Vísir - 20.12.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 20.12.1976, Blaðsíða 14
14 Mánudagur 20. desen'.bsr 1976 vism ’ W t» A LOFT STRAX A ODRU ARI: Nú mega Svíar herða sig: ÞAR VERDA AÐ FÆÐAST FLEIRI BÖRN Allt of fá börn fæðast í Svíþjóð. í hverri fjöl- skyldu þyrftu helst að fæðast þrjú börn. í júní árið 1974 fæddust 9200 börn í Sviþjóð. í júní árið 1975 fæddust 8700 börn en í júní í ár aðeins 7900. Fækkun fæðinga er því talsverð. Síðustu ár hafa fæðst 13-14 börn á hverja þús- und íbúa. Nú hefur þeim fækkað í 11-12. ( Þýska- landi eru þau aðeins 10. Ef þessu heldur áfram þýðir það að í Svíþjóð, til dæmis, verður mikið af eldra fólki en lítiðaf ungu fólki. NoKkrum kynslóð- um síðar fækkar svo íbú- um að mun, þegar þeir gömlu deyja og aðeins fá- ir fæðast í staðinn. ,,Til þess að koma í veg fyrir fækkun íbúa í land- inu þarf hver kona að fæða að meðaltali 2,1 barn", segir Erland Hof- sten sem vinnur að skýrslum um íbúafjölda við sænsku hagstofuna. En Erland skýrði fyrir stuttu frá fækkun íbúa í Svíþjóð. „Eins og er fæðir hver kona 1,6-1,7 barn", sagði hann ennfremur, „og það er stór munur. Nú er það að vísu ekkert stór áfall þó að viss íbúafækkun verði í Svíþjóð, en verði mikil fækkun, þá megum við fara að hafa áhyggj- ur, — og þróunin nú bend- ir til þess að að því komi". „Það kæmi mér ekki á i óvart þó að þegar á næsta j ári verði fleiri dauðsföll hér en fæðingar", sagði Erland Hofsten ennfrem- ur. Það væri þá í fyrsta skipti síðan 1809 sem slíkt gerist i Svíþjóð. Sviar veröa nú aö taka sig á samkvæmt nýjustu tölum, þvi þar fæöast allt of fá börn. Klang! Dag einn kemur skeiö- in viö eitthvaö hart i munni barnsins. Fyrsta tönnin e'r kom- in upp og kannski eru þær þegar orönar tvær, þvi oft korna þær tvær saman upp til aö byrja meö. Einhvern tima þegar barniö er sex til átta mánaöa gamalt koma fyrstu barnatennurnar i neöri góm. Siöan koma tvær i efri góm. Smátt og smátt fjölgar þeim og þegar barniö er 20-30 mánaöa gamalt hefur þaö 20 tennur. Börn veröa oft óróleg þegar þau taka tennur. Sum fá hita og eiga erfitt meö aö sofa. Börnum finnst sérlega gott aö hafa eitt- hvaö aö naga þegar þau taka fyrstu tennurnar. önnur börn viröast vart finna fyrir óþægindum þegar þau taka tennur. Þaö hefur komiö fyrir aö börn fæöist meö eina eöa fleiri tennur og sum biöa i eitt ár eftir fyrstu tönninni. En hafi barniö ekki tekiö tönn þeg- ar þaö or oröiö eins árs þarf aö hafa samband viö tannlækni. Byrjið snemma að bursta tennurnar Sumir standa I þeirri meín- ingu aö barnatennurnar skipti ekki miklu máli, þar sem þær komi hvort eð er til með að detta þegar barnið er sex eða sjö ára. En þetta er mesti misskilning- ur. Barnatennurnar skipta jafn miklu máli og fullorðinstenn- urnar. Þess vegna er það mikilvægt að hreinsa tennurnar vel og byrja á þvi nógu snemma. Strax þegar barnið er á öðru ári á að byrja að bursta tennur þess. Best er að nota mjúkan og þétt- an tannbursta og bursta tenn- urnar kvölds og morgna, helst eftir máltiðir. Tannkrem er ekki nauðsynlegt og fluortannkrem á ekki að nota áður en barnið er orðið fjögurra ára gamalt, þar sem það getur kyngt þvi. Þau vilja bursta sjálf Vatn og tannbursti nægir þvi. Hvernig tennurnar eru burstað- ar, þ.e.a.s. upp eða niður og þar fram eftir götunum, virðist ekki skipta jafn miklu máli. Aðalatr- iðið er að tennurnar verði hrein- ar og að barninu finnist tann- burstunin ekki leiðinleg. Mörg börn vilja bursta tennur sinar sjálf. Það er gott að leyfa þeim það, þvi þeim finnst þessi athöfn öllu skemmtilegri fyrir vikið. En það er ekki fyrr en barnið er orðið átta ára sem það ræður við það sjálft, hjálpar- laust. Þess vegna er það mikilvægt að mamma eða pabbi eða ein- hver annarhjálpi til og gleymi ekki að bursta líka tannholdið við tennurnar. Með þvi minnkar hækkan á tannholdssjúkdóm- um. Að bursta tennumar er sérstaklega mikilvægt þegar barnið er veikt og hefur hita, og einnig ef það tekur inn járnmeð- ul. Fæðan skiptir máli En það er ekki bara tann- burstinn sem er nauðsynlegur. Fæðan skiptir miklu máli. Forð- ast á sætan mat og reglulegar máltiðir hafa mikið að segja. Að borða á milli mála þykir litt æskilegt. Þegar barnið er þriggja ára er gott að fara með það i fyrstu heimsóknina til tannlæknisins. Þá eru tennurnar oftast ekki farnar að skemmast, en það sakar ekki að láta skoða þær og heimsækja siðan tannlækninn reglulega eftir það, tvisvar á ári. Reynið að hafa fyrstu heim- sóknina eins eðlilega og mögu- legt er. Barn hefur ekkert gott af þvi að foreldrar og systkini endurtaki það sifellt að „þetta verði ekkert sárt” eða „ekkert hættulegt” áður en farið er til tannlæknisins. Það veldur að- eins tortryggni hjá barninu sem væri annars ekki til staðar. Reynið heldur að útskýra fyr- ir barninu hvernig sé hjá tann- lækninum og hvað komi til með að gerast þar. Takið barnið ekki með þegar þið farið sjálf til tannlæknisins. Það getur aðeins hrætt það.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.