Vísir - 04.12.1958, Blaðsíða 21

Vísir - 04.12.1958, Blaðsíða 21
JÓLABLAÐ VÍSIS 23 -„Eigi er mark að draumum” Frainh. af bls. 15. þegar hana dreymdi hann öðru sinni. Og svo dreymdi hana drauminn í fjórða sinn------- svo fimmta og sjötta og í þrjú seinustu skiptin nótt eftir nótt.“ Mér varð litið á manninn, því að sársaukahreimur var í rödd hans, eins og hann þjáðist sár- lega. Hann var dálitla stund að jafna sig af þeim tilfinning- um sem á hann höfðu leitað, og svo tók hann enn einu sinni til máls: ,.Konan varð sannfærð um, að hér væri um aðvörun að ræða. Barnið hennar væri 1 hættu, og forlögin væru að gefa henni tækifæri til að bægja hættunni frá því. Hún átti að koma í veg fy-rir að litli dreng- urinn hennar yrði undir bifreið, sem gæti annað hvort orðið honum að bana eða gert hann að örkumlamanni ævilangt. Hún var þakklát forsjóninni fyrir aðvörunina og afréð að sýna þakklæti sitt með því að gæta þess vandlega að inna af hendi hlutverk sem hún taldi sér ætlað. Hún sór þess dýran eið að hún skyldi fórna öllu til að bjarga lífi barnsins — ekk- ert skyldi látið ógert sem hún eða maður hennar gætu gert..... Finnst yður það ekki eðli- legt?“ ,,Eg get ekki neitað þvi, að allir vilja bægja hinu illa frá sér -og sínum,“ svaraði eg. „Þó verð eg að segja, að ef hún trú- ir því, að þarna sé um vísbend- ingu örlaganna að ræða, þá verður engu breytt, þótt hún vilji leggja sig alla fram. Eg dreg þessa ályktun af draumn- um að forlögin hafi aðeins ver- ið að tilkynna henni, af lifs- skeið drengsins hennar væri senn á enda, og við því væri ekkert að gera — hún gæti engu breytt í því efni.“ Eg virti inanninn fyrir mér, um leið og eg sagði þetta, og eg var sannfærður um, að eg hefði fært fram gild rök. Hann studdi hendi undir kinn og var 'mjög þungbúinn. Hann starði beint ofan í gólfið, svo að ó- ■gerningur var að sjá svip hans. Þó þóttist eg' sjá einhverja | kippi í vöngum hans, eins og íhann væri að berjast við til- jfinningar, sem kæmu fram i svip hans. Síðasti hluti frásagnar hans hafði vakið athygli mína og forvitni, svo að þegar hann virt- ist ætla að þegja drykklanga stund, gat eg ekki annað en lagt fyrir hann spurningu: „Hvað gerði móðirin til að bægja hættunni frá barni sínu?“ Hann virtist hika stutta stund, eins og honum hafi fund- izt svar mitt áður eitthvað ó- hagstsett, en svo settist hann allt í éinu upp, laut að mér og sagði 'heldur lægri rómi en áð • ur: .„Hún .gerði allt — bóksfaf- lega ALLT! Hún byrjaði á því að fara til lögreglunnar og biðja hana að banna umférð úm gÖt- una. Lögreglan benti á, að það væri ekki hægt án gildra á- stæðna, og þegar konán skýrði frá ástæðufn sínum, brosti lög- reglumaðurinn aðeins með samúð og spurði hana, hvort hún héldi, að þetta mundi nú ekki lagast bráðlega....... Hún fór heim við svo búið, en morguninn eftir ræddi hún við sjálfan lögréglustjórann. Hún spurði, hvort hann gæti ekki ákveðið einstefnuakstur 1 götunni---------og þá átti að vera óheimilt að aka úr þeirri átt sem draumabíllinn hafði komið. Lögreglustjórinn hafði víst haft einhvern pata af fyrri heimsókn hennar því að hann svaraði, að það væri ekki venja að banna umferð að einhverju eða öllu leyti um götur, þar sem um litla umferð væri að ræða. Öðru máli gegndi, er um fjöl- farnar verzlunargötur í mið- bænum væri að ræða .... En konan gafst samt ekki upp. Móðir, sem veit um lífs- hættu, er vofir yfir barni henn- ar, gefst ekki upp, meðan hún getur sjálf staðið á fótunum. Hún gekk á milli allra aðila, sem hún taldi, að gætu orðið að liði, og alltaf var tilgangurinn að stöðva umferðina um göt- una. Árangurinn varð enginn — nákvæmlega enginn. Allir héldu vitanlega, að konan væri sturluð. Menn höfðu samúð með henni, en það var lika allt og sumt . . ..