Vísir - 29.01.1977, Page 10

Vísir - 29.01.1977, Page 10
10 Laueardagur 29. ianúar 1977 VISIR VÍSIR (Jtgefandi:Reykjaprent hf. Franikva-mdastjóri: Iíavfft Gu&mundsson Kitstjórar :!>orsteinn Fálsson ábm. ólafur Hagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Kréttastjóri erlendra frétta: GuBmundur Pétursson. Um- sjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guöfinnsson, Elias Snæland Jónsson. Finnbogi Hermannsson. Guöjón Arngrimsson. Kjartan L. Pálsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. Ctlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson og Magnús Olafsson. Ljós- myndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglý singar: II verfisgata 44.Slmar II6C0. 8B0H Afgreiösla : II verfisgata 44. Slmi K6611 Ritstjón :Sföumúla 14. Sími 86611. 7llnur Akureyri.Slmi Ð6-I980C Askriftargjaid kr. 1100 á mánuöi innanlands. Verö I lausasölu kr. 60 eintakiö. Prentun: Hlaöaprent hf. Smyglarar og sölumenn viðsjárverðra vimugjafa Höfuðpaur mesta fíkniefnamáls, sem upp hefur komistá islandi, komstá hinn furðulegasta hátt út úr fangelsi varnarliðsins á Kef lavíkurflugvelli á dögun- um. Leit að honum sem í fyrstu virtist heldur fálm- kennd og skipulagslftil, hefur enn engan árangur borið og svo virðist sem yfirvöld hafi heldur litlar áhyggjur af málinu. Talsmenn varnarliðsins vildu ekki tjá sig um þenn- an atburð fyrr en á fimmtudag, rúmri viku eftir að hann átti sér stað. Þá var loks skýrt frá atburðarás- inni og reyndust fangaverðirnir hafa sýnt vítavert kæruleysi við störf sín, og er með éindæmum hvernig gæslufanginn hefur komist á brott og gert sjálfur ýmsar ráðstafanir áður en eftirför er hafin. Þetta er ekki einungis mál bandaríska varnarliðs- ins. Mál þessa manns snertir okkur íslendinga veru- lega, þar sem bandaríkjamaðurinn hefur orðið til þess að f jöldi íslenskra ungmenna hefur leiðst út f feigðar- flan ávanaefna og eiturlyfja. Hann er talinn hafa fjármagnað og hafa haft milligöngu um smygl á meira magni fíkniefna hingaðtil lands en nokkur ann- ar maður. Sakadómur i ávana- og fikniefnamálum hefur upp- lýst, að á annað hundrað íslensk ungmenni hafi tengst þessu umfangsmikla smyglmáli og vegna rann- sóknarinnar hafi verið kveðnir upp rúmir tveir tugir gæsluvarðhaldsúrskurða. ötulum rannsóknarmönn- um hefur tekist að sanna ólöglegan innflutning á fikniefnum að söluverðmæti um 50 milljónir króna í sambandi við þetta mál. Lengi vel lokuðu yfirvöld dómsmála augunum fyrir því að fíkniefnasala og notkun væri orðin teljandi hér á landi og ýmsir málsmetandi menn vildu ekki viður- kenna vandamálið opinberlega. Þó fór svo um síðir, að þjóðinni varð Ijóst, að við hlytum að kynnast þessu vandamáli, enda bjóða dagleg ferðatengsl við um- heiminn hættunni heim. Síðustu tvo áratugina hefur misnotkun ávana- og fíkniefna breiðst út í nágrannalöndum okkar með ógnvekjandi hraða, einkum meðal ungs fólks. Þar hafa þessi efni valdið neytendunum félagslegri og geðrænni örorku og jafnvel dregið þá til dauða. Þessi sorglega reynsla annarra þjóða hefði átt að verða okkur víti til varnaðar í þessum efnum, en sú hefur þó ekki orðið raunin. Nú er svo komið, að skólaæska landsins leiðist i si- fellt ríkari mæli út í neyslu ávana- og fíkniefna, og í gær skýrði Stefán Jóhannsson, félagsráðunautur á Vífilsstaðaspítala, frá þvi í þessu blaði, að hasssala færi fram í öllum framhaldsskólum i Reykjavik. Félagsráðunauturinn fullyrti, að hægt væri að ganga inn á veitingastaði í Reykjavík og kaupa þar hass að vild. Hér er um að ræða mjög alvarleg tíðindi. Þessa óheillaþróun verður að hefta, og má ekkert til spara í þvi sambandi. Verulega verður að herða allt eftirlit með ólöglegum innflutningi fíkniefna og má einskis láta ófreistað til þess að hafa upp á þeim aðil- um, sem annast smygl eða sölu þeirra. Það verður einnig að koma lögum yfir þá menn, sem bera ábyrgð á því að spilla framtið islenskrar æsku með þessum bölvaldi, og á það meðal annars við um þann forsprakka eiturlyfjasalanna, sem nú geng- ur laus. Almenningur og yfirvöld verða að taka hönd- um saman um að afhjúpa þessa smyglara og sölu- menn og uppræta þá viðsjárverðu vímugjafa, sem þeir dreifa. A fundi Kvenréttindafélags tslands um skattalagafrumvarpió