Vísir - 20.12.1976, Blaðsíða 18

Vísir - 20.12.1976, Blaðsíða 18
22 Mánudagur 20. desember 1976 visœ ## KREBS ## Málningarsprautur eru jáfn handhægar og máhingarpenslar/ en margfalt hraövirkari og gefa slétta áferð og möguleika að þekja fléti sem ekki er hægt að snerta á annan hátt. Fljótlegt að skipta um liti. 40 votta 4 mm. stimpill, ofköst 9 Itr. klst. 60 votto 5 mm. stimpill, ofköst 12 Itr. kls. 80 vatta 5 mm. stimpill, afköst 18 Itr. kls. Þrýstingur við spiss 70 kg. sm Sveinn Egilsson h/f# Skeifan 17, Iðngörðum Jólamarkaður Ingólfsstrœti 6 Mikið úrval af leikföngum og gjafavörum ó mjög góðu verði Leikföng daglega eitthvað nýtt Alls konar spil frá kr. 535.- Púsluspil frá kr. 320.- Stórar dúkkur frá kr. 1.945.- Stórir járnbilar frá kr. 1.265.- Föndursett alls konar frá kr. 1.820. Mikið úrval af modelum frá Matchbox og Airfix frá kr. 200.- og margt fleira. Oc^arm Gjafavörur sem fóst ekki annars staðar Kerti, keramik postulinsstyttur, jóladúkar, jólakort, jólapappir og margt fleira. S. Sigmannsson og Co Jólamarkaður, Ingólfsstrœti 6 Ragnar Júliusson form. útgerðarróðs BÚR Ósennilegt að Spánar- togurunum verði breytt fyrir svartolíu „Eftir þær umræöur sem urðu iborgarstjórn um þetta mál.tel ég ósennilegt aö ákveöiö veröi aö breyta Spánartogurum Bæj- arútgeröarinnar fyrir svartoliu á þessu stigi”, sagöi Ragnar Júliusson. formaöur útgerðar- ráðs Bæjarútgerðar Reykjavik- ur. í samtali við Visi. Breytingar þessar hafa veriö til umræðu i útgerðarráði frá þvi snemma i vor. Samkvæmt skýrslu svartoliunefndár var kostnaður við breytingar eins togara áætlaður 3,5 milljónir króna. Jón B. Hafsteinsson skipaverkfræðingar var einnig beðinn um að skila álitsgerð og kom fram i henni að kostnaður- inn yrði milli 15 og 20 milljónir króna. Jafnframt kom þar fram að þegar dæmið væri gert endan- lega upp væri svartolian ekki hagkvæmari en gasolia þótt dýr sé. Sigurjón Pétursson bar upp þá tillögu á fundi útgerðarráðs i byrjun desember að breytingar yrðu gerðar, en hún far felld meö 5 atkvæðum gegn tveim. A fundi borgarstjórnar i sið- ustu viku urðu nokkrar umræð- ur um málið en siðan samþykkt að vfsa þvi til borgarráðs og annarrar umræðu I borgar- stjórn. Má búastvið að málið fái endanlega afgreiðsla i janúar n.k. Ragnar sagði að þó borgar- stjórn ákvæði að fara ekki út i þessararbreytingar nú muni út- gerðarráð taka þetta aftur til athugunar þegar meiri reynsla væri komin á brennslu svartoliu i skipum og betri tæki væru komin á markaðinn. Sagði hann að þvi miður væri ekki unnt að nota þriðju oliutegundina, mar- indieseloliu, þar sem hún er ekki fáanleg frá Rússlandi. Þessa oliu gætu skipin þó tekið i erlendum höfnum, þar sem sömu velarnar gætu brennt henni. Marindieselolia er minna hreinsuð en gasolia og þvi ódýr- ari. —SJ Fjöldi aukaferða flug- félaganna innanlands og milli landa Hér á eftir fara upplýsingar um flugferöir innanlands og ut- an fram aö jólum og um hátfö- arnar. Mánudaginn 20. desember eru áætlaðar 17 ferðir frá Reykja- vik, þ.e. venjuleg áætlun ásamt aukaferðum til Isafjarðar, Eg- ilsstaða, Vestmannaeyja. Sauð- árkróks og Akureyrar. Þriðju- daginn 21. desember veröa aukaferðir til ísafjaröar, Vest- mannaeyja, Egilsstaða, Húsa- vikur og Akureyrar. Miðviku- dag 22. desember verða auka- feröir til Akureyrar, Sauðár- króks, Egilsstaöa og Isafjarðar. Ef að vanda lætur verður Þor- láksmessa einn annasamasti dagurinn i innanlandsfluginu fyrir jól. Þann dag veröa 18 ferðir frá Reykjavik, sam- kvæmt áætlun og aukaferðir til Patreksfjaröar, Isafjarðar, Vestmannaeyja og Akureyrar. Föstudag 24. desember að- fangadag, verður flogiö sam- kvæmt áætlun en flugi flýtt til nokkurra staða þ.e. til Sauöár- króks,Húsavikur, Þingeyrar, Egilsstaða og til Hornafjarðar. Aðrir staöir sem flogið verður til á aðfangadag jóla veröa Vestmannaeyjar, Isafjörður og Patreksfjöröur. Ráðgert er að flugi veröi lokiö um kl. 16.20. A jóladag verður ekkert flogið innanlands. Milli jóla og nýárs verður flogið samkvæmt áætl- un. Föstudag 31. desember, gamlársdag, verður flugáætlun hagað með sama hætti og á að- fangadag. A nýársdag verður að vanda ekki flogiö innanlands, en 2. janúar hefst áætlunarflug aö nýju. 1 sambandi við pakkasending- ar innanlands er æskilegt að fólk hafi fyrra falliö á, þvi venjulega hleðst allmikið upp slðustu daga fyrir jól. Vegna mikils álags siðustu daga fyrir jól, er ekki hægt að tryggja að vörur sem berast eft- ir 19. desember komist leiöar sinnar fyrir hátiðar. Slðustu ferðir til íslands fyrir jól frá viðkomustööum islensku flugfélaganna erlendis eru sem hér segir: Frá London 21. desember, frá Glasgow 22. desember, frá Kaupmannahöfn, Osló og Luxemborg 23. desem- ber og frá New York og Chicago að morgni 24. desember. A jóla- dag verður ekkert millilanda- flug. Annan jóladag, 26 desember, kemur Loftleiðaþota frá Lux- emborg og heldur áfram vestur um haf. Fyrsta þota frá New York eft- ir jól kemur til Keflavlkurflug- vallar að morgni 27. desember og heldur áfram til Luxemborg- ar og sama morgun fer þota Flugfélags Islands til Glasgow og Kaupmannahafnar fram og aftur. Milli Nassau og Luxemborgar eru samkvæmt vetraráætlun International Air Bahama þrjár feröir I viku,en frá 16. desember verða daglegar ferðir á þessari flugleið. Milli jóla og nýárs verður flogið samkvæmt áætlun. A gamlársdag kom tvær Loft- leiðaþotur vestan um haf til Keflavlkur og halda áfram til Luxemborgar. Þær koma aftur til Keflavlkur siödegis á nýárs- dag og fljúga þaðan til New York. A gamlársdag og nýárs- dag verður hinsvegar ekkert flogið til Bretlands og Norður- landa,en flug þangað hefst sam- kvæmt áætlun 2. janúar. Jungs Óáfengt vín Rauðvín Hvítvín Kampavín veitir Gleðilega Hátíð án eftirkasta Fæst í næstu matvörubúð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.