“ Nú þagnaði ■ sessunautur minn snögglega laut fram, studdi hendi undir kinn, og var mjög hugsi eins og áður. Loks ýtta eg við honum óg sagði: „Jæja, hvernig lyktaði þessu?“ „Þegar enginn opinber aðili vildi hjálpa henni — jafnvel presturinn bað hana að vera rólega, því að þetta mundi vera draumórar — afréð hún að taka málið í sínar hendur. Hún ákvað, að drengurinn litli skyldi ekki fá að fara út, fyrr en hann væri orðinn miklu stærri en hún sá hann í draumnum. Þar var ráðið fengið, og hún þótt- ist hafa fagnað sigri. Um leið sagði hún við sjálfa sig, að hún hefði átt að gera sér grein fyrir þessu fyrr í stað þess að gera sig að fífli með öllum þessum heimsóknum til lögreglunnar og víðar.“ „Jæja, þá hefir þetta allt end- að vel?“ sagði ég. „Sagan er ekki alveg búin,“ svaraði maðurinn, hugsaði málið stutta stund og hélt svo áfram: „Þegar hún hafði haldið drengn um inni nokkrar vikur, fór að bera á því, að hann var lasinn. Hann hafði hitavellu á hverj- um degi, svo að konan leitaði læknis. Hann komst að því með spurningum, að drengurinn ha£ði ekki fengið að koma út undir bert loft í tvo eða þrjá mánuði. Hann sagði konunni þess vegna, að það væri ekki von á góðu, úr því að barnið fengi ekki að vera úti í sólskini og góðviðri. Það, sem að drengn um væri, væri ekkert annað en það, að hann -hefði farið á mis \úð útiveru og næga hreyfingu. Og hann komst meira að segja svo að orði: „Þér getið gert drenginn að aumingja með þessu, já, hann gæti hreinlega dáið hérna inni hjá yður, alveg eins og hægt er að drepa -blóm með því að láta þau hvorki njóta lofts né ljóss ...“ Þér skiljið, að þetta hafði óg- urleg áhrif á móðurina. Þarna var hún sökuð um að stofna barni sínu í bráðan voða, þegar hún var einmitt að réyna að bjarga því frá válegum bana. Þetta reið henni nærri að fullu, en svo gerði hún sér grein fyrir því, að hún mætti ekki gefást upp. Hún hafði fengið aðvörun, og hún varð að hagnýta hana. Ef hún sinnti henni ekki, þá kæmi kannske eitthvað énn verra fyrir ...“ „Segið mér,“ greip ég nú fram í, því að mér fannst eitt atriði vanta í söguna, „dreymdi konuna alltaf sama drauminn, við og við, meðan á þessari bar- áttu hennar stóð, og meðan hún. lokaði barnið inni?“ i( „Nei-nei,“ svaraði maðurinn hiklaust. „Hana dreymdi draúm inn aldrei eftir að hana hafði drevmt hann þrjár nætur í röð -----ég var búinn að segja yð- ur frá því, var það ekki ...?“ Já, mig minnti það ... Nei, hana hafði aldrei dreymt hann eftir þetta------það var það einkennilega.“ „Ég skil ekki,“ mælti ég þá„ „hvers vegna hún sefast ekki, úr því að draumurinn lét ekki á sér bæra framar. Ég held, áð í hennar sporum hefði ég prð- ið rólegur aftur.“ £ Um leið ög ég sagði þetta, leiii maðurinri á mig, og í svip hans var bæði að sjá meðaumkun og megna fyrirlitningu. „Það er greinilegt, að þér er-< HÉÐINN Veitum allar tækmlegar upplýsingar VerSið hvergi hagstæðara. HEÐINN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.