Vísir - 04.12.1958, Blaðsíða 28

Vísir - 04.12.1958, Blaðsíða 28
28 JÓLABLAÐ Vf SIS (jpaAa^erÍin ® Grasaferðir voru algengar úr[ Skagafirði á 19. öldinni. Voruj farnar langar ferðir til að afla grasa, allt fram um 1880, en úr því munu hinar lengri grasa- ferðir hafa farið að réna og jafn vel alveg verið lagðar niður um 1890. Fyrir 1880 var alsiða úr fram- Skagafirði, að fara til grasa fram í Guðlaugstungur og jafn- vel vestur yfir Blöndu í svo- nefnda Tjarnadali og Þjófadali. — Þessar ferðir voru vanalega farnar á sama tíma, á vorin, þegar álitið var að sæmilegur gróður væri kominn handa hestum. Oftast 9 vikur af sumri í sæmilegu árferði. Ferðalagið tók venjulega 2—3 vikur. Saman í hóp var oftast sama fólkið ár eftir ár, en misjafn- lega voru margir í hóp, sjaldan færri en 6, en jafnaðalega eigi fleiri en 12. Ætíð var einhver kunnugur maður fararstjóri, oft sá sami árum saman. Algengast var .að kvenmenn væru fleiri en karlmenn í ferð- um þessum, því karlmenn voru bundnir heima við vorverk, líka var venjulega einn maður frá mörgum bæjum við sjó, sérstak lega við fuglaveiði við Drang- ey, er þá var mikið stunduð. Gömul kona, sem nú er dáin fyrir 17 árum, sagði mér að hún hefði farið fyrst til grasa, fram í Guðlaugstungur er hún var á 14. ári og síðan árlega fram um tvítugt — árið 1880. Oft var glatt á hjalla í ferð- um þessum, og þótt aðbúaður væri stundum eigi sem beztur, þá mun unglingum og mörgum fullorðnum hafa þótt tilbreyt- ing í ferðalaginu, einkum úti- legunni í hinum fagra fjallasal. Erfiði og vökur fylgdi þess- um ferðum, því ætíð var farið í einum áfanga úr byggð, þang- að sem tína átti grösin, en það er afarlöng leið, t. d. í Þjófa- og Tjarnadali. Iðulega stóðu 3—4 tjöld ná- lægt hvert öðru á grasafjallinu, og komu tjaldbúarnir hverir til annara í tjöldin. — Voru þá sagðar sögur, sungið og kveðið; einnig var gestunum veitt af því sem fyrir hendi var. Þar á meðal munu karlmenn oft hafa haft með sér dálítið af brennivíni, sem á öllum tímum hefur verið vel þegið. Fæðið var vanalega: harðfiskur, brauð og smjör, svartfugl og kannske hangikjöt. Flestir munu á seinni árum hafa haft með sér kaffi. Var það hitað á hlóðum, við lyng og lurka, er tíndir voru, því hrís er eigi að fá í Guðlaugstungum. — Sykur var víst mjög af skornum skammti og kaffið eigi notað í óhófi heldur, um kaffibrauð var eigi að tala í þá daga, en sýru var eigi látið vanta í þessar ferðir. Klæðnaður var mest vað- málsfatnaður, yzt og innst, hlýr en þungur, en utanyfirföt til varnar bleytu vantaði, nema flestir voru í skinnsokkum, því víða er blautt í Tungunum. Jafnan hafði hver 2 hesta, ann- an til reiðar en hinn til áburðar, átti hver að tína grös á sinn hest. Hver maður var útbúinn með 2 brekán eða ábreiður, sem notað var í tjaldið og til að hafa ofan á sér, þegar sofið var. Tjaldið var þannig tilbúið, að brekánin eða ábreiðurnar unum, var lengd ábreiðunnar hæð tjaldsins; hvað margar voru á hlið fór eftir fjölda fólks- ins, en venjulega mun hafa tal- ist svo til að ein ábreiða væri á mann í tjaldinu. Þá voru grasapokarnir gríð- arstórir sekkir, svo einn var stundum hafður í klif. Voru það stundum ofnir vaðmálspok- ar, úr ull eða ull og faxhári til samans. Voru þeir nefndir hærupokar. Litlar hornhagldir voru saumaðar í opið á pokum þessum, svo hægt væri að reima saman opið. Stundum voru tvær ábreiður saumaðar saman og notaðar sem poki undir grösin, en þá var hafður minni poki með í klif. Þegar komið var í tjaldstað var fyrsta verkið að útbúa tjaldið, var það stúlknanna verk að sauma saman ábreið- urnar, en piltarnir settu niður súlur og bundu tjaldásinn, líka gengu þeir frá hestum og heftu þá. Næst var hvílzt og matazt 'sem oftast var full þörf, því[ Joftast hafði ferðin varað óslit- ið fullan sólarhring. Þá byrjaði nú grasatínslan. Hver hafði sinn poka að tína í, Jvenjulega var það hálftunnu- poki, var brotinn þriðjungur Jniður af lengdinni, og fest klif- |beragjörð eða breiður ullar- ■ renningur í op pokans svo hanki myndaðist úr renningn- um, var svo hankanum brugðið • upp um hægri öxlina og pokinn i látinn vera undir vinstri hendi. |Var svo grösunum stungið í pokann jafnóðum og tínt var. Þegar pokinn fór að þyngjast var losað úr honum, var það kölluð „tína“. Þannig gekk