Vísir - 04.12.1958, Blaðsíða 31
JÓ LABLAÐ vf SIS
r ■■
Framh. bls. 6.
Jóhannes Steinn borgaði um-
yrðalaust og stakk litla, aflanga
pakkánum í vasann. Þegar hann
gekk út úr búðinni, var pilturinn
og stúlkan þar enn inni. Hann
vissi ekki hvaða skartgripi þau
voru að skoða, eða hvort þau
keyptu nokkuð.
Jóhannes Steinn snerist litla
stund á gangstéttinni fyrir utan
skartgripaverzluniná, ringlaður
og ráðalaus. Hann var enn á
valdi hinnar undarlegu geðhrifa,
sem svo óvænt og skyndilega
höfðu náð tökum á honum. Allt
í einu birti yfir svip hans. Nú
vissi hann hvað hann skyldi
gera. Hann ætlaði að hitta Lindu,
cr hún byggi enn hér í þorpinu,
og þess væri kostur að leita hana i
uppi. í gamla daga hafði hún
átt heima í litlu, tvílyftu timbur-
húsi i næstu hliðargötu.
Jóhannes Steinn skálmaði af
stað. Hann þóttist öruggur með !
að finna húsið, þótt svona lang-
ur timi væri liðinn. En það fór
nú samt öðruvísi. Eftir nokkra
ieit mátti hann gefast upp, það
var búið að umturna öllu, breyta
götunum, rifa gömlu húsin og
byggja önnur stærri. Jóhannes
Steinn áræddi að spyrja tvo
stálpaða drengi, sem hann hitti,
hvort þeir vissu hvar, stúlka
byggi, sem Berglind héti.
Nei, við vitum ekki um neinar
kerlingar, svöruðu þeir og hlógu.
En það var fjarri Jóhannesi
Steini að gefast upp við svo bú-
ið. Hann ásetti sér að spyrja
næst einhvern fullorðinn.
Hamingjan sanna! hrópaði Jó-
hannes Steinn, þegar honum
varð litið á úrið sitt. Eftir fimm
minútur átti uppboðið að heíj-
ast. Hvaða vitleysisrugl hafði
eiginlega gripið hann, svo hann
gleymdi timanum. Og þessu rán-
dýra armbandi var bezt að skila
aftur, þegar tækifæri gæfist.
Hann hafði ekkert með það að
gera.
Jóhannes Steinn hraðaði sér
sem mest hann mátti á uppboðs-
staðinn. Sýslumaðurinn var
mættur, ásamt skrifara sínum.
Örfáir menn norpuðu kuldaleg-
ir í kring um yfirvaldið. Þegar
Jóhannes Steinn bættist í hópinn
virtu flestir hann fyrir sér með
forvitni og jafnvel nokkurri tor-
tryggni. Var þetta einhver brask-
ari úr Reykjavík, mátti greini-
lega lesa úr svip þeirra.
Uppboðið hófst á því, að sýslu-
i maðurinn las uppboðsskilmál-
ana. Þeirri gamalkunnu klausu
lauk á því, að greiðsla skyldi
fara fram við hamarshögg.
Boðin í húseignina komu ákaf-
jlega dræmt og hikandi, og yfir-
boðin voru ekki nema eitt eða
tvö þúsund. Loks eftir langa
mæðu náði boð hundrað og átta-
tiu þúsundum.
Til þessa hafði Jóhann-es
Steinn ekkert boð gert, en hlust-
að þegjandi á. En nú þegar sýslu i
maður gerði sig líklegan til að
slá eignina hæstbjóðanda, mælti
Jóhannes Eteinn ósköp rólega.
Tuttugu!
Tuttugu þúsund? hváði sýslu-
maður.
Jóhannes Steinn 'kinkaði kolli.
Það fór lágur kliður um hóp-
inn, og mennirnir litu undrandi
hver á annan. Þetta var hrein-
asta brjálæði, — tuttugu þúsund
króna yfirboð.
T\’ö hundruð þúsund! — fyrsta
•— annað, og-----þriðja, mælti
leið og uppboðshamarinn skall í
borðið. Reyndar var hamarinn
lindarpenni og borðið spýtna-
hrúga, en það skipti ekki máli.
Hvert er nafnið? spurði sýslu-
maður heldur hvasst, og gaf
skrifara sínum merki að rita i
gerðarbókina.
Jóhannes Steinn nefndi nafn
sitt og gekk fram úr hópnum.
Og greiðslan? mælti sýslu-
maður heldur kuldalega og það
vottaði fyrir háðssvip . á andliti
hans.
Jóhannes Steinn dró ávísana-
hefti upp úr vasa sínum. Hann
var fljótur að hripa ávísunina,
rétt eins og hann væri ekki með
öllu óvanur slíkri ritmennsku.
Síðan reif hann blaðið úr heft-
inu með snöggum rykk og rétti
sýslumanni.
Háðssvipurinn hvarf af andliti
yfirvaldsins. Hann undraðist,
eins og aðrir viðstaddir fjárráð
þessa ókunna, unga manns.
Jóhannes Steinn brosti í iaumi.
Sjaldan hafði hann gert slík reif-
arakaup. í fljótu bragði var ekki
hægt að gizka á, hve mikinn
gróða þessi hússkrokkur gæti
fært honum.
Sýslumaðurinn gaf skrifara
sínum merki um að taka saman
plöggin, og viðstaddir fóru að
smá tinast í burtu.
