Vísir - 04.12.1958, Blaðsíða 27

Vísir - 04.12.1958, Blaðsíða 27
r JÖLABLAÐ VÍSIS 27 INIOTT * Osló honum vel útilátið hnefahogg í hausinn; riðaði hvutti við og lagði ekki til atlögu aftur. Þeir Bjarni og Björn tóku sinn und- ir hvora hönd skipstjóra og léiddu hann upp á dekk og út að öldustokk skipsins. Bjarni fór þar niður á kaðli, sem lá niður með hlið skipsins. Björn gaf skipstjóra bendingu að fara á eftir. Hann virtist ekki alveg á því, og ætlaði að ráðast á Björn. Þreif Björn þá í bringu hans af afli miklu, og benti honum á kaðalinn. Sá skip- stjóri, að hér var við ofufrefli að etja og gaf upp alla vörn, en renndi sér léttilega niður kaðalinn. Þegar niður kom, tók Bjar'ni hann og leiddi inn í skýl- ið, sem strandmönnunum var búið á fjörunni. Inni í skýlinu voru nokkrir Suðurveitungar að sproka við þá frönsku og fá smávegis hressingu hjá þeim. Þar á meðal var fullvaxinn pilt- ur, Bjarni Þorleifsson að nafni, þá vinnumaður hjá Sigfúsi Skúlasyni á Leiti við Kálfa- fellsstað. Þegar kapteinn kom inn í skýlið, réðst hann strax að Bjarna. Var þá gengið á milli þeirra. En það nægði ekki. Kapteinninn mátti ekki sjá Bjarna, hvorki úti eða inni. Hér horfði til vandræða. Bjarni röskur og eitthvað kenndur og vildi ógjarnan láta sinn hlut, en kapteinninn fokillur. Þegar deilan stóð sem hæst milli Bjarna og skipstjóra, kom mað- ur við aldur hlaupandi í hóp- inn, þar sem menn höfðu fylkt sér um deiluaðilana, og sagði: „Fleiri stela hér en ég.“ En þannig var mál með vexti, að, þessi aldraði bóndi hafði fund- ið öxi mikla og biturlega og gengið frá henni á nokkuð ör- uggurn stað, að honum fannst. En þegar hann ætlaði að taka til axarinnar um kvöldið, þegar hann var að halda heirn, var hún horfin. Þá varð honum þetta að orði: „Fleiri stela hér en ég.“ Glfmt í glensi. Enn harðnaði árás skipstjóra á Bjarna. Var þá það ráð tekið, að þeir Þórhallur og Runólfur, synir Bjarna á Kálfafelli, og Benedikt bróðir minn slógu sér í félag og fóru með Bjarna heim að Leiti. Það var hressilegt, að horfa á eftir þessurn ungu, vösku mönnum, þegar þeir héldu af stað frá strandinu, all- ir hýrir, þó að Bjarni væri þeirra hýrastur. Nú var fólk háttað, þegar þeir komu að Leiti. Verður Sigfús þó var mannaferða, því að stutt var frá því hann kom af strandinu, eitthvað kenndur. Drífur hann sig léttklæddur út og slær upp á glensi við þá pilta. Lendir þá í glímu með honurn og Bjarna, en allt í bróðerni. Þegar Guð- Framh. af 12. síðu: „Ég' stóð við altarið, þegar þú komst inn. Mér þykir vænt um komur þínar hingað, sonur minn.“ „Geturðu sagt mér hvers vegna ég kem, faðir? Ég veit það nefnilega ekki sjálfur." „Guð hefur snert sál þína, sonur.“ „Ástin hefur snert hana, fáð- ir.“ „Stundum er það eitt og hið sama.“ „Óttinn hefur einnig farið um hana höndum.“ rún, kona Sigfúsar verður þess vör, að hann er horfinn úr rúm- inu, snarast hún fram í bæjar- dyr og sér hvar þeir Sigfús og Bjarni glíma af kappi í kál- garðinum framan við bæinn. Verður henni þá að orði: „Nú held ég að hann Fúsi sé orðinn vitlaus.“ Þegar samfylgdarmenn Bjarna sáu, að öllu var óhætt, og allt var í bróðerni, héldu þeir að Kálfafelli, þar sem þeir bræður áttu heima, og háttuðu þar allir í sama rúmi. En svefnsamt varð þeim ekki; rúmið var lítið, en mennirnir í stærra lagi. Kringum viku eftir strandið, voru mennirnir af því fluttir til Hornafjarðar, en þar sem þeir fóru á skip. Ekki löngu síðar var uppboð haldið og strandið selt. „Hvort tveggja er kannske sent þér í sama tilgangi.“ Stutt þögn. „Hún er öðrum gefin, faðir. Er ást mín þá ekki synd?“ Munkurinn gamli strauk skegg sitt. — „Boðorðin banna þér ekki að elska eiginkonu ná- unga þíns, sonur. Þau banna þér aðeins að girnast hana.“ Þögn og friður. Og í kyrrð- inni skynjaði hann mikinn leyndardóm. „Er það rétt skilið, faðir,“ mælti hann að langri stundu liðinni, „að dýpsta sæla ástar- innar sé í því fólgin að óska einskis sjálfum sér til handa?“ „Það er rétt, sonur.“ Ef ég hefði kynnzt Irmu á venjulegum tímum, mundi ég ekki hafa orðið svona sæll í ná- lægð hennar. Þá hefði ég aldrei þekkt þessa dýrð, sem ein er þess megnug að ögra dauðan- um, — sem vex og verður feg- urst í skugga hans). „Og óttinn, faðir, sálarstríðið, neyð hjartans —?“ „Ástgjafir Guðs, sonur minn.“ ' Friður og þögn. Ómur af fögru sálmalagi fyllti kirkjuna; — Lýs milda Ijós —. þurfa að vera á hveriu skrifborði. ÖLL Fást í bókaverzlunum og ritfangaverzlunum eða beint frá okkur. Kaupntemt tg kaupfélðg Engin auglýsing er jafn áhrifamtkil og vacjcja ímanöinvi frá Hríngið til okkar í síma 1-1640 og fáiS upplýsingar. FJÖLSKYLDAN KLÆÐIST FATNAÐI FRÁ ^Jdíce^avevzian ^ydndréóar ^Jndvéóóonav

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.