þetta koll af kolli, þar til mál þótti að halda heim í tjaldstað, þá var öllum ,,tínunum“ safnað saman og bornar heim að tjaldi og hafði þar hver sinn „bing“. Ætíð var gengið á nóttunni, því nauðsynlegt þótti að „vott væri á“, þá sáust grösin betur, einnig betra að fína þau. Væri þurrkur, sem oft bar við, vildi grasafólkið eymast á fingrun- um, því þur grösin særðu góm- ana, þegar þau voru tínd. Marg- ir höfðu „gripla“ við grasatínsl- una, bæði til hlýinda og til að hlífa höndunum að þær særðust ■ og sofnað eftir ferðavolkið, FRAKKÆ ávalh fyrii’liggjandi í fjölbre^ttu úrvali Framleiðum allar tegundir af EiNKENNISHÖFUM Kuldahúfur ;á börn og unglinga.: Bílstjóraliúfur. Káskeyti ávallt fyrirliggjandi. P. EYFELD Box 137, sími 10199. — Ingólfsstræti 2. síður. Þannig var haldið áfram, þar til komið var í klyfjar á hest hjá hverjum, af þurrum grös- um, því ætíð voru þau þurrk- uð áður en lagt var á stað heimleiðis, því eigi þótti til- tækilegt að flytja þau hálf' blaut heim. Allmikill munur var á flýti fólks við grasatínsluna, sem. stafaði af æfingu og áhuga. Var það siður ef einhvern vantaði £ íullar klyfjar á sinn hest, er aðr ir voru búnir að fylla sína poka, þá fóru allir eina göngu og bættu því er þá aflaðist víð grasfeng þess er vantaði. Mjög þótti grasaland gott í Guðlaugsstungum. — Voru þar bæði stærri og meiri grös en á Staðarfjöllum, en samt þótti albezt grasaland í Tjarna- og Þjófadölum, sérstaklega voru þau stærri og voru rauðleit á lit. Er því skiljanlegt að fólk legði það erfiði á sig að fara þessar löngu ferðir til að fá betri grös, en á þeim tíma var lagt mikið kapp á grasatekju til sparnaðar á kornmatar- kaupum. í okt. 1958. Hjörtur Kr. Benediktsson. ^J/in RÉTTU ÁIIRIF Ódýrar vinnuhúfur með lausum kolli. x Klingenberg naut mikillar kvenhylli. Einu sinni þurfti hann þó á aðstoð að halda. Þessi, sem hann var að glíma við núna, var heldur daufgerð. Það var svona rétt að það týrði á ástarskarinu. Það þurfti að skvetta svolítið á eldinn — ein- hverju hæfilega eldfimu. Klingenberg skellti sér inn í ■éínverzlun. „Ég þarf að fá eina flösku af góðu víni,“ sagði hann við kaupmanninn. „Rauðvín, hvítvín, létt, sterkt, súrt eða sætt?“ spurði vínsalinn. „Á það að vera freyð- andi eða ....?“ „Freyðandi,“ flýtti Klingen- berg sér að svara. „Ég þarf nefnilega eitthvað, sem dugar. Sjáið þér til — það er til sér- staks brúks. Hún er ljóshærð — vel vaxin.“ Hann „blikkaði“ kaupmanninn og smjattaði. ,.Hún er nefnilega gift, en dálít- i hlédræg — feimin. Þetta er eiginlega fyrsta stefnumótið. Ég er búinn að bjóða henni í róðrarferð. Við ætlum að róa út í eyði :y, þar sem við getum verið ein og ótrufluð. Þar ætla ég að taka flöskuna upp. Við skulum. Hún d -ekkur eitt glas — og annað glas —- og þegar hún drekkur þriðja glasið, verð ur blóðið að verða oið'ð heitt. Þá verður vínið að fa'a að segja til sín — þér skiljið?" „Já,“ hann skildi það. „Þá hef ég einmitt það rétta.“ Hann tók flösku úr hillunni og fékk Klingenberg. Hann athugaði merkið og strauk flöskuna blíð- lega nokkrum sinnum. „Allt í lagi“ og hann stakk flöskunni í vasann, borgaði og gekk út. Hann beið á staðnum með flöskuna í vasanum og blóm- sveig í hendinni. Hún kom og þau fóru upp í bátinn. Þarna var eyjan — þau stigu á land. „Hvað eruð þér með þarna í vasanum?“ spurði hún. „Flösku af góðu víni í tilefni dagsins,“ sagði Klingenberg hróðugur. „Lofið mér að sjá hvað það er.“ Hann rétti henni flöskuna og hún skoðaði merkið vandlega. „Hef ég hitt á það rétta?“ spurði Kilngenberg. „Hér um bil,“ svaraði sú ljós- hærða. „Ég á fyrst að drekka eitt glas — svo annað glas —■ og þegar eg drekk þriðja glasið, á blóðið að verða orðið heitt — þér skiljið? — Var það ekki svona?“ „Svona? Hvernig — hvernig dettur yður þetta í hug?“ „Það er ósköp einfalt. Mér var sagt nákvæmlega svona frá þessu.“ „Hver sagði það?“ spurði Klingenberg undrandi. „Vínkaupmaðurinn, sem seldi yður vínið. Ég kom þangað inn rétt á eftir.“ „Hvernig datt manninum í hug að segja yður þetta — ein- mitt yður?“ Hann þurfti að bíða svolítið eftir svarinu. Sú ljóshærða var búin að leysa bátinn og áður en varði ýtti hún frá landi og kallaði til hans: „Vínkaupmaðurinn er nefni- lega maðurinn minn!“ X+Y.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.