Vísir - 20.12.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 20.12.1976, Blaðsíða 10
10 vísm vísir Ctgefandi: Reykjaprent hf. i Framkvsemdastjóri: DavfóGuómi ndsson. Ritstjórar: Þorsteinn Pðisson, ábm. ; óiafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson.'Fréttastjóri erlendra frétta: Gu&mundur Pétursson. Um- sjón meö helgarblaOi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Guöjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálssoi»v óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. Akur-V eyrarritstjórn: Anders Hansen. tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. (Jtlitsteiknun: Jón ósk- ar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. • Auglýsingastjóri: Þorstein.i Fr. Sigurösson. Dreifiagarstjóri: SigurÖur R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgata 44. Sfmar 11660, 86611 Afgreiösla: Hverfisgata 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Sföumúla 14.Sfmi86611, 7lfnur Akureyri. Slmi 96-19806 Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands. Verö I lausasölu kr. 60 eintakiö. Prentun: Blaöaprent hf. Merkilegt stílbragð Á síðari árum hafa stjórnmálamenn yfirleitt séð þá eina leið til að koma umbótamálum áfram að flytja tillögur á Alþingi, þar sem ríkisstjórninni er falið að koma hugmyndunum í framkvæmd.Það heyrir hins vegar til undantekninga, ef dæmi er þá til um það frá seinnitíð, að þingmenn komi fram með tillögur um að koma á þess konar þjóðfélagi, að borgararnir geti sjálfir upp á eigin spýtur byggt upp atvinnu- og þjónustustarfsemi af hverju tagi sem er. Jafnvel gildustu fulltrúar einkaframtaksins, sem svo er stundum nefnt, eru oft á tíðum áhrifamestir í þeirri iðju að auka ríkisumsvif og stunda opinbera fyrirgreiðslu. Svo virðist sem bæði svonefndir frjáls- hyggjumenn og félagshyggjumenn telji, að kjósendur meti ágæti stjórnmálastarfa þeirra eftir því einu, hverju þeir fá áorkað um hækkun útgjalda hjá ríki og sveitarfélögum. Frá þessari meginreglu eru að sjálfsögðu undan- tekningar. í þessu blaði hefur t.a.m. áður verið vakin athygli á hugmyndum, sem fjármálaráðherra setti fram og lutu að því að selja hlutabréf ríkisins í fyrir- tækjum eins og Slippstöðinni á Akureyri. Þó að ríkið þurfi að hlaupa undir bagga í einstökum tilvikum til að koma í veg fyrir hrun þarfra atvinnufyrirtækja, er ekki þar með sagt að þau afskipti þurfi að standa til langframa. I siðustu viku var lögð fram tillaga til þingsályktun- ar, sem lítið hefur verið greint frá í fréttum frá Alþingi, enda virðast ríkisumsvifin vera aðaláhuga- mál manna síðustu daga fyrir jól. Þetta er yfirlætis- laus tillaga frá Sverri Hermannssyni, þingmanni austfirðinga. Hugmynd hans er sú, að ríkisstjórnin rannsaki möguleika á að selja samtökum bænda f Austur-Skaftafellssýslu graskögglaverksmiðjuna í Flatey á Mýrum. Verksmiðja þessi hefur verið í byggingu undanfarin þrjú ár, en hóf starfrækslu á síðasta ári. Rekstur fyr- irtækisins hefur gengið vel að mati fiutningsmanns, og þakkar hann það fyrst og fremst framtaki og for- ystu bænda í sýslunni. Fyrir þá sök telur hann, að verksmiðjan og starfsemi hennar öll sé best komin í höndum heimaaðila einna. Við fyrstu sýn virðist þetta ekki vera eitt af stór- málunum, sem Alþingi hefur nú til meðferðar. En það markaraðýmsu leyti þáttaskil, og sýnir, að flutnings- maður þess er ekki fastur í viðjum hins hefðbundna hugmyndaheims stjórnmálamanna um þessar mund- ir. Að sjálfsögðu er engin ástæða til þess að ríkið reki • graskögglaverksmiðjur. Það eiga bændur sjálfir að gera eða samtök þeirra. Hlutverk ríkisvaldsins er hins vegar að sjá svo um, að einstaklingar og félög þeirra hafi f jármálalegan grundvöll til þess að takast á við verkefni af þessu tagi. Á Brautarholti á Kjalarnesi hafa tveir bræður rekið um nokkurra ára .skeið myndarlega heyköggla- verksmiðju. Þeir hafa með framsýni og atorku sinni sýnt, svo að ekki verður um villst, að það er hreinlega út í bláinn að ætla ríkinu að hafa alla starfsemi af þessu tagi með höndum. Skrifstofuvaldið í Reykjavik stýrir aldrei þvi um- bótastarfi, sem nauðsynlegt er í landbúnaði. Það er