Vísir - 29.01.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 29.01.1977, Blaðsíða 5
 VISIH Laugardagur 29. janúar 1977 5 „Merkilegasta íslandi" „Þctta er merkilegasta bók sem út hefur komib á Islandi fyrr og siöar” var blaðamönn- um sagt er þeir komu á fund hjá AA útgáfunni. Útgáfan hefur nú gefiö út fyrstu bók sina og nefn- ist hún AA bókin, sagan af þvi hvernig þúsundir karla og kvenna hafa læknast af alkó- hólisma. I bókinni er fjallað um þróun og eðli dreykkjusýkinnar frá sjónarmiði þeirra sem sjálfir hafa ratað i ógöngur drykkjunn- ar, þolað dýpstu örvæntingu en tekist að ná fótfestu á nýog ger- ast að nýju nýtir menn. Hún fjallar um hvernig þeim tókst að beita aðferðum er byggjast á dýrkeyptri reynslu. I bókinni eru rikulegar ábendingar til drykkjumanna jafnt sem að- standenda og vinnuveitenda. Tólf reynslusögur birtast i bókinni. Þá eru i siðasta hluta bókarinnar þrjár sögur is- lenskra alkóhólista. t bókarlok koma „Tólf erfðarvenjur AA samtakanna”, sem eru i raun skilgreining á starfi, tilgangi og hlutverki AA samtakanna. AA útgáfan var stofnuð 26. júni árið 1975. Þá var boðað til bók á fundarfólks, sem áhuga hafði á að gerast stofnfélagar. Stofn- gjald var þrjú þúsund krónur sem 320 manns greiddu. AA útgáfan stendur ekki i neinum skipulagslegum né fjár- málalegum tengslum við AA hreyfinguna. Hins vegar er markmið útgáfunnar að gefa út bækur af þessu tagi. Þar sem félaginu er óheimilt að standa i fjármálastarfsemi af neinu tagi var eina ráðið að stofna sérstakt útgáfufélag. Hinn nýja bók AA útgáfunn- ar mun á næstunni fást i öllum bókabúðum um land allt. Verð hennar er 2.450 krónur. Bókina má ennfremur panta hjá AA út- gáfunni, pósthólf 1022. —EKG Þeir kynntu bókina. Frá vinstri Haraldur Sigmundsson, Jóhannes Proppé og Björn Magnússon. Sá siöast taldi er ekki AA maöur en einn þeirra sem gengiö hafa i liö meö AA mönnum I baráttunni. Ljósmynd Visis Loftur. Citroen C 35, diesel sendiferðabíll og almenningsvagn. Citroen CX 2200 diesel hentugur fyrir leigu og einkaaksturs. Citroen GS 1220 fólksbíll. býður á bilasýningu ______i Légmúla 5 í dag kl. 14.00 - 18.00_________ Starfsfólk okkar verður á staðnum til þess að svara spurn- ingum þínum, og til þess að sýna þér allt sem skiptir máli. Verið velkomin Globusii LÁGMÚLI5 SÍMI81555 fyrir VIDEOMASTER Videomaster er hægt aö tengja viö öll sjónvarps- tæki. Á sjónvarpsskermin- um birtast línur, sem mynda keppnissvæði. Tækiö gefur kostá 6 leikjumeða þrautum. VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SlMAR: 27788.19192,19150

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.