Vísir - 20.12.1976, Blaðsíða 31

Vísir - 20.12.1976, Blaðsíða 31
35 vism Mánudagur 20. desember 1976 ( Vffl fá atyinnu á íslandi Joe Valentine Fernando frá Sri Lanka skrifar: Þetta bréf sendi ég ykkur i þeirri von aö ég geti einhvers staöar fengiö vinnu á íslandi. Þar sem slæmt ástand rikir hér varöandi atvinnu, þá horfi ég ekki fram á mjög bjarta framtiö. Satt aö segja viröist framtiö min heldur vonlaus á minum heimaslóöum. Þess vegna yröi ég mjög þakklátur ef mér tækist að fá atvinnu á Islandi. Ég hef meðal annars próf i reikningi, bókhaldi og ensku. Ég gef sjálfum mér bestu meðmæli hvaö viðkemur hegðun og skaplyndi. Ég hef meira en þriggja ára reynslu i akstri og er tilbúinn i hvers kyns vinnu, svo sem versl- unarvinnu, akstur og fleira. Ég er fæddur 13. janúar 1952 og heimilisfang mitt er: 109, St. Benedict á Street — Colombo 13, — Sri Lanka. Ég væri þeim mjög þakklát- ur sem teldi sig hafa þörf fyrir starfskraft minn. Mó ekki segja meira frá yngrí flokkunum? Ein ung skrifar: íþróttafréttaritarar! Ég skrifaði ykkur um daginn og fékk þá svar. En það svar fannst mér ekki nógu gott, svo ég skrifa bara aftur. Þaö var þetta meö yngri flokkana í handboltanum. Mér finnst það mætti skrifa meira um þá. Ég fékk þaö svar aö þiö heföuð ekki nóg starfsfólk tii aö fylgjast meö leikjunum hjá þeim yngri. En er ekki hægt aö biðja þá sem eru viö klukkurn- ar á meðan á leikjunum stend- ur aðhafasambandviöblööin aö loknum leikjum? tþróttafréttaritarar svara þessu: Þvi miður hefur okkur gengið afar illa aö fá upplýs- ingar um „meiriháttar” leiki i flestum fþróttahúsunum — hvað þá þegar yngri flokkarn- ir eru annarsvegar. Leikskýrslur úr leikjum berast svo oftast seint og siöar meir til HSI og þvi er ekki á eina bókina lært að afla sér upplýsinga um allan þann fjölda leikja sem fram fara I hinum ýmsu flokkum. Við er- um sammála bréfritara um aö meira mætti segja frá leikjum yngri flokkanna, en þaö er ekki hægt á meðan þetta fyrir- komulag ríkir. Velkomin í holurnar! Ásta Dóra Egilsdóttir, Selja- landsvegi 40, Isafiröi; Mig langar til aö segja ykkur svolitiö frá Seljalandsvegsófær- unni. Hér áöur fyrr var mikiö ritað um Þorlákshafnarveginn. en þessi vegur okkar slær þó öll met. í sumar sem leið var byrjaö aö grafa og ýta, vegurinn skyldi lækka og þaö geröi hann lika svo sannarlega. En þeir góöu menn hugsuðu bara ekki um hvernig vesalings ibúar húsanna ættu að komast út. Meiripartinn af sumrinu höf- um viö mátt hoppa og stökkva og klifra yfir girðingar til þess að komast út úr húsunum. Verst af öllu var þegar klóakiö úr hús- unum rann stöðugt út á götu i heilan mánuö og börnin voru að leika sér i sóðaskapnum. Jæja, nú lagaöist þaö, en þá tók ekki betra viö. Þaö var boriö ofan i veginn og ofaníburöurinn var sá yndislegasti. Rykiö var svo djöfullegt aö bilar þurftu að aka meö ljósum. Þaö var ekki hægt aö opna glugga þvi mökkurinn var svo gifurlegur. Svo fer að rigna. Þá veröur nú heldur en ekki nammi namm. Þá breyttist þessi dýrlegi ofaniburður i hræöilegt drullu.-. svað. Drullan var bvo mikil að ég varð að fara i stigvél til þess að komast yfir i næsta hús, og hafa mig alla viö aö festast hreinlega ekki i svaðinu.' Nú, siðan kemur frost i allt saman. Og þá kemur þaö al- versta. Holurnar verða svo skuggalegar að ófriskum kon- um er alls ekki óhætt að aka i bil, án þess aö eiga á hættu aö missa fóstur, alveg eins og tekiö var til orða meö Þorlákshafnar- veginn. Þaö kveöur svo rammt aö þessu með holurnar að bilar, já meira að segja vörubilar festa sig I þeim, svo eru þær hrika- legar. Svo kemur rúsinan I pylsu- endanum. Auðvitað voru ljósa- staurarnir fjarlægðir þegar framkvæmdir hófust. En sá var bara galli á gjöf Njarðar aö þeir eru ókomnir aftur. Að visu komu þeir. Einn góðan veður- dag koma menn með stóra. Við fórum að lita bjartari augum til vetrarins. Mikil ósköp, staur- arnir voru settir niður. Nokkr- um dögum siöar koma menn á gröfu til aö gera svolitiö fint i kringum okkur, greyin, sem höfum mátt stökkva og hoppa Og klifra i allt sumar. En þá urðu staurarnir aö vikja fyrir þeim framkvæmd- um. Þá dimmdi skyndilega i sálum okkar, og sú spurning vaknaði: Skyldum viö fá bless- aða staurana okkar aftur. Þaö var þó betra að sjá þá, þótt ekk- ert ljósið sæist á þeim. Staurarnir komu aftur, en þaö er ekkert ljós komið á þá enn. Hvað skyldum viö þurfa lengi að paufast áfram i myrkri, hálku og drullu? Þetta er i fáum orðum saga Seljalandsvegarins, sem er aðalgata bæjarins. Aöur en komið er inn i bæinn, er skilti sem stendur á Velkomin til tsa- fjarðar. Þar ætti aö heldur að standa: Velkomin i holurnar! Löngu eftir viðtöku gjafarinnar, þá mun yðar minnst af ánægðum eiganda. Frábær að gerð og lögun, PARKER er sá penni, sem verður notaður og glaðst yfir um árabil og er hugljúf minning um úrvals gjöf um leið og hann er notaður. PARKER pennar eru lofaðir af fagmönnum fyrir hið stílhreina útlit, þekktir heimshornanna á milli fyrir bestu skrifhæfni. Veljið PARKER penna til gjafa (eða eignar). PARKER penni er lífstíðareign. PARKER pennar kosta frá kr. 590 .- til kr. 17.780. PARKER eftirsóttasti penni heims. O

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.