verk bænda sjálfra og samtaka þeirra. Það er sannar- lega ekki á hverjum degi, sem fram koma tillögur á Alþingi, sem sýna að alþingismenn sjá aðra leið við uppbyggingu atvinnulífsins en ríkisumsvifin. Sverrir Hermannsson er þekktur fyrir ýmiss konar stilbrögð á Alþingi, sum e.t.v. ekki merkileg, en það er þessi tillaga eigi að síður. Glansmyndin mlnus llkiö Leikur að felumynd Einleikur á glansmynd, skáld- saga eftir Þorgeir Þorgeirsson. tJtg. Iöunn 144 bls. „Þurfum við endilega að finn- ast hér?” Þannig hefst þessi saga. Þetta er spurning sem skrásetjari hennar beinir til söguveru sinnar. Ég nota ekki orðið „sögumaður”. „Menn er tæpast að finna i þessari bók i henni er miklu fremur teflt saman eins konar persónu- gerðum elementum eða öflum sem eru aðeins með aðra löpp i þjóðfélagslegum veruleika, hina i loftkenndri fantaslu . Og skrásetjari hittir fyrir þessa söguveru i eigin hugskoti. Þau eiga stefnumót og tilgangurinn er að skrásetja sögu hennar. En skrifaranum er um og ó: hann er tregur og hikandi að hef jast handa uns ekki verður hjá þvi komist. Hver getur flúið eigið hugarfóstur: „Ef ég skrái þessa sögu þina ætlarðu þá að fara? — Lofa þvi. — Jæja, byrjum þá. Þú ert fyrsta persónan i sögunni. Ég bara skráset”. Liktogþessi „fyrstapersóna” er saga sú sem hefst með bess- um hætti. „Einleikur á glans- mynd”, að hálfu úr heimi fjar- stæðunnar og að hálfu, — sumir myndu sjálfsagt segja minna en hálfu — úr kunnuglegum raun- heimi. „Hún er ofur — raunsæ lýsing á samfélagi okkar i dag, þar sem m.a. er fjallað um hin óhugnanlegu glæpamál sam- timans”,segir i kynningarfrös- um bókarkápunnar. Sem yður þóknast. Kannski þessi pistill geti lika kallað sig „ofur-raun- sæjan.” Það væri nú gaman. Hefði annars ekki mátt nota dagblöð utan um þessa bók i stað kápu? Það er mikið fjör i bókarkápubransanum i ár. Stjórnleysi. „Einleikur á glansmynd” er tilraun með skáldsöguform. Til- raun sem ætlað er að tjá islenskt þjóðlif, — ekki i rómanti'skri glansmynd og ekki i nat- úrali'skri spegilmynd yfir- borðsins heldur i afmynduðum sannleika speglasalarins. Siðan er það spurning hvort þessi til- raun ber árangur.. Strax i upphafi er lesandinn, — eins og vitnað var til hér að ofan — leiddur inn i leik með frásagnaraðferð og — form. Hinn almáttki, alvitri skrásetj- ari raunsæissögunnar, sem alla þræði hefur i hendi sér, er hér i erfiðri aðstöðu. Stundum er eins og veruleiki hugarburðarins taki af honum völdin: hann verður leiksoppur eigin sögu. Stundum reynir hann að veita „viðfangsefni” sinu mótspyrnu hafa hemil á framrás frá- sagnarinnar. í „Einleik á glans- mynd” rikir formlegt sem efnislegt stjórnleysi. Samtöl, endurtekning- ar, skýrslur. Sagan er að formi til lögð i hendur lesandans sem gögn til lausnar ákveðinni gátu — morð- gátu er hægt að kalla það ef menn vilja. Að þessari aðferð er ekkert nýmæli i sjálfu sér. Bók- in er samofin úr þremur megin- þáttum sem skiptast á. í fyrsta lagi „samtölum”skrásetjara og söguveru, þar sem sagan litur i eigin barm, rökræðir við sjálfa sig, reynir t.a.m. að fella sig að hinum ýmsu hugmyndakerfum, en gengur að vonum böslulega, enda er draumur ekki hug- myndakerfi. í öðru lagi „endur- tekningum”, — eins konar upprifjunum söguverunnar, sem likjast mest sálnaflakkium rennusteina Reykjavikurmann- lifs, og eru efnisleg uppistaða bókarinnar. Og i þriðja lagi „skýrslum”— „vottorðum utan- úr veruleikanum”: eins er færð af Jósteini Lárussyni — sóma- kært stiluð pislarsaga manns sem kaninn, béviskur, hefur kippt fótum undan og leitar rétt- arsinsmeð þessu skýrsluákalli: annarri skýrslunni er sleppt „af velsæmisástæðum”, og gefið er til að kynna að geymi „nöfn úr Reglunnieða Flokknum” þriðja skýrslan á að vera lögfræðileg „kerfisúttekt” á nauðgunar- máli.” Þessum þremur form- þáttum er teflt saman sitt á hvað og lesandans er að tengja saman gögnin. m k L ' ■ c Árni Þórarinsson^ skrifor J Glansmyndin og gátan „Einleikur á glansmynd” er þvi myndagáta. Bókin er ekki það sem oft er kallað aðgengileg bók. í stað glansmyndar fáum við felumynd. Hver lesandi verður auðvitað að gera upp við sig hvort ein- leikur