Vísir - 29.01.1977, Blaðsíða 15

Vísir - 29.01.1977, Blaðsíða 15
vism Laugardagur 29. janúar 1977 15 Þann 1. mars nk. öðlast gildi ný reglugerð frá heilbrigðis- og tryggingarráðuneytinu. Reglu- gerð þessi fjallar um tilbúning og dreifingu matvæla og ann- arra neyslu- og nauðsynjavara. Með reglugerðinni fylgir langur listi yfir viðurkennd aukefni á Islandi, sá fyrsti sinnar tegund- ar. Þau efni, sem undir hana falla eru um 150 talsinns. En auk þess lenda svo fjölmörg efni utan við reglugerðina, en eru þess i stað undir beinu eftirliti Heilbrigðiseftirlits rikisins. Hvað eru AUKEFNI? Hvaða efni eru þetta? Er hér á gerðinni eitthvað, sem heil- brigðisyfirvöld eða óprúttnir framleiðendur eru að reyna að læða i fæðuna neytandanum að óvörum? Eru þetta einhver leið- indaefni, sem i raun og veru er alveg ofaukið i matnum? _ Aukefni eru öll efni, sem framleiðandinn bætir i mat- vælin umfram nauðsynl. hrá- efni. Oft getur verið erfitt aö gera greinarmun á hvað er hrá- efni og hvað aukefni. Enginn framleiðir saltkjöt án þess að nota salt. Saltið er þvi hráefni i saltkjöti. Aftur á móti má vel búa til smjör án þess að nota salt. Það er þess vegna aukefni i smjöri. Til hvers eru aukefni? Aukefni skiptast i tegundir eftir þvi af hvaða tilefni þau eru notuð i matinn. Tæknileg auk- efni, t.d. geymsluefni ýmiss konar, eru notuð til þess að leysa ákveðin tæknileg vanda- mál. Skynverkandi aukefnum, t.d. litarefnum og bragðefnum, er bætt i af skynrænum ástæð- um. Loks eru svo efni, sem eru notuð til þess að auka næringar- gildið, þ.e. næringaraukaefni. A myndinni hérna fyrir neðan eru allir helstu flokkar aukefna taldir upp. Eins og sjá má er til- gangurinn með þessum viðbót- arefnum æði margvislegur. Með þeim getur framleiðandinn haft veruleg áhrif á bragð, útlit, end- ingar-og næringargildi matvæl- ástand hefur aldrei skapast. Ef kenna ætti einhverju sérstöku um það uppátæki að fara að vinna fæðuna veröur það vist að skrifast á reikning útsjónar- seminnar. An unninna matvæla væru engir islendingar. Sambandið milli vinnslu og aukefna er best að skýra með þvi að taka einhverja dæmi- gerða unna matvöru, t.d. franskbrauð. Til þess að fram- leiða þessa fæðutegund þarf hvitt hveiti, en hvitt hveiti er aftur unnið úr heilhveiti. Þegar hveitið er malað tapast meir en helmingur allra nauðsynlegra snefilefna og nær öll trefjaefnin. Erlendir framleiðendur bæta oft t.d. ýmsum vitaminum, þ.e. næringaraukaefnum i brauðin til þess að vega að einhverju leyti á móti þessu tapi. Og þar sem franskbrauð harðna fljótt og eiga það til að mygla við geymslu eru oft sett i brauðin mýkingarefni og mygluvarnar- efni, þ.e. tæknilegaukefni. Loks er sett dálitið af sykri, bæði til bragðbætis og til að gefa gulleit- an lit, þ.e. skynverkandi auk- efni. Eru aukefni nýjung? Aukefni hafa verið notuð hér á landi frá landnámstið. Áður fyrr fór vinnslan fram á heimilun- um. Þannig fékkst mjólk til dæmis aðallega yfir sumartim- ann. Úr henni voru unnar ýmsar endingarbetri afurðir svo sem smjör, skyr og mysa og þær hafðar til vetrarins. Ýmis auk- efni voru notuð við vinnsluna, sem víða var furðu