hendur Bu kovskys handjárnaðar á bak aftur á leiöinni, uns vélin vai komin út úr sovéskri lofthelgi „Kvíddu engu, systir þín og ég búum bara saman!" Eins og peð í ref- skák einrœðisríkja Leiðarar helstu blaða álfunnar fjölluðu i morgun um skipti fang- anna, Viadimirs Bukov- skys og Luis Corvalans, leiðtoga kommúnista i Chile. Lundúnablaðið Times skrifar Kanslari Eins og sagt var frá i fréttum var Helmut Schnidt endurkjör- inn kanslari V-Þýskalands fyrir helgi I þinginu i Bonn. Var þessi mynd tekin, þegar Willy Brandt og Helmut Kohl og aðrir flokks- leiðtogar óskuðu Schmidt til hamingju með endurkjöriö. að fangaskiptin eigi sér ekkert fordæmi og megi lesa úr þeim ýmislegt skritið. Segir leiðara- höfundur það mest koma á óvart, að „sovésku leiðtogarnir skyldu láta telja sig á að sleppa sovéska andófsmanninum (mest fyrir áskoranir frá Danmörku og leyni- legar orðsendingar frá Washing- ton). „Þeir kunna að álita, að Bukov- sky i útlegð geti gert þeim litið meiri skaða en Solzhenitsyn og aðrir útlagar hafa þegar gert. Rétt eins og það er erfitt að sjá, aðCorvalan komi til með að bylta heiminum fremur en hann gerði sem þögull píslarvottur i einangr- unarbúðum i Chile. Aðalástæðan er sennilega af neikvæðum toga spunnin: Nefni- lega óttinn við að glata álitimeðal eigin stuðningsmanna, einkan- lega i rikjum þriðja heimsins, ef þeir hefðu neitað að frelsa mann, sem þeir hafa löngum kallað eitt dæmigerðasta fórnarlamb heimsvaldastefnu auðvalds- hyggjunnar.” Times skrifar áfram: „Þeir urðu þó að gjalda þetta nokkru verði. Meðþvi að játastá að jafna máí Bukovskys við mál Corval- ans viðurkenna þeir nokkuð, sem hingað til hefur ávallt verið þrætt fyrir — að til séu i Sovétrikjunum pólitiskir fangar en ekki einungis dæmdir glæpamenn eða innilok- aðir geðsjúklingar.” Kommúnistablaðið Morgun- stjarnan fagnar að visu lausn beggja .fanganna, en ber sig upp undan þvi að kringumstæðurnar „verði vatn á myllu þeirra, sem halda þvi fram, að sósialistisk riki grundvalli stjórnarfar sitt eins og fastistariki á neitun lýð- ræðis. Sú skoðun er blekking. í Sovétrikjunum hefur einræðis- legri stjórn landeigenda og auðvelds verið hnekkt. Auðlindir landsins eru nú nýttar i þágu fjöldans. En tilkoma sósialism- ans hefur ekki leitt af sér endalok pólitisks ágreinings.” — Blaðið bætir þvi við að harma verði að lausn Bukovskys skyldi fylgja „útlegð úr landi og verða með fangaskiptum við fasistariki i stað þess að fullnægja réttlætinu fyrir þess eigin sök.” Daily Telegraph skrifar, að „almenningsálitið á Vestur- löndum hefur i vaxandi mæli of- boðið notkun geðveikrahæla, sál- fræði og lyfjá til þess að kúga pólitiska andófsmenn. Almenn- ingur má ekki gera sig ánægðan með, að Bukovsky hefur verið lát- inn laus, heldur verður hann að reyna að knýja (sovésk yfirvöld) til þess að útrýma þvi illa, sem Búkovsky barðist gegn.” Daily Mail skrifar, að sá leikur, sem nú hafi verið leikinn, heiti áróður. Fundin hand- rit eftir Byron og Shelley Fundist hafa handrit eft- ir tvö mestu skáld englend- inga á 19. öld og svífa bók- menntafræðingar í Lóndon í skýjum, meðan þeir tala um „mesta fund aldarinn- ar." Um er að ræða upphaflegt handrit Byrons að „Childe Harolds Pilgrimage” og frumút- gáfu Shelleys af „Hymn to Intellectual Beauty”. Ennfremur fundust teikningar af Napóleon eftir sjómann, sem fylgdi útlegð- arkeisaranum til eyjarinnar St. Helenu árið 1815. Dýrgripir þessir fundust i leðurkistu meðal ýmissa muna, sem komu fram i dagsljósið úr bankahólfum, þegar gera átti breytingar á Barclay-banka i London. Eigendur fundust ekki lengur, og var ákveðið að opna alla kistla, sem eldri voru orönir en 100 ára. Talsmaður bankans segir, að handritin hafi upphaflega verið i eigu Scrope Berdmore Davies, sem var mikill vinur skáldsins Byrons. Fundust þau fyrir nokkrum mánuðum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.