hans á felumyndina hefur fært honum listrænan feng, birt honum nýja innsýn inn i þann veruleika sem umhverfis er, — „ofur-raunsæja lýsingu á sam- félagi okkar i dag” til að mynda. Fyrir mina parta get ég þvi miður ekki sagt að svo sé. Það hvarflar ekki að mér að reyna að rekja efnisleg atriði bókarinnar spinna úr stjórn- leysi hennar einhvern „sögu- þráð” eða fella saman hinar fjölmörgu skirskotanir I ein- hvers konar heillega „heims- mynd.” Astæðan er sú að f min- um huga býðursaganekkiupp á það. Eins og rauður þráður i sundurleitum vefnaði sögunnar er glansmyndin, sem prýðir fyrrnefnda kápu. Hún hangir á veggjum sögunnar eins og sadistiskur „Drottinn-blessi- heimilið”, annað hvort sem smækkað svart hvitt afþrykk eða i fullum litum og fullri stærð. Þessi mynd er barmafull af andstæðum sektar og sak- leysisspillingar og hreinleika og á að þjóna sem táknleg mynd af ástandi islenkrar þjóðarsálar. Þetta er „gamalkunn lands- lagsmynd”. En á bak við klett- ana i forgrunni er lik i fjörunni. Það sést þvi ekki á myndinni, enda á slikt ekki heima á glans- mynd. Kannski, segir I sögunni, að myndin „sé táknmynd um lif okkar allra hér inni. Og að við séum tákn um hina þarna úti.” Skringilegur kokkteill Mér þykir þetta glansmynda- stef nokkuð skemmtilega notað i sögunni. En svo fer ýmsu að ægja saman. Innan um og saman við þær þekkjanlegu mannlifsmyndir sem brugðið er upp og margar eru æði harð- neskjulegar, soralegar, og sum- ar býsna gróteskar, vaða uppi alls kyns skirskotanir. Glans- myndin er „draumur sjórekna liksins”, og draumurinn er „til- raun sem upphaflega var kostuð af Hugvisindadeild Atlantshafs- bandalagsins,” og um alla bók eru upphrópanir um Reglu flokkhersetu bandariska utan- rikisstefnu, og bandarisku þjóðina meira að segja, sem að þvi er virðist eru undirrót bágs þjóðarsálarástands með til- heyrandi glæpum og spillingu. Þetta hefði vafalaust mátt færa til sanns vegar i skáldverki, en er hér svo tilgerðarlegt að það missirmerkingu og hangir á við og dreif i lausu lofti. Fyrir nú ut- an það, hve ádeila sögunnar fer meira og minna fyrir ofan garð og meðan vegna einkennilegrar togstreitu hálfkærings og al- vöru. Þessi hálfkæringsblær stafar held ég af fjarstæðubúningn- um. Og sá fjarstæðubúningur reiðir sig um of á misheppnaðan absúrdhúmor, sem stundum verður hálfgerð aulafyndni og stórlýtir söguna (,,...við megum einskis láta ófreistað i viðleitni okkar til að gera þeim hags- munahópum og einstaklingum sem hér eiga hlut að máli þá staðreynd ljósa að undir- búningsaðgerðir björgunarað- gerðanna eru þessar i undirbún- ingi, sagði ráðherrann”). Og svo eru i þessari blöndu söguöfl sem bera nöfn eins og Hregg- viður Jónsson,(sem virðist boða gamla islenska seiglu. and- spænis kúgun og spillingu, og á vist m.a. að vera náskyldur Helga Hóseassyni) og Jónatan Svift, og Þýskaland Hitlers arkar inn óforvarandis og þetta verður satt að segja heldur bragðvondur mjöður. Fantasian er svo hamslaus, — enum leið einkennilega þvinguð — að skirskotanir hennar rjúka flestar út i veður og vind. án þess að festa nokkurs staðar rætur. Að þessu leyti þykir mér hin heföbundnari skáldsaga Þorgeirs „Yfirvaldið” mark- vissara verk. Eins og i þeirri bók eru ljósir hér miklir rithöfundarhæfileik- ar. Þeir fá bara ekki að njóta sin i hinni formrænu glimu nema á stöku stað. Þorgeir getur verið feikilega þróttmikill stilisti ljóð- rænn, beittur. hittinn og háðskur. Það er langt I frá leiðinlegt að lesa þessa bók og innan um eru sterkar, satiriskar myndir, eins og þegar fjallkon- an kemur inn á sviðið i gervi húsmóður úr vesturbænum og hellirsjóreknum spira á þvotta- vél! En það er eins og ekki hafi tekist að koma einstökum myndum og einstökum skir- skotunum heim og saman: fantasia, eins og draumur verður að hafa eitthvert innra samhengi til þess að verða ekki merkingarlaus sem heild. Þótt þetta segi kannski minnstum annmarka „Einleiks á glansmynd” og þeim mun meira um annmarka viðkom- andi lesanda sem einleikara á felumynd, þá getur lika verið gaman að tilraunum þótt þær takist ekki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.