margbreyti- leg. Sýran, reykurinn og saltið voru notuð til þess að lengja geymsluþolið, en einnig til bragðbætis. Or kálfsmaga var unninn ostahleypir o.s.frv. c Jón Óttar Ragnarsson ^skrifar: Afleiðingin af breyttum mat- arvenjum er sú, að aukefnin sem eitt sinn hefði mátt telja á fingrum sér, skipta nú orö- ið hundruðum i fæðunni. Þrátt fyrir framfarir I kæli- og frystitækni er hvorki hlut- ur unninna matvæia né auk- efnanotkunin likleg til að minnka verulega á næstunni. Eitt af þvi sem andstæðingar aukefna hafa flaskaö á er að engin fæða er algerlega skaðlaus. Margt bendir til aö notkun aukefna sé talsvert minni hér en annars staðar á vest- urlöndum. Aö sjálfsögöu er miklu betra aö nota geymsluefni heldur en að selja skemmda vöru. Vörumerkingar hér á landi eru enn það ófullkomnar að upplýsingar um aukefna- innihald iiggja oftast nær ekki á lausu. ar hættur og marga., hafa verið búnar til af mannínum sjálfum t.d. billinn, áfengið og • sigaretturnar. Þegar nýr þáttur kemur til sögunnar, sem gerir lifið að sumu leyti þægilegra, er spurt um afstætt skaðleysi. Annað atriði, sem margir hafa ekki áttað sig á er, að allir hlutir og þá matvælin meðtalin eru litið annað en samsafn af kemiskum efnum, hvort sem um er að ræða garðávöxt eða fisksporð. Sum þessara efna eru eitruð, jafnvel banvæn frá náttúrunnar hendi, en vegna þess hve magn þeirra er litið stafar ekki hætta af þeim þegar þeirra er neytt i hófi. Raunar hefur maðurinn ævagamla reynslu i þvi að forðast þær fæðutegundir, sem honum varð meint af. Mörg mannslif hafa týnst við að eta eitraðar plöntur og dýr löngu áður en aukefni og mengun komu til sögunnar. Reglur um hámarksskaðsemi aukefna hafa verið hertar svo um munar á undanförnum ár- um. Þannig hafa þau aukefni, sem koma á markað um þessar mundir verið svo rækilega próf- uð, að mjög ósennilegt er að af þeim geti stafað nokkur hætta. Oðru máli gæti gegnt um eldri efni, sem á sinum tima voru ekki prófuð eins visindalega og nú tiðkast. Stöðugt er unnið að prófun slikra eldri efna. Þannig hefur komið fyrir, að aukefni hafa verið notuð um skeið, en siðan tekin úr umferð, eftir að nánari athuganir leiddu i ljós, að efnið gæti hugsanlega verið varasamt. Þegar tekin er ákvörðun um hvort leyfa skuli nýtt aukefni skiptir miklu máli hvort þetta efni finnst frá náttúrunnar hendi i algengum matvælum eða hvort þetta er gerviefni, sem ekki á sér neina hliðstæðu i lágt hitastig árið um kring, góð- ar aðstæður til hreinlætis og sið- ast en ekki sist litill markaður. Jafnvel i kjörbúðum og vöru- mörkuðum er oftast hægt að haga innkaupum eða gera samning við framleiðendur, þannig að birgðirnar séu i reglulegri endurnýjun. Með þessu móti er hægt að sneiöa hjá óþarfa notkun aukefna og neyt- endur fá ferskari mat. Ef þetta er allsendis óframkvæmanlegt er að sjálfsögðu miklu betra að nota geymsluefni, heldur en að selja skemmda vöru. Neytendur ættu að hafa sið- asta orðið um hvaða aukefni á að nota og hver ekki. Það eru þeir, sem borga fyrir og neyta matarins. Þvi miður er margt, sem veldur þvi að enn er langt i Iand að þetta sé mögulegt. Vörumerkingar hér á landi eru