kom fram mikil andstaóa gegn hug- myndunum um sköttun einstaklinga. „Skref oftur ó bak" — var ólit fundarmanna ó skattalagafundi Kvenréttindafélagsins ó skattafrumvarpinu „Flestir þeirra sem tdku til máls á fundinum töldu aö hváö varöandi jafnstööu hjóna væri meö frumvarpinu stigiö skref aftur á bak,” sagöi Sólveig óiafsdóttir formaöur Kvenrétt- indafélags tslands f samtali viö Visi. Kvenréttindafélagið efndi á fimmtudaginn til fundar um skattamál i tilefni þess aö þann dag voru 70 ár liðin frá stofnun félagsins. A fundinum lýstu full- trúar fjármálaráöuneytisins, ASt, BHM, BSRB, Jafnréttis- ráös, Kvenfélagasambands ís- lands, Stéttarfélags bænda og Vinnuveitendasambandsins álitisinu á skattalagafrumvarpi rikisstjórnarinnar. „Mér fannst fundurinn vera mjög gagnlegur. Þarna var margt fólk mætt, liklega 130 til 140 manns þegar flest var, og voru erindi frummælendanna mjög fróðleg,” sagöi Sólveig. Mismunandi mikil and- staða „Menn lýstu mismunandi mikilli andstööu viö frumvarp- iö, en flestir sem töiuöu mæltu gegn þvi á einhvem hátt. Flestir héldu sig viö aö ræöa sköttun einstaklinga og var nokkurn veginn einróma skoöun manna aö sérsköttun meö millifærslu- leiö væri æskileg. Kom fram aö menn telja þörf á aö endurskoöa betur sköttun einstaklinga og fjölskyldna, þannig aö útkoman veröi rétt- lát,og þá ekkiaöeins útfrá jafn- réttissjónarmiöum. Þaö þurfi aö athuga þessi mál miklum mun betur áöur en viö lendum i þvi aö fá yfir okkur lög sem eru aöeins bráöabrigöalausn, en standa svo kannski óbreytt i 20 ár eins og 50%- reglan. Viö þurfum aö vera alveg viss um aö þetta sé þaö sem við ósk- um aö hafa i náinni framtib. En ef eitthvað mark verður tekið á þeim fundum sem hafa verið haldnir aö undanförnu, ætti aö minnsta kosti skattlagning ein- staklinga aö verða tekin til end- urskobunar áður en frumvarpið veröur ab lögum.” Stjórn Kvenréttindafélagsins hyggst senda Alþingi formlega umsögn um frumvarpið i næstu viku. — SJ Úthlutun listamannalauna: Þrír nýir fora í u flokkinn „orugga Sautjón milljónum króna úthlutað til á annað hundrað listamanna. Cthlutunarnefnd listamanna- launa lauk störfum i gær. Út- hlutaöi nefndin 17 milijónum króna til 125 listamanna. t nefndinni eíga nú sæti Hail- dór Kristjánsson ritstjóri, for- maöur,. Jón R. Hjálmarsson fræöslustjóri, Helgi Sæmunds- son ritstjóri, Hjörtur Krist- mundsson fyrruni skólastjóri, Magnús Þóröarson fram- kvæmdastjóri, ólafur B. Thors lögfræöingur og Sverrir Hólmarsson M. Litt. Samkvæmt úthlutunarreglum eru listamannalaun i tveimur flokkum og er listamönnum i efri flokknum veittar 180 þúsund krónur, en i neöri flokki nemur úthlutunin 90 þúsund krónum. Nú eru 65 i hærri flokki, þar af 3 nýir: Atli Heimir Sveinsson, Eyjólfur Eyfells og Þórleifur Bjarnason. Þaö er hefö aö menn séu ekki látnir út eftir aö þeir eru'komnir i hærri flokk. Núeru i úthlutun 28listamenn sem ekki voru meö i fyrra, þar af 14 sem aldrei hafa notiö lista- mannalauna á vegum nefndar- innar fyrr. Myndlistamenn sækja á Bókmenntamenn voru 29 i efri flokknum og 22 i hinum, mynd- listarmenn 19 og 22, tónlistar- menn 14 og 11 og leikarar 3 og 5. Það kom fram á fundi nefndar- innar meö blaöamönnum aö út- hlutaö er eftir einstaklingsmati en ekki reynt aö samræma hlut hinna ýmsu listgreina. Upphaflega hlutu aöeins bók- menntamenn listamannalaun, en þa ö hefur veriö aö breytast á undanförnum árum. Mynd- listarmenn hafa sótt nokkuö á, bæöi vegna þess aö þeim hefur fjölgað mjög og eins vegna þess aö rithöfundar eru komnir meö sérstakan sjóð, þar sem for- 'maöur nefndarinnar sagöi aö væri eftir meiru aö slægjast en hjá þessari nefnd. Sagöi hann aö engar reglur væru um þaö hvernig væri valiö, en þaö heföi áhrif á nefndar- menn hvort sæmilega væri gert viö viðkomandi eöa ekki. Auk þeirra 125 listamanna sem nefndin úthlutaöi til veitti Alþingi launum til 12 lista- manna. Námu þau 500 þúsund krónum hver, og hlutu þau þess- ir menn: Asmundur Sveinsson Finnur Jónsson Guömundur Danielsson Guömundur G. Hagalin Halldór Laxness Indriði G. Þorsteinsson Kristmann Guömundsson Rikharöur Jónsson Snorri Hjartarson Tómas Guömundsson Valur Gislason Þorvaldur Skúlason -SJ.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.