Vísir - 20.12.1976, Blaðsíða 19

Vísir - 20.12.1976, Blaðsíða 19
vism Mánudagur 20. desember 1976 23 ,iSamvískufangar eni ekkí fœni en ein mifljón segir Seán Mac Bride friðarverðlaunahafi ,,Ég vona að Amnesty Inter- national á islandi verði okkur eins konar vitaminsprauta. Þið hafið engan her og enga póli- tiska fanga og þvi ætti islands- deildin aö geta gengið fram fyrir skjöldu i málum sem snerta ofbeldi,” sagði Seán Mac Bride, friðarverðlaunahafi og aðstoðaraðalritari Sameinuðu þjóðanna á blaðamannafundi sem hann hélt á fimmtudag. Sagðist Mac Bride meta mikils öll þau ráð, frumkvæði og álit sem héðan kæmu. Meginverkefni samtakanna sagði hann að væru að reyna að vernda þá sem yrðu fyrir slæmri meðferð og að hafa áhrif á almenningsálitið, þar sem það væri sérlega áhrifarikt i öllum tilraunum til að bæta vinnu- aðferðir rikisstjórna hvar sem væri i heiminum. „Amnesty International einbeitir sér að þvi að fá lausa samviskufanga, þá sem sviptir hafa verið frelsi sínu vegna skoðana sinna, trúarlegra eða pólitiskra, án þess að hafa beitt ofbeldi,” sagði hann. „Þessir fangar eru ekki færri en ein milljón i heiminum i dag og ef allir pólitiskir fangar eru meðtaldir eru þeir mun fleiri. Auk þess að reyna að fá þá lausa, reynum við að sjá til þess að þeir fái bærilega og réttláta meðhöndlun. Dauðarefsingum erum við algerlega á móti. Hlutleysi. Samtökin eru hlutlaus gagn- vart öllum stjórhmála- skoðunum og vinna gegn mis- réttinu, hvort sem um hægri eða vinstri stjórn er að ræða. „Rikisstjórnir ásaka okkur oft um að við skiptum okkur af innanrikismálum þeirra. Og vissulega gerum við það. En aðeins i þeim tilgangi að hamla gegn óréttlátri meðferð fanga.” Umtalsverður árangur Mac Bride sagði aö samtökin hefðu náð miklum árangri i baráttu sinni. Til dæmis hefðu þau fengið lausa hundruð þúsunda fanga i kommúnista- löndunum, sem verið hefðu i haldi frá Stalinstimanum. „Við beinum athygli heimsins að þessum föngum. Við gerum okkur engar gyllivonir um að geta alveg komið i veg fyrir pyndingar, en við getum dregið úr þeim.” Ástandið verst í Indónesíu. Af þeim rikjum sem hefðu samviskufanga i haldi sagði Mac Bride að Indónesia væri verst. Þar hefðu 70 til 80 þúsund fangar verið i haldi án réttar- halda i 12 ár og hefðu þúsundir þeirra dáið af völdum pyndinga. Einnig væri ástandið mjög slæmtiBrasiliu og Chile, Grikk- landi, Portúgal og til skamms tima á Spáni, en þar hefðu þessir hlutir breyst mjög til batnaðar að undanförnu. I Suður-Afriku heföu pynd- ingar aukist mikið eftir óeirð- irnar sem þar hafa orðið á þessu ári og væru þær sérlega miskunnarlausar. í siðustu viku hefði 16. fanginn verið sagður hafa framið sjálfsmorð, en auk þess hefðu 17 fallið út um glugga á 5. hæð. Að lokum sagði Seán Mac Bride að flest væru brotin i einræðisrikjum-og lýðræðis- rikjum færi þvi miður fækkandi. Þvi ætti almenningsálitiö aö geta unnið gegn. —SJ. Seán Mac Bride: „islandsdeildin ætti að geta gengið fram fyrir skjöldu i baráttunni.” Ljósm. LA. BÆKURNAR ÚR LJÓÐHÚSUM Ölíkar persónur eftir Þórberg Þórðarson Verð: kr. 3000 + sölusk. Sigur í Víetnam eftir Richard West Verð: kr. 1600 + sölusk. LJÓÐHÚS Laufásvegi 22 Reykjavik Pósthólf 629 Sími 17095, 35724. emmuelle LAUGAVEG 26 SÍMI 11506 .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.