Vísir - 20.12.1976, Blaðsíða 5
AVER — LITAVER — LITAVER LIIAVE
. Vig tveggja embætt-
ismanna stjórnarinnar
i Addis Ababa nú á dög-
unum, til viðbótar fyrri
fórnarlömbum hinnar
svokölluðu gagnbylt-
ingarafla i Eþiópiu,
vöktu ekki mikla at-
hygli.
Þótt hlaðist upp val-
kösturinn á báða bóga,
vaknar ekki sá óhugn-
aður með mönnum,
sem við mætti búast.
Heldur er eins og þeir
sljóvgist, uiis þeim
hættir að þykja það til-
tökumál.
Þegar fyrsta fórnardýriö er
svipt lifi, þykir þaö voöalegt.
Þegar nokkur hundruö hafa
veriö send til heljar á eftir, er
þaö ekki hundraö sinnum voöa-
legra. Þvert á móti er hætt aö
tala um nöfn einstaklinganna,
sem hverfa fyrir ætternis-
stapann, og byrjaö aö slumpa á
tölu hinna föllnu i hundruöum
eins og stykkjavöru i skemmu.
Þetta er vist fyrir löngu upp-
götvaö lögmál. Aö áhrifin af
voöaverkunum eru i öfugu hlut-
falli við fjölgun þeirra. Eþiópia
er þvi ekkert annað en rétt enn
ein sönnun þess.
í upphafi annarrar viku jóla-
mánaðar var Assefa Teferi lög-
reglukafteinn skotinn til bana á
leiö sinni heim tii konu og bama
aö loknum starfsdegi. Þann
sama dag féll einnig fyrir
kúlnahrið stjórnarerindreki i
Kaffa, Ato Demeke Haragewoin
aö nafni. — Ekki það aö nöfnin
muni skipta lesendur svo miklu
máli hér á íslandi, þegar þau
bjargast ekki einu sinni I sinu
heimalandi frá gleymskumóð-
unni, þar sem þau renna I eitt á
hinni óhugnanlegu og löngu
nafnaskrá.
Þarna voru sagöir að verki
„málaliöar á leigu hjá gagn-
byltingarsinnum”. Það er hópur
eða hópar, sem sakaðir hafa
verið um fjölda moröa á em-
bættismönnum, alltfrá ráöherr-
um til minniháttar fulltrúa.
Á meöan hefur stjórnin ekki
setið auöum höndum. í nóvem-
bermánuöi dró hún fram fyrir
aftökusveitir 50 menn. Fréttir
herma að þar á meðal hafi veriö
ungir námsmenn, og mörgum
ber saman um, aö einn þeirra
hafi verið þrettán ára ungling-
ur.
Frá þvi aö herinn tók völdin i
sínar hendur i september 1974
greina opinberar skýrslur frá
220 slikum aftökum. — Aö baki
þessari opinberu tölu liggur svo
fjöldi annarra dauösfalla og
mannshvarfa, sem smám sam-
an hafa gert lifshræðsluna aö
heiðursborgara i þessu þjóöfé-
lagi.
t slikri ógnaröld er fólki ekki
láandi, þótt þaö megni litiö meir
viö nýjustu morötiðindin en
fagna þvi meö sjálfum sér, að
það eru ekki þeirra eigin nöfn
sem lesin eru þar upp, eöa
þeirra nánustu.
Aðalskotmark herstjórnar-
innar er neöanjaröarhreyfing
marxista og leninista, sem kalla
sig Byltingarflokk alþýðu Eþi-
ópiu (skammstafaö i heims-
fréttunum EPRP). En samtök
þessi hafa kynt undir glæðunum
meö bréfasendingum til hátt-
settra sýslumanna, þar á meðal
ráðherra, þar sem móttakend-
um hefur verið tilkynnt, að þeir
væru á lista yfir þá, sem sam-
tökin vilja feiga.
Æöi margir hafa gefiö sig
fram sem segjast hafa séö þessi
feigöarboö, þar sem talin hafa
veriö upp allt aö 100 nöfn. Efstur
á blaði hefur veriö Mengistu
Haile Mariam, offursti, æöst-
ráöandi landsins.
Offurstanum var raunar sýnt
banatilræöi i september. Slöan
hafa æöstu menn herráösins —
„Dergue”, eins og það heitir —
haft um sig vörö. Fréttir herma,
að hluti þeirrar herdeildar sem
þjálfuö hefur verið til viöureign- »
ar við skæruliöa, sé haföur Ihöf-
uðborginni til verndar Mengistu
offursta.
Reglubundnar fréttir berast
af fjöldahandtökum úti á lands-
byggðinni og skyndiaftökum en
stjórnarandstæöingar hafa þar
mest svigrúm til athafna. 1
norðurhluta landsins eru þeir
nánast ráðandi.
Við þessar fréttir bætist svo
stöðugur kvittur um yfirvofandi
hreinsanir innan herráösins
sjálfs, Dergue. Úr hinni nýju
stétt valdamanna hafa nokkrir
séð sinn kost vænstan aö hafa
sig úr landi, áöur en rööin kæmi
að þeim. Þetta hefur nokkrum
sinnum tekist þrátt fyrir strangt
eftirlit meö öllum, sem fara úr
landi.
1 héruöunum Begemdir og
Simien þar sem andstæöingar
herráðsins ráða lögum, og lof-
um, eru þaö ekki einungis
vinstrisinnar, sem standa fyrir
andspyrnunni. Fyrrverandi
keisarasinnar hafa tekið hönd-
um saman viö þá i fjandskap
sinum viö mennina sem veltu
Haile Selaisse úr stóli. Leiðtog-
ar EPRP hafa lag á þvi að láta
ekki mikiö á sér bera til þess að
fæla ekki frá þá, sem eru and-
vígir herráðinu, en vilja ekki
fylkja sér á bak við hamar og
sigö.
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LlTAVER — LITAVER —
Þú þarft ekki að vera milljóner
til að koma við í Litaver
( s l L értilbo ITAVEF ð 1 IS j
TEPPADEILD
Extra afsláttur fyrir þá sem geta lagt teppin sín sjálfir. Nú seljum við hin
vinsœlu Donaghadee teppi beint af rúllum fyrir ótrúlega lágt verð.
Sértilboð frá kr. 2000
10 þús. rúllur á lager, óhemju úrval, sértilboð frá 300 kr. pr. rúlla.
Höfum aldrei haft annað eins úrval af litum og munstrum.
Sértilboð: Ekta Vynil gólfdúkur kr. 900 pr. ferm.
VHHIMHaMV
ÆMSMiíSMLMlítíUíML.
Allir regnbogans litir fáanlegir. 10% staðgreiðsluafsláttur til jóla.
HVER SEM ER
gerir góð kaup í LITAVER
Hreyfilshúsinu við Grensásveg
LITAVER - LITAVER — LITAVER - LITAVER — LITAVER — LITAVER - LITAVER - LITAVER