Vísir - 04.12.1958, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ VlSIS
29
Ekki
James Aldon hallarvörður í
Campbellkastala var nýlátinn
og átti Tom sonur hans kost á
að erfa stöðuna. Campbell jarl
bauðst meira að segja til að
greiða honum sama kaup og
gamla manninum og láta hon-
um þar að auki eftir lítinn jarð-
skika til afnota, því honum var
kunnugt um áhuga Toms á
jarðrækt. En svo undarlega
brá við, að Tom þekktist ekki
þetta góða boð. Hann var búinn
að fá meira en nóg af hvininum,
stununum og brakinu í göng-
unum og skotunum.
Tom var svo sem enginn
hugleysingi, en hann var ákaf-
lega hræddur við drauga, þó
hann væri svo að segja alinn
upp meðal drauga og aftur-
göngurnar væru einskonar
leikbræður hans — en kannske
var það einmitt þess vegna. Ef
það var maður gegn manni, þá
var engin hætta á því að Tom
stæði sig ekki, en að eiga við
ósýnilega andstæðinga, það var
nú annað mál.
Og Tom pakkaði saman dót-
inu sínu og seldi það, sem hann
gat ekki tekið með sér og
kvaddi gamla England og lagði
af stað vestur yfir hafið stóra.
í Ameríku, landi tækninnar,
þyrfti hann ekki að óttast vofur
og drauga.
Tom fór að líta í kringum sig
í stórborgunum, en einhvern
yeginn leist honum ekki á sig
þar Þessi látlausi skarkali,
reimt.
gaulið í járnbrautarlestunum,
öskrið í bílunum og hvinurinn
í neðanjarðarbrautinni og öll-
um þessum fylgifiskum tækn-
innar — allt þetta minnti hann
svo mikið á hljóðin í draugun-
um í Campbellkastala.
Svo fór Tom til fasteignasala.
„Ég vil kaupa land, sem hent-
ugt er til garðræktar, herra
Finch,“ sagðí Tom. „Það verður
að vera ódýrt, ekki of stórt, og
ekki of langt frá borginni, en
umfram allt, það má ekki vera
reimt þar.“
Finch hló. „Það eru engir
draugar til hérna hjá okkur.
Ég hef einmitt einn stað í huga
—- tilvalinn stað fyrir yður.
Ekki of stór og pdýr.“
Tom leit á staðinn. Hann var
tilvalinn og Tom greiddi fyrstu
afborgunina. „Eftirstöðvarnar
greiði ég eftir þrjá mánuði, en
ef ég verð var við reimleika þá
ganga kaupin til baka.“
Þetta varð að samningum.
Tom fór nú að kaupa allt
nauðsynlegt til hússins og svo
tók hann að brjóta landið. Þeg-
ar hann var í þann veginn að
ljúka við eitt plógfarið sá hann
glampa á eitthvað í moldinni.
Hann tók það upp. „Tönn“,
sagði Tom. „Getur komið fyr-
ir.“
Skömmu seinna fann hann
aðra tönn og síðan var ekki að
sökum að spyrja, hann tíndi
upp hverja tönnina á fætur
annari úr plógförunum. Þegar
hann var búinn að plægja
landskikann átti hann 70 fram-
tennur og 32 jaxla í pússi sín-
um. Hann settist niður og skrif-
aði Finch bréf:
„..., þetta er draugalegur
staður. Þetta hlýtur að hafa
verið blóðvöllur eða kirkju-
garður. Ég get ekki búið á
svona stað —• vil ekki eiga
landið. Viðskiptin ganga til
baka. — Þér munið samning
okkar.
látandi simskeyti frá fast-«
eignasalnum:
„Allt í lagi með staðinn.
Þetta var áður knattspyrnu-
völlur.“
Daginn eftir fékk Tom svo-
E. R.
Sí eypusty rkt arj á r n
Mótavír
Bindivír
Slétt járn galv.
BYGGINGAVÖRUR
Þakjárn.
Vírnet
Múrkúðunarnet
Girðinganet
Gluggagirði
Saumur
Pappasaumur
Þaksaumur
Þakpappi
Innanhússpappi
Steypuþéttiefni
Léttbiendi
Sícinull
Skclppípur
og pípuhlutar
Hvítt cement
| Kalk
Snowcem
1
Vatnsleiðslur
Miðstöðvarofnar
o. fl.