Jóhannes Steinn hafði einnig
lokið erindi sinu. Það var bezt
að hypja sig sem fyrst úr þess-
um nístingskulda og gegnum-
trekk. Satt að segja var honum
! orðið hrollkalt.
Jóhannes Steinn var í þann
veginn að ganga út, þegar einn
uppboðsgestanna vindur sér að
honum, og spurði hálfhikandi:
Vannst þú ekki hérna við
byggingu kaupfélagshússins?
Jú, en aðeins stuttan tíma,
svaraði Jóhannes Steinn og virti
spyrjandann fyrir sér. Hann
kannaðist við svipinn, en kom
ekki manninum fyrir sig.
Komdu sæll og blessaður. En
það er varla von, að þú munir
eftir honum Kalla, sem vann
orðið svo langt síðan, mælti mað-
með þér í byggingunni, það er
sýslumaður hátt og hvellt, um
urinn brosandi og heilsaði Jó-
hannesi Steini, og nú var honum
horfið allt hik.
Komdu blessaður, svaraði Jó-
hannes Steinn. Nú mundi hann
gerla eftir Karli, gömlum vinnu-
félaga sinum. Enginn var létt-
lyndari né gamansamari en hanh,
og enginn steig dansinn við
stúlkurnar af slíkri list. Hann
var eftirsóttasti dansherrann í
þá daga.
Eg er hissa að þú skyldir
þekkja mig eftir öll þessi ár, hélt
Jóhannes Steinn áfram, eða hef
ég svona htið breytzt?
O, dálítið erum við báðir farn-
ir að láta á sjá, svaraði Karl
hiæjandi. En maður gleymir
ekki strax skæðustu ‘keppinaut-
um sínum um hylli stúlknanna.
Öllu má nú nafn gefa. Eg held
að ég hafi aldrei verið mikið
kvennagull, mælti Jóhannes
Steinn í sama tón. Enn skaut
mynd Berglindar upp í huga
hans, og hann minntist þess með
nokkru stolti, að um hylli henn-
ar hafði hann orðið bezta dans-
herranum yfirsterkari.
Jæja, sleppum nú öllu gamni.
En viltu ekki koma heim með
mér og þiggja kaffisopa, mælti
Karl.
Jú, þakka þér fyrir, manni
veitir sannarlega ekki af hress-
ingu, eftir norpið hér í kuldan-
um, svaraði Jóhannes Steinn alls
hugar feginn.
Það var ekki nema rétt stein-
snar heim til Karls. Hann bjó í
nýlegu steinhúsi þarna ör-
skammt frá.
Já, þú ert auðvitað giftur,
mælti Jóhannes Steinn um leið
og þeir gengu upp tröppurnar á
húsi Karls.
Karl kinkaði kolli, og laun-
drjúgt ánægjubros breiddist yfir
andlit hans, um leið og hann opn-
aði hurðina fyrir gesti sínum.
Um leið og Jóhannes Steinn
steig inn fyrir þröskuldinn kom
húsmóðirin fram.
Eg þarf víst ekki að kynna
y’kkur, mælti húsbóndinn með
sinni góðlátlegu glettni.
Linda! hraut yfir varir Jó-
hannesar Steins I lágu undrun-
arópi, og blóðið þaut í sterkri
bylgju um æðarnar. En hann
var fljótur að jafna sig, og heils-
aði eins og ekkert hefði í skorizt.
Vertu velkominn, það var
gaman að sjá þig, mælti Berg-
lind og brosti sínu bjarta, þj>ða
brosi, sem hann kannaðist svo
vel við.
Snöggvast flaug Jóhannesi
Steini i hug, að Karl hefði böðið
honum heim, til að sýna honum
og sanna að þrátt fyrir allt var
það hann, sem að lokum hafði
borið sigur úr býtum.
Berglind vísaði gestinum inn í
vistlega stofu, búna snotrum
húsgögnum. Jóhannes Steinn lit-
aðist um. Inni var ekki rí'kmann-
legt, en hver hlutur vitnaði um
góðan smekk, og allt var hreint
og fágað, þótt jólaundirbúning-
urinn stæði sem hæst. Ósjálfx-átt
varð Jóhannesi Steini hugsað til
kjallaraherbex’gisins, sem hann
b.jó sjálfur í, þar sem öllu ægði
saman, óhreinum fötum, göml-
um dar'blöðum, og alls konar
drasli öðru. Og það mátti skrifa
í rykið á skápnum og borðplöt-
unni.
Innan lítillar stundar bar Berg-
lind inn rjúkandi kaffi og kúf-
fulla kökudiska.
Jóhannes Steinn hafði varla
augun af húsmóðurinni, þó hann-
reyndi að láta sem minnst á því
bera. Berglind var jafnvel enn
íallegri nú en í gamla daga, á-
valar boglínur líkamans fyllri,
hreyfingarnar mýkri, og fagrir,
reglulegir drættir andlitsins full-
mótaðir, — í fáum orðum sagt,
þroskuð kona, geislandi af hfs-
orku.
Yfir kaffibollunum hófust
fjörugar, frjálslegar samræður.
Þó var eins og eitthvað lægi í
loftinu, sem ekki yrði sagt með
allat Áiœtíit ajf
gallakuxtm
Fatagerðin Burkni h. f.
* • i
í
SöluiMist boö: