Vísir - 06.02.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 06.02.1977, Blaðsíða 2
Sunnudagur 6. febrúar 1977 VÍSIR „Við erum að unáir- búa nœstu atlögu" — rœtt við byltingarsinnann Ragnar Stefónsson, íarðskjálftafrœðing ,,Vi6 skulum segja aö vift séum núna aö vinna moldviirpustarf. Viöerum aft grafa undan, en uin lcift aft byggja upp. Og færist bar- áttan al'tur út á gðturnar, þá er enginn va fi á þvf aí> vift muiiuin verða þar með". „Við" er Fylking byltingarsinnaðra kommúnista. Og sá sem þetta segir er Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur og einn helsti forystuinaftur þessara samtaka um árabil, þar af formaftur í eln átta ár. Fylkingin var tii ársins 1966 Æskulýösíylking Alþýou- bandalagsins, en varö Jiá sjalfstæö stiórnmálasamtök. Fylkingarmenn, og þa ekki slst Ragnar Stefánsson, voru um tima, — einkum arin fyrir 1970 — Iinynd byltingarsinnaöra óelröa- seggja sem sagt höfðu „burgeisaþjóöféiaginu" stríft á hendur. Oft ogeinatt'lentuþeir Iharovitugum götuslagsmálum vift lögreghma, , —þá stofnun sem f þeirra augum er var&hundur borgarastéttarinn- ar. Nú hin siftari ár hefur verift rólegra yfir Fylkingunni. t hæsta lagi hafa menn sést selja Neista, máigagn samtakanna, á götum úti eoa vifi „likifi", þar sem öll litlu politisku brotabrotin til vinstri viö Al- þýftubandalagift, ..öfgaselluruar" eins og ýmsir kalla þau, selja bofiskap sinn af eiuhverjuin óljósum ástæðum. En les almenningur þessa ritlinga? Veit hann eitthvaft um viðhorf og starf þessa fólks sem boftar fyrirmyndarrlki byltingarinnar á Islandi? Þaft er hæpift. Of vafalftiðá pólitisk samtryggingstóru flokkanna slnn þátt I þvf ao þessum litlu stjórnmálasamtökum gengur erfi&lega afi koma bofi- skap sliium áleiöis. Enda Ifta þeir vafalltiö á þennan boftskap sem þjóðhættulegan. Eins og ráöa má af ofangreindum uinmælum Ragnars Stefáns- sonar, sem lengi hefur verift einhver kunnasti byltingarsinni á tslandi, er aidrei aft vita hvenær hasarinn og áttikin á götum Uti byrja upp á nýtt. Enn starfar Fyifkingin. Ekki vildi Ragnar samt segja hversu margir vœru félagar I samtökunum nú, og ekki fékk Helgarbla&i& a& taka mynd af fundi þeirra. „Þaft er partur af öi -yggisi áftstofunum okkar afi gefa ekki upp nöfn e&a tölur", segir hann.,,l»ott slíkt sýnist ekki þýðingarmiki& I augnablikinu þá getur hreyfingeins ogFylkingin vift breyttar afistæöur sætt ofsóknum. Og af þvi höfum vift nokkra reynslu". Sjálfur er Ragnar Stefánsson orðinn 38 :íra. En hann er enn sami róttæklingurinn, sami byltingarsinninn. Hann starfar sem jarfi- skjáiftafræðihgur á Ve&urstofu Islands, og segir það tiiviHun eina að pólitiskur byltingarsinni hafi valið sér jarðfrœðilegar byltingar að ævistarfi. Það voru þær pólitlsku sem einkum bar á góma er Helgarblaðið ræddi við Ragnar fyrir skemmstu. Hann leigir I einu af „ffnu hverfunum" svokölluftu, — undir liæftiniii sem lengi gekk undir nafuinu „snob hill"og gerir kannski enn. En húsift sem hann býr ;Ier rautt. i Fæddur kommiínisti: „Ég er fæddur kommúnisti eins og sagt er. Foreldrar mlnir voru baðir kommúnistar úr verkalýösstétt. Strax I menntaskóla var ég með I pólitisku starfi, en það má segja að eins og með flesta á þeim aldri, þá var maður kommúnisti og róttækur I oröi án þess að grufla a& ráði I leiö- um til þess að breyta þjóðskipu- laginu. Þetta voru fremur al- mennar hugmyndir um nýtt og betra þjóðfélag. Eg held að það hafi veriönámsár min í Sviþjóð, Vletnamstfíðið og baráttan gegn þvi þar I landi upp úr 1960, sem varð til að maður fór að gera kröfu til sjáifs sin um þatt- töku r andheimsvaldabaráttu og augu manns opnuðust fyrir þvi sem hægt var að gera á grund- velli marxismans. I marxískri uppsveiflu þessara ára var fjöldinn allur af heföbundnum viðhorfum kommúnista settur undir mæliker og þá hefst umrótatimabil i þeirri hreyf- ingu sem kennd er við kommúnisma, sósialisma eða þjóðfélagsbyltingu." # Motunaiskeift: ,,Sá sem ætlar sér að vera marxisti og vinna þjóðfélagslegt starf sem slikur er alltaf I mótun, pótt segja megi að augu margra hafi opn- ast er Vietnamstrfðið var á dag- skrá upp úr 1960. En vissuiega hafa skoðanir minar og þeirra samtaka sem ég hef starfað I alla tið, Fylkingarinnar, þrðast gifurlega & þeim tima sem siðan er liðinn. Upp úr 1967 fór Fylkingin að opna augu manna fyrir heimsvaldastefnunni og tengja hana herstöðinni og að- ildinni að NATO, og þaö má lika segja að við höfum a.m.k. leit- ast við að vekja athygli a van- köntum Islenskrar verkalýðs- baráttu, og göllum verkalyös- hreyfingarinnar. 1 vissum til- vikum reyndum við einnig að taka baráttufrumkvæ&i. Það sem gerst hefur siðan er að Fylkingin hefur orðið mun hæf- ari til að benda skýrt á ieiðir I baráttunni, tengja þjúðfélags- ástand á Islandi núna við fram- þróun byltingarinnar á heims- mælikvarða. Það sem ekki sist gerir þetta starf raunhæfara núna er að við erum komin i samband viö 4. Alþjóöasam- band kommúnistaflokka." l Pólitiskt fjðlskrúðugur ár- gangur: „Nei, á minum menntaskólaárum var pólitfsk- ur áhugi ekki númer eitt hjá mér. Ahugamálin voru afskap- lega fjölbreytileg eins og gengur og gerist hjá fölki á þessum aldri. Maöur tók t.d. þátt f umræðu um listir og visindi, sem maður tengdi nátttirulega marxismanum, sem er öðrum þræði vísindagrein, nátengd raunvísindum. Og svo reyndi maður llka að sinna náminu að einhverju leyti. En alveg frá þvi i 1. og 2. bekk i Laugarnesskola var ég í pólitískt f jörugum ár- gangi^-i bekk með t.d. Styrmi Gunnarssyni, Ragnari Arnalds, HaÚdóri Blöndal og Jóni Baldvin Hannibalssyni. Við VISIR blgefandi:Keykjaprent hf. KramkvcmdaslÍóri-.DavfoGuomundsson RitstJðrar:f>ors(etnn Páfsson jfbm. ólafur Ragnarsson Kitstjórnarfulllrúi: Bragi Guomundsson. Fréltastjórí erlendra frélta ; Gu&mundur Pétursson. Um- . (iiil meftheltíarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaoamenn: Edda Andrésdóttir, Einar GuÖfinnsson, Elias Snæ)aná Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrímsson, Kjartan L. Pálsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir. Sæmundur Guftvinsson. Iþróttir: Björn Blondal. Gylfi Knstjánsson. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. CUilsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson og Magnús Olafsson. Ljós- myndir: Jens Alexandersson. Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri; Þorsteinn Fr. Sigur&sson. Dreifingarstjóri: Sigur&ur R. Pétursson. Auglýsingar:Ilverfisgata 4-I.SIniar U660.86GI1 Afgreiftsla : Hverfisgala 44. Slmi K66I l RUsIján:Sfftumúla 14. Sfmi K66II, Tlfnur Akureyri. Slmi 96-19H06 Askriflargjald kr. 1100 á mánufti innanlands. \erft f lausasölu kr, 60 eintakift. ¦ Prentun: Blaöaprent hf. Áskrif tarsími Vísis er 86611 Hringið strax og tryggið ykkur eintak af Vísi tjl íesturs hvern dag vikunnar fyrir aðeins 1100 krónur á mánuði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.