enn það ófullkomnar, að upplýs- ingar um aukefnainnihald liggja oftast nær ekki á lausu. Og jafnvel þótt neytandinn viti að þetta efni eða hitt heiti t.d. própionsýra og sé ágætt rot- varnarefni er hann jafnnær. Meir þarf til. Framleiðendur, sem þurfa aö keppa innbyrðis um hylli neyt- enda eru einnig i erfiðri aðstöðu. , Yfirleitt hafa þeir litið beint samband við neytendur. Þeim hættir oft til þess að lita á söluna sem einu visbendinguna um það hvernig varan hefur heppnast. Erlendis hafa stórfyrirtæki i matvælaiönaði flest sett á stofn deildir, sem vinna að stööugum endurbótum á vörunum. Við þessar aðstæður hafa oröið til ýmsar hugmyndir, sem talist geta til framfara. En þvi miður hefur þetta fyrirkomulag og óhófleg samkeppni orðið til þess að oft vill brenna við að fram- leiðendur hafa flýtt sér um of. Ýmsar svokallaðar endurbætur hafa reynst vera barátta um Aukefni í matvœlum Algengustu aukefna- flokkarnir Næringarefni og fæðutegundir Vitamin Steinefni Aminósýrur örverur Hvitugjafar Tæknileg efni Gerhvatar Sýrur, basar, sölt Rotvarnarefni Þráavarnarefni Bindi- og limefni Leysar Kekkjavarnarefni Skynverkandi efni Litarefni Gervisætuefni Bragðaukandi efni Bragðefni Það er fyrst og fremst mat- vælavinnslan, sem gerir auk- efnin svo bráönauðsynleg. Ef við þyrftum aldrei að leggja okkur annað til munns en ný- meti, væri slik vinnsla oftast óþörf og aukefnum ofaukið. Þvi miður er fæðuöflunin, ekki sist i köldum löndum, svo slitrótt og háð árstíðum og veðri, að þetta Þegar vélvæðingin reið yfir olli hún byltingu bæði í atvinnu- og lifnaðarháttum. Þessa sögu þekkja allir. Æ færri hendur gátu brauðfætt æ fleiri munna. Straumurinn lá úr sveitum landsins i bæina. Vinnslan flutt- ist að nokkru leyti i verksmiðj- ur. En yfirleitt var samkeppnin þó litil og gæðakröfur takmark- aðar fyrst I stað. Upp á siðkastið hafa kjörbúð- ir, vörumarkaðir og ört vaxandi samkeppni sett svip sinn á mat- vælamarkaðinn. Eftirspurn eftir fullunnum matvælum hef- ur aukist. Oft liggur þessi varn- ingur langtimum saman uppi á hillum. Meiri þörf er nú en áður fyrir kröftug geymsluefni og önnur aukefni. Matvörumerki, bæði innlend og erlend, skipta þúsundum. Neytendur eiga þess nú orðið kost, að bera saman vörur frá ýmsum framleiðend- um. Loks má benda á, að reynslan yfirleitt erlendis sýnir, að þar eð matvæli af sömu gerð eru yfirleitt unnin úr svipuðum hráefnum, nota framleiðend- urnir frekar aukefnin til þess að auka söluna. Afleiðingin af þessu öllu saman er sú, að þessi efni, sem eitt sinn hefði mátt telja á fingrum sér skipta nú orðiö hundruðum i fæðunni. Með aukinni áherslu á ræktun alidýra og nytjajurta undir þaki, t.d. hverahita, væri unnt að stuðla að miklu jafnara framboði á nýmeti hér á landi. Auk þess hafa framfarir i kæli- og frystitækni gert kleyft að geyma „nýjan” mat langtímum saman. En það er ekki þar með sagt, að hlutur annarra unninna matvæla eða aukefnanotkunin sé likleg til þess að minnka verulega á næstunni. Astæðurn- ar eru margvislegar. Þannig hafa t.d. mörg slik matvæli unn- ið sér fastan sess i fæði okkar, t.d. yoghurt, morgunverðarkorn o.fl. Ýmsum finnst gott að geta gripið til fæöu, sem litið eða ekkert þarf að hafa fyrir. Auk þess er fjólksfjölgunin viða um heim slik, að búið er að gjörnýta hefðbundna fæðugjafa. Æ meir er nú gert af þvi að vinna fæðu- tegundir, sem litið eða ekkert hafa verið nýttar i sinu upp- runalega ástandi. Sumar þeirra eru raunar óætar eða jafnvel eitraðar sem nýmeti. Eru aukefni hættuleg? Aukefnin eru sá þáttur mat- vælavinnslunnar, sem er hvað umdeildastur og hefur mikið verið um þau rætt og ritað. Þetta er vel skiljanlegt þegar tekið er tillit til þess, að þorri þessara efna eru hrein viðbót við fæði okkar. En þvi miður hafa umræður um þessi mál oft lent utan við efnið. Eitt af þvi, sem andstæðingar aukefna hafa flaskað á er, að algert skaðleysi er ekki hugsan- legt. I umhverfi okkar búa ýms- náttúrunni. Þannig er haft mun strangara eftirlit með þeim sið- arnefndu. Með þessu er ekki verið að láta að þvi liggja, að náttúruleg efni séu endilega skaðminni, heldur er litið svo á, að viss reynsla sé komin á slik algeng upprunaleg efni. Mikið er nú unnið að þvi aö finna hent- ug náttúruleg efni til þess að leysa af hólmi ýmis gerviauk- efni. Rétt er að benda á annað at- riði i þessu sambandi. Þegar fleiri aukefni eru leyfð en áður vex heildarmagn allra aukefna i fæðunni ekki aö sama skapi. Þegar nýtt aukefni kemur á markaðinn kemur venjulega I ljós, að það hentar vel i sumum tilvikum, en ekki öðrum. Efnið hefur þvi fyrst og fremst þau á- hrif að leysa af hólmi ýmis eldri efni. Með þessu móti neytum við minna af hverju einstöku auk- efni og minni hætta er á of- neyslu. Aukefni á íslandi Yfirleitt er minni þörf á auk- efnum hér á landi heldur en i nágrannalöndunum. Þótt fátt hafi verið ritað um hlut aukefna i innlendri matvælaframleiðslu bendir margt til að notkunin sé hér talsvert minni en annars staðar á vesturlöndum. Án efa kemur hér margt til svo sem aukaatriði og eftirsókn eftir vindi. Hér vantar nauðsynlega ein- hvern aðila, sem getur orðið tengiliður milli neytenda og framleiðenda. Hvort sem það væru neytendasamtök, hið opin- bera eða einhver annar aðili þyrfti hann að hafa aðgang að nýjustu þekkingu i næringar- fræði hverju sinni til þess aö tryggja hollustu og koma I veg fyriróþarfa iburð. En jafnframt ætti hann að geta veitt framleið- endum upplýsingar um óskir neytenda, nýjar framleiðsluað- ferðir o.s.frv. Með þessu móti væru hagsmunir bæði neytenda og framleiðenda best tryggðir og neytendur gætu treyst þvi að fá holla og góða fæðu án þess að eiga á hættu að kaupa köttinn i sekknum. A siðustu árum hefur orðið vart vaxandi áróðurs i þá átt að neyta meira af nýmeti, einkum úr jurtarikinu. Aðallega er um að ræða heilt korn, nýtt græn- meti, ávexti o.fl. Þessa viðleitni ætti tvimælalaust að styðja m.a. vegna þess að yfirleitt er ný- metið hollasta fæðan. Hins veg- ar bendir allt til þess aö neyt- endur muni óska eftir meiru af handhægum, hálf- og fullunnum matvælum, sem spara vinnu á heimilunum. Það er þvi ákaf- lega liklegt, að verksmiöju- vinnsla matvæla og aukefna- notkun muni fremur fara vax- andi enn um sinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.