Vísir - 29.01.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 29.01.1977, Blaðsíða 11
SJÓNVARP KLUKKAN 21.40: Humphrey Bogart lék mikiö á móti konu sinni Lauren Bacall. Hér eru þau meO syni sinum tveggja ára gömlum. Um ooro 1 íljótabátnum. Bogart er aðsmyrja eitthvert apparat og Hepburn horfir á. móti Katharine Hepburn sem er önnur konan sem þótti passa sérstaklega vel sem mótleikari Bogarts. Hin var Laureen Bacall, fjórða konan hans. Katharine Hepburn er ein af fáum Hollywoodleikkonum sem tókst að halda vinsældum sinum þegar aldurinn færðist yfir hana. Flestar draga sig i hlé þegar þær nálgast fimmtugs- aldurinn, en Heburn færðist öll i aukana og hefur sennilega aldrei veriðbetrien nú. Hún var i essinu sinu þegar hún lék i gamanmyndum á móti Spencer Tracy, en þær urðu ekki svo fá- ar. Eftir frekar litia þjálfun á leiksviði lék hún i sinni fyrstu kvikmynd og sló i gegn. Þrisvar hefur hún hlotið Óskarsverð- laun, siðast fyrir leik sinn i myndinni Lion in Winter. 1 Afrikudrottningunni leikur hún piparkerlingu, á þokkaleg- um aldri þó, sem veröur ást- fangin af drykkfelldum sjóara, og þau átti eftir að verða fleiri piparkerlingar hlutverkin sem hún lék. Hún er ein af virtustu leikurum sem nú eru starfandi. Þaö er óhætt að mæla með Afrikudrottningunni þvi þar er á ferðinni eitt af meistaraverkum kvikmyndanna. GA. Þaö er engin smáræðismynd sem sjónvarpið býður uppá i kvöld. Það er Afrikudrottningin (The African Queen), ein þekkt- asta mynd sem gerö hefur ver- ið. Þar segir frá systkynum Samúel og Rose, sem starf- rækja trúboðsstöð i Mið-Afriku árið 1915. öðru hverju kemur til þeirra drykkfelldur skipstjóri. Þýskt herlið leggur trúboðsstöð- ina i rúst með þeim afleiðingum að Samúel andast skömmu sið- ar. John Houston, sem er leik- stjóri, stýröi sinni fyrstu mynd árið 1941, (The Maltise Falcon) mynd um harðan einkaspæjara. Þá hófst einnig samstarf hans og Humphry Bogart sem lék spæjarann, en þeir áttu eftir að vinna þó nokkuð saman. Houston fæddist i Bandarikj- unum árið 1906. Hann hefur að- allega fengist við leikstjórn, en einnig hefur hann leikið i nokkr- um myndum, bæði sinum og annara. Myndir hans bera jafn- an keim af einkalifi hans sem hefur verið viðburðamikið og fjörugt. Hann fer gjarnan sinar eigin leiðir og hefur af þeim sök- um oft lent i útistöðum við yfir- boðara sina i kvikmyndaverun- um. Hann berst mikið á, bæði i kvikmyndum og einkalifi, og það hefur stundum orðið til þess, að það sem hann hefur viljað koma á framfæri með myndum sinum hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá fjöldan- um. Hann hefur verið ábyrgur fyrir fjölmörgum nýjungum, sérstaklega i sambandi við notkun lita, en oft hafa myndir hans ekki hlotið náð fyrir aug- um þeirra sem fjármagnið hafa, og af þeim sökum orðið að gang- ast undir meiri háttar skurðað- gerðir og úr þeim hafa verið tekin mörg atriði. Houston eyddi æskuárum sin- um á ferðalögum með móður sinni. Hann stundaði hnefaleika, söng, var riddaraliði, smá- sagnahöfundur og málari. Hann skrifaði handrit fyrir breskt kvikmyndafélag þangað til hann fór til New York og gerðist sviðsleikari. Rétt fyrir 1940 fór hann til Hollywood, var þar til 1952, en siðan hefur hann litið unnið 1 Hollywood. Hann hefur gert mörg dýr mistök sem leikstjóri, en á milli hefur hann gert frá- bærar myndir, eins og t.d. Afrikudrottninguna. Hann gerði og gerir enn svolitið af þvi að leika, oftast i myndum sem þykja honum ekki samboðnar. En það voru myndirnar sem hann og Humphrey Bogart unnu saman að sem voru vendipunkt- ur i ferli þeirra beggja. Bogart sem fæddist aldamótaárið var einn af þeim allra stærstu i Hollywood. Hann var oftast nær i hlutverkum harðsviraðra ná- unga sem voru, þegar allt kom til alls, góöhjartaöir. Mörgum árum eftir aö hann lést urðu myndir hans aftur vinsælar og margar eru orðnar sigildar. Bogart var i sjóhernum i fyrra striðinu, og vann siðan á verðbréfamarkaöi um tima. Hann fór i leikskóla, en var þar ekki lengi, of hóf leik á Broad- way. Hann lék i sinni fyrstu mynd áriö 1930, en vakti enga athygli, og eftir að hafa leikið I nokkrum til viöbótar, sneri hann sér aftur aö sviðsleik, allt þangað til hann lék glæpamann i myndinni The Petrifield Forest árið 1936. Hann varð þriðji „gangsterinn” i Hollywood og kom á eftir James Cagney og Edward G. Robinson. En fyrsta mynd hans undir stjórn Houst- ons átti eftir að breyta þvi. Eftir þá mynd lék hann yfirleitt bitra, lifsreynda, harða menn á yfir- borði en gæðasálir inn við bein- iö. Það var þó ekki fyrr en i Afrikudrottningunni (1951) sem hann fékk viðurkenningu fyrir dramatiskan leik, en þá fékk hann lika Óskarsverðlaunin. t Afrikudrottningunni lék hann á AFRIKUDROTTNINGIN Það er enginn svikinn þótt hann góni á sjónvarpið í kvöld Laugardagur 29. janúar 17.00 tþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 18.35 Emií i KattholtiSænskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Astrid Lind- gren. Uppboöiö. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. 19.00 lþróttir Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Augiýsingar og dagskrá. 20.30 Fleksnes. Norskur gamanmyndaflokkur, gerð- ur i samvinnu við sænska sjónvarpið. Heimboðið Þýð- andi Jón Thor Haraldsson (Nordvision — Norska sjón- varpið). 20.55 Hjónaspil Spurninga- leikur. Lokaþáttur Þátttak- endur eru fern hjón, ein úr hverjum hinna fjögurra þátta, sem á undan eru gengnir. Einnig koma fram Jakob Magnússon og söng- ftokkurinn Randver. Spyrj- endur Edda Andrésdóttir og Helgi Pétursson. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.40 Afrikudrottningin (The African Queen) Bandarisk biómynd frá árinu 1952. Leikstjóri John Huston. Aðalhlutverk Humphrey Bogart og Katherine Hep- burn. Sagan gerist i Mið- Afriku áriö 1915. Systkinin Samuel og Rose starfrækja trúboðsstöð. Oðru hverju kemur til þeirra drykkfelld- ur skipstjóri. Þýskt herlið leggur trúboðsstöðina i rúst meö þeim afleiðingum, aö Samuel andast skömmu seinna. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 23.30 Dagskrárlok. Sunnudagur 30. janúar 16.00 llúsbændur og hjú Breskur myndaflokkur. Astarinnar vegna. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 17.00 Mannilfið Unglingsárin Timabilið frá 13 til 18 ára aldurs hefur oft veriö talið mesta umbrotaskeiðið á ævi mannsins. 1 myndinni er lýst viðhorfum unglinga til umhverfisins, þar á meöal heimilis og skóla. Rætt er við unglinga, sem hafa lent á villigötum, eins og þaö er nefnt, og foreldrar segja frá reynsiu sinni i uppeldismál- um. Þýöandi og þulur Óskar Ingimarsson. 18.00 Stundin okkar Sýndar veröa myndir um Kalla i trénu og Amöiku, siðan seg- ir Hjalti Bjarnason söguna um lyftingageimveruna miklu og farið verður i heimsókn á dagheimiii. 1 seinni hlutanum verður sýnd önnur myndin úr norska myndaflokknum Meðan pabbi var I Grini-fangelsinu. Umsjón Hermann Ragnar Stefáns- son og Sigriður Margrét Guðmundsdóttir. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. 19.00 Enska knattspyrnan Kynnir Bjarni Felixson. Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 HeimsóknFyrir 40 árum hófu systur St. Fransiskus arreglunni rekstur sjúkra húss i Stykkishólmi og hafa rekiö það siðan. Auk sjúkra- hússins starfrækja þær einnig prentsmiðju og barnaheimili. Sjónvarps- menn heimsóttu reglu- systurnar um miðjan þenn- an mánuð og kynntu sér starfsemi þeirra og lifsviö- horf. Umsjón Magnús Bjarnfreðsson. Kvikmynd- un Sigurliði Guömundsson. Hljóö Jón Arason. Kiipping Ragnheiður Valdimarsdótt- ir. 21.25 Allir eru að gera það gott Siðari skemmtiþáttur með Ríó. Agúst Atlason, Helgi Pétursson og Gunnar Þórðarson flytja lög viö texta Jónasar Friðriks og bregða sér i viðeigandi gervi. Umsjón Egill Eð- varðsson. 21.45 Saga Adanis-fjölskyld- unnar Bandariskur fram- haldsmyndaflokkur. Loka- þáttur. Charles Francis Adams II. iðjuhöldur. Efni tólfta þáttar: Synir Charles Francis Adams, Henry og Charles Francis II, velja sér ólik störf að lokinni borgarastyrjöldinni. Henry fæst framan af við blaða- mennsku og háskóla- kennslu, en siöar veröur hann virtur sagnfræöingur. Eiginkona hans tekur frá- fall föður sins ákaflega nærri sér og styttir sér aldur. Charles Francis II stýrir stóru járnbrautar- fyrirtæki. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.45 Að kvöldi dags Séra Grímur Grimsson sóknarprestur i Aspresta- kalli I Reykjavik, flytur hugvekju. 22.55 Dagskrárlok

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.