Vísir - 06.02.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 06.02.1977, Blaðsíða 10
TO m Sunnudagur 6. febrúar 1977 VTSrR Hljómsveit Svavars Gests, sem lék I Sjálfstæoishúsinu veturinn 1960-61. Þetta var hans besta hljóm- sveit,aö sögn Svavars. Frá v. Gunnar Pálsson, Ragnar Bjarnason, Magniis Ingimarsson, Svavar Gests, Reynir Jónasson og örn Armannsson. Fyrsta hljómsveit Svavars Gests lék I Þórscafé veturinn 1949-50. Frá v. Garöar Jóhannesson, Svavar Gests og Þorir Jónsson. Arni tsleifs viö planóiö. Hljómsveit SG. frá vetrinum 1961-62. Klæddir búningum úr Skugga-Sveini. Frá v. Reynir Jdnasson, Svavar Gests, Magnús Ingimarsson, Garoar Karlsson, Gunnar Pálsson og Ragnar Bjarnason. sem ég var með „Nefndu lagið" var ég alltaf mjög táugaóstyrk- ur. Upptakan vareftir hádegi og ég kom ekki matarbita oni mig fyrir þáttinn. En fljótlega hætti ég að finna fyrir þessu." „Ég hafði i rauninni fengið tækifæri til aö venjast þvi smámsaman að koma fram. Fyrst sem hljóðfæraleikari svo sem kynnir á jazz-kynningunum og þar fram eftir götunum. Það er þvi ekkihægt að segja að mér hafi verið fleygt ósyndum Ut I djúpu laugina." ÖU landsins samkomu- hús. Og nú var Svavar orðinn „heimsfrægur um allt land" og frá afskekktustu kimum bárust pantanir frá fólki, sem vildi fá hann og hina furðufuglana i heimsókn! Þeir lögðu þvi land undir fót og skemmtu I félags- heimilum og samkomuhúsum uirí landið þvert og endilangt. „Ég býst við á þessum árum hafi ég komið i hvert einasta samkomuhús i og utan Reykja- vikur. Mest var að gera viö þetta frá 1960 og fram til 1965 þegar ég tók þá ákvörðun að hætta. A þessum árum lifði ég algerlega á hljóðfæraleik, en fram að þvi hafði ég alltaf unnið eitthvað með." „Já, þú minntist á eyrina. Hvað hefurðu gert annaö?" „Ég var til dæmis meö ráðningaskrifstofu i nokkur ár svipaðs eblis og Amundi (Amundason) er með nuna. Einnig flutti ég inn mikið af skemmtikröftum og þá einnig frægum jazzleikurum og öðrum hljómlistarmönnum. Hélt hljómleika og skemmtanir«með þessu fólki viða um land. En þegar islenska sjónvarpið byrjaði þá gafst fólk upp á slikri skemmtan. NU heyrist oröið kabarett varla og fáir vita hvernig miðnæturskemmt- anirnar voru. Einnig vann ég á auglýsinga-; stofu hjá þeim Atla Má og Ás- geiri Júliussyni i ein tvö ár. Tveir afbragðsmenn sem ég lærði mikið af. Ég sá um að dreifa auglýsingum, semja og þýða texta og fleira i þeim dilr, en þeir teiknuðu. ar, og byrjaði að kynna. Þessar jazzkynningar voru vikulega i eina þr já vetur og það var alltaf troðfullt hús." „Það kom svona af sjálfu sér að ég fór aö reyna að segja skrýtlur á milli atriöa. Upp Ur þessu var svo farið að halda hljómleika og þá fór ég upp á sviðið i Austurbæjarbíói. Fyrst var það á hljómleikum, en svo einnig á svonefndúm miðnætur- skemmtunum og kabarettum." „Talaðu hægar" „Svo kom að þvi að ég var beðinn um að sjá um jazzþátt i útvarpinu. Kynningu á jazztón- list. Útvarpið átti þá heldur Htið af svoleiðis plötum þannig að ég notaði mest mitt eigið safn, sem ég hafði komið með heim frá Bandarikjunum. „Þetta voru beinar útsending- ar og ég man, aö ég var óskap- lega taugaóstyrkur fyrir fyrsta þáttinn. Ég þrælaðist nU samt einhvernveginn i gegnum'hann, en þegar hann var buinn hringdi kona, sem vildi ræöa málið við mig. Hún sagði: „Þetta var nU ágætt hjá þér, en þú mátt tala helmingi hægar næst." „Ég get vel tnlað þvi.að ég hafi verið eitthvað óðamála þarna fyrst en gat þo verið ánægður með að það var ekkert verra sagt við mig. Þetta var árið 1949 og ég hef verið meira eöa minna viðloðandi Utvarpið siðan." „En svo fórstu að sjá um meiriháttar Utvarpsþætti?" „Já, ég var með seriu af skemmtiþáttum. Það var „Nefndu lagið", veturinn 1960, „Gettu betur" veturinn 1961 og „Sunnudagskvöld með Svavari Gests," 1963 og 1964. Persónu- lega þótti mér sá siðastnefndi langbestur. Ég lagði I hann mikla vinnu og það var vandað til skemmtiatriða." „Það kom fljótlega að þvi að það vantaði einhver gaman- atriði I þættina og þá tók ég upp á þvi að semja sjálfur. Það hef ég svo gert siðan. Ég sem mikið fyrir ótal skemmtikrafta." Græskulaust gaman „ÞU glettist mikið við þá sem komu upp hjá þér i þáttunum. Var það undirbUið?" „Nei, það kom alveg af sjálfu sér. Ekki gat ég vitað fyrirfram hverjir myndu koma upp. Það var gaman að fá fólk ul að gant- ast við og stundum „skotið" dá- litið á báða bóga. En það var græskulaust og það kom aldrei fyrir að ég væri beðinn að fella einhver orðaskipti niður." „Var þér auövelt að vera svona fyrir framan alþjdð i út- varpinu?" „Ja, það varð ekki erfitt. Ég man reyndar að fyrsta veturinn KK sextettinn veturinn 1947-48. Frá v. Guomundur Vilbergsson, Kristján Kristjánsson, Svavar,Trausti Thorberg, Steinþór Steingrlmsson og Hallur